Lögregla í París hefur skotið táragasi að þeim sem gengu í loftlagsgöngunni í borginni í dag en göngunni hafði verið aflýst vega óvissu í öryggismálum. Nokkrir ákváðu að ganga þrátt fyrir það og þegar þeir hlýddu ekki fyrirmælum lögreglu var táragasi beitt til að dreifa hópnum.
COP21, loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, hefst á morgun og hefur fólk safnast saman víða um heim til að pressa á að þjóðarleiðtogar heimsins komist að niðurstöðu um lausnir til að sporna við hækkandi hitastigi jarðarinnar.
Áður en gangan var bönnuð höfðu þúsundir manna komið á þann stað þar sem gangan átti að fara fram og skilið eftir skópar til að sýna málstaðnum stuðning. Einnig myndaði fólk keðju eftir gönguleiðinni.
Yfirlýst neyðarástand er enn í fullu gildi í París eftir árásir þær sem áttu sér stað fyrr í þessum mánuði en 130 týndu lífi í þeim og tugir særðust.
Myndbönd frá atburðunum í París má sjá hér að neðan.
Clashes at climate march in Paris
LIVE NOW: https://t.co/OxluNBsRsD #Climat2Paix https://t.co/W8qNTfvpqg
— Ruptly (@Ruptly) November 29, 2015
Charge de crs au niveau rue du temple #Republique lacrymos a gogo pic.twitter.com/RcriPoba3H
— Christophe Gueugneau (@gueugneau) November 29, 2015