Hvetja fólk til að gefa jólagjafir fyrir unglinga Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 28. nóvember 2015 20:00 Jólin er mjög erfiður tími fyrir margar fjölskyldur sem þurfa að leita á náðir hjálparsamtaka. Árleg jólagjafasöfnun þeirra hófst í dag og er fólk sérstaklega hvatt til að gefa gjafir ætluðum unglingum þar sem mikill skortur er oft á slíkum gjöfum. Hjálparsamtök hér á landi aðstoða árlega þúsundir fjölskyldna fyrir jólin og reyna þannig að gera þeim kleift að halda þau hátíðleg. Fyrir marga, sem eiga lítið á milli handanna, getur þessi árstími oft tekið á. Sumum reynist erfitt að eiga fyrir þeim kostnaði sem oft fylgir jólunum. Hjálparsamtökin bjóða upp á ýmsa aðstoð fyrir jólin svo sem mataraðstoð og jólagjafir fyrir barnafjölskyldur. Jólagjafasöfnunin hófst formlega í dag og eru landsmenn hvattir til að kaupa aukajólagjöf og setja undir tréið í Smáralind en gjöfunum verður svo komið til þeirra sem á þurfa að halda. „Jólin eru vissulega mjög erfiður tími fyrir margar fjölskyldur. Á síðustu jólum þá bárust okkur fjórtán hundruð umsóknir, segir Sædís Arnardóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Hún segir að á bak við þessar umsóknir séu á bilinu 4.000 til 5.000 manns sem fengu síðan aðstoð frá samtökunum fyrir jólin. Hún segir jólagjafasöfnunina skipta miklu máli fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. „Það vilja náttúrulega allir geta gefið börnunum sínum jólagjafir og það skiptir þá engu máli hvort máli hvort að barnið þitt er 6 ára eða 16 ára,“ segir Sædís. Þá segir hvetur hún fólk sérstaklega til að gefa gjafir sem henta unglingum. „Mikill meirihluti af gjöfunum eru fyrir ungar stelpur. Það vill oft verða þannig að það eru fleiri þannig gjafir. Það vantar oft gjafir fyrir stráka og sérstaklega unglinga og þá bæði stráka og stelpur,“ segir Sædís. Hún segir samtökin oft hafa þurft að kaupa gjafir fyrir þennan aldurshóp og hvetur því fólk til að gefa gjafir ætlaðar unglingum. Jólafréttir Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Sjá meira
Jólin er mjög erfiður tími fyrir margar fjölskyldur sem þurfa að leita á náðir hjálparsamtaka. Árleg jólagjafasöfnun þeirra hófst í dag og er fólk sérstaklega hvatt til að gefa gjafir ætluðum unglingum þar sem mikill skortur er oft á slíkum gjöfum. Hjálparsamtök hér á landi aðstoða árlega þúsundir fjölskyldna fyrir jólin og reyna þannig að gera þeim kleift að halda þau hátíðleg. Fyrir marga, sem eiga lítið á milli handanna, getur þessi árstími oft tekið á. Sumum reynist erfitt að eiga fyrir þeim kostnaði sem oft fylgir jólunum. Hjálparsamtökin bjóða upp á ýmsa aðstoð fyrir jólin svo sem mataraðstoð og jólagjafir fyrir barnafjölskyldur. Jólagjafasöfnunin hófst formlega í dag og eru landsmenn hvattir til að kaupa aukajólagjöf og setja undir tréið í Smáralind en gjöfunum verður svo komið til þeirra sem á þurfa að halda. „Jólin eru vissulega mjög erfiður tími fyrir margar fjölskyldur. Á síðustu jólum þá bárust okkur fjórtán hundruð umsóknir, segir Sædís Arnardóttir félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Hún segir að á bak við þessar umsóknir séu á bilinu 4.000 til 5.000 manns sem fengu síðan aðstoð frá samtökunum fyrir jólin. Hún segir jólagjafasöfnunina skipta miklu máli fyrir Hjálparstarf kirkjunnar. „Það vilja náttúrulega allir geta gefið börnunum sínum jólagjafir og það skiptir þá engu máli hvort máli hvort að barnið þitt er 6 ára eða 16 ára,“ segir Sædís. Þá segir hvetur hún fólk sérstaklega til að gefa gjafir sem henta unglingum. „Mikill meirihluti af gjöfunum eru fyrir ungar stelpur. Það vill oft verða þannig að það eru fleiri þannig gjafir. Það vantar oft gjafir fyrir stráka og sérstaklega unglinga og þá bæði stráka og stelpur,“ segir Sædís. Hún segir samtökin oft hafa þurft að kaupa gjafir fyrir þennan aldurshóp og hvetur því fólk til að gefa gjafir ætlaðar unglingum.
Jólafréttir Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Sjá meira