Innlent

Tendrað á vinabæjartréi Kópavogs

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Aðventuhátíðin fór fram á túninu við menningarhúsin í Kópavogi.
Aðventuhátíðin fór fram á túninu við menningarhúsin í Kópavogi. Mynd/Kópavogsbær
Tendrað var á vinabæjartréi frá vinabæ Kópavogs í dag. Tréið kemur frá Norrköping í Svíþjóð og slegið var var upp jólaballi.

Nokkrir hressir jólasveinar komu ofan úr fjöllum og mættu á ballið. Aðventuhátíðin fór fram á túninu við menningarhúsin í Kópavogi.

Þá var markaðurinn Handverk og hönnun í Gerðarsafni. Í safninu var einnig fyrsti formlegi opnunardagur Garðskálans, nýja kaffihússins í Gerðarsafni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×