Enginn átti séns í Schwartzel - Spieth nálægt sigri í Ástralíu Kári Örn Hinriksson skrifar 29. nóvember 2015 22:30 Charl Schwartzel er nánast ósigrandi á heimavelli. Getty Mótaröð þeirra bestu, PGA-mótaröðin, var í fríi þessa helgina en samt sem áður fóru fram tvö stór mót í golfheiminum. Nýtt tímabil hófst á Evrópumótaröðinni þar sem Alfred Dunhill meistaramótið fór fram á hinum magnaða Leopard Creek velli í Suður-Afríku. Þar vakti heimamaðurinn Charl Schwartzel mikla lukku en hann sigraði á mótinu fyrir framan samlanda sína í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. Schwartzel, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa sigrað á Masters mótinu árið 2011, lék hringina fjóra á 15 höggum undir pari og sigraði með fjórum höggum en Frakkinn Gregory Bourdy endaði í öðru sæti á 11 undir. Það var töluvert meiri meiri spenna í Ástralíu þar sem Opna ástralska fór fram en ungstirnið Jordan Spieht var á meðal þátttakenda eftir að hafa tekið sér nokkura vikna hlé frá keppnisgolfi. Spieth sýndi mjög góða takta á köflun og endaði jafn í öðru sæti ásamt heimamanninum Adam Scott á sjö undir pari eftir hringina fjóra. Það var hins vegar Matthew Jones sem lék best allra eða á átta undir pari en hann tryggði sér sigurinn þrátt fyrir að hafa leikið lokahringinn á tveimur yfir pari. Í næstu viku fer fram Hero World Challenge í Flórída en það er mót sem Tiger Woods heldur árlega og aðeins 30 bestu kylfingar heims hafa þátttökurétt. Það hefur Jordan Spieth titil að verja en gestgjafinn Woods verður fjarri góðu gamni eftir tvær aðgerði á baki sem hann fór í fyrr á árinu. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Mótaröð þeirra bestu, PGA-mótaröðin, var í fríi þessa helgina en samt sem áður fóru fram tvö stór mót í golfheiminum. Nýtt tímabil hófst á Evrópumótaröðinni þar sem Alfred Dunhill meistaramótið fór fram á hinum magnaða Leopard Creek velli í Suður-Afríku. Þar vakti heimamaðurinn Charl Schwartzel mikla lukku en hann sigraði á mótinu fyrir framan samlanda sína í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. Schwartzel, sem er hvað þekktastur fyrir að hafa sigrað á Masters mótinu árið 2011, lék hringina fjóra á 15 höggum undir pari og sigraði með fjórum höggum en Frakkinn Gregory Bourdy endaði í öðru sæti á 11 undir. Það var töluvert meiri meiri spenna í Ástralíu þar sem Opna ástralska fór fram en ungstirnið Jordan Spieht var á meðal þátttakenda eftir að hafa tekið sér nokkura vikna hlé frá keppnisgolfi. Spieth sýndi mjög góða takta á köflun og endaði jafn í öðru sæti ásamt heimamanninum Adam Scott á sjö undir pari eftir hringina fjóra. Það var hins vegar Matthew Jones sem lék best allra eða á átta undir pari en hann tryggði sér sigurinn þrátt fyrir að hafa leikið lokahringinn á tveimur yfir pari. Í næstu viku fer fram Hero World Challenge í Flórída en það er mót sem Tiger Woods heldur árlega og aðeins 30 bestu kylfingar heims hafa þátttökurétt. Það hefur Jordan Spieth titil að verja en gestgjafinn Woods verður fjarri góðu gamni eftir tvær aðgerði á baki sem hann fór í fyrr á árinu.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira