Nýtt lag og myndband frá Emmsjé Gauta: "Ómar Ragnarsson er svo nettur náungi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2015 14:02 Línudansarinn Ingunn Hlín Björgvinsdóttir sýnir lipra takta í myndbandinu Mynd/Skjáskot Rapparinn Emmsjé Gauti hefur gefið út nýtt lag sem nefnist Ómar Ragnarsson. Því fylgir glænýtt myndband þar sem sjá má Ingunni Hlín Björgvinsdóttir, línudansara á níræðisaldri, sýna glæsilega takta á dansgólfinu. Óneitanlega velta sumir því fyrir sér afhverju lagið heitir Ómar Ragnarsson en skýringin á bak við það er ósköp einföld. „Pælingin á bak við þetta er að maður þarf að lifa hátt, fljúga í gegnum lífið og njóta þess, alveg eins og Ómar Ragnarsson,“ útskýrir Emmsjé Gauti í samtali við Vísi. „Svo er hann bara svo nettur náungi að það er um að gera að heiðra hann.“ Myndbandið er unnið í samvinnu við Tjarnargatan framleiðslufyrirtæki og er leikstýrt af Frey Árnasyni og Hauki Karlssyni en Emmsjé Gauti segir að hugmyndin með línudansinum hafi komið frá þeim. „Þeir höfðu horft á línudansmyndband á YouTube vegna vinnunar sinnar og ákvaðu að þeir urðu að koma þessu fyrir í einhverju tónlistarmynbandi. Þeir heyrðu svo í mér og spurðu hvort ég væri ekki með eitthvað lag sem mætti gera myndband við.“ Það er línudansarinn Ingunn Hlín Björgvinsdóttir sem sýnir lipra takta í myndbandinu en þegar Emmsjé Gauti og leikstjórarnir fóru á stúfana í leit að línudansara bentu allir á hana. „Við töluðum við íþróttafélag og félagssamtök og nafnið hennar poppaði alltaf upp. Hún var til í þetta og var alveg frábær.“ Myndbandið má sjá hér fyrir neðan en það er eins og áður sagði í leikstjórn Freys Árnasonar og Hauks Karlssonar. Kári Jóhannsson sá um grafík og Dana Rún Hákonardóttir var stílisti. Tónlist Tengdar fréttir Vinsælustu Íslendingarnir á Snapchat Útvarpsþátturinn FM95Blö og Pétur Jóhann eru vinsælustu snapparar landsins eftir því sem Vísir kemst næst. 7. ágúst 2015 07:00 Nýtt myndband frá Emmsjé Gauta um bullandi vináttu „Strákarnir er eitt af þessum lögum sem kom um leið og ég heyrði taktinn. Auðunn Lútherson sendi á mig demo af honum og ég varð samstundis ástfanginn,“ segir rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti. 14. ágúst 2015 12:00 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Rapparinn Emmsjé Gauti hefur gefið út nýtt lag sem nefnist Ómar Ragnarsson. Því fylgir glænýtt myndband þar sem sjá má Ingunni Hlín Björgvinsdóttir, línudansara á níræðisaldri, sýna glæsilega takta á dansgólfinu. Óneitanlega velta sumir því fyrir sér afhverju lagið heitir Ómar Ragnarsson en skýringin á bak við það er ósköp einföld. „Pælingin á bak við þetta er að maður þarf að lifa hátt, fljúga í gegnum lífið og njóta þess, alveg eins og Ómar Ragnarsson,“ útskýrir Emmsjé Gauti í samtali við Vísi. „Svo er hann bara svo nettur náungi að það er um að gera að heiðra hann.“ Myndbandið er unnið í samvinnu við Tjarnargatan framleiðslufyrirtæki og er leikstýrt af Frey Árnasyni og Hauki Karlssyni en Emmsjé Gauti segir að hugmyndin með línudansinum hafi komið frá þeim. „Þeir höfðu horft á línudansmyndband á YouTube vegna vinnunar sinnar og ákvaðu að þeir urðu að koma þessu fyrir í einhverju tónlistarmynbandi. Þeir heyrðu svo í mér og spurðu hvort ég væri ekki með eitthvað lag sem mætti gera myndband við.“ Það er línudansarinn Ingunn Hlín Björgvinsdóttir sem sýnir lipra takta í myndbandinu en þegar Emmsjé Gauti og leikstjórarnir fóru á stúfana í leit að línudansara bentu allir á hana. „Við töluðum við íþróttafélag og félagssamtök og nafnið hennar poppaði alltaf upp. Hún var til í þetta og var alveg frábær.“ Myndbandið má sjá hér fyrir neðan en það er eins og áður sagði í leikstjórn Freys Árnasonar og Hauks Karlssonar. Kári Jóhannsson sá um grafík og Dana Rún Hákonardóttir var stílisti.
Tónlist Tengdar fréttir Vinsælustu Íslendingarnir á Snapchat Útvarpsþátturinn FM95Blö og Pétur Jóhann eru vinsælustu snapparar landsins eftir því sem Vísir kemst næst. 7. ágúst 2015 07:00 Nýtt myndband frá Emmsjé Gauta um bullandi vináttu „Strákarnir er eitt af þessum lögum sem kom um leið og ég heyrði taktinn. Auðunn Lútherson sendi á mig demo af honum og ég varð samstundis ástfanginn,“ segir rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti. 14. ágúst 2015 12:00 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Vinsælustu Íslendingarnir á Snapchat Útvarpsþátturinn FM95Blö og Pétur Jóhann eru vinsælustu snapparar landsins eftir því sem Vísir kemst næst. 7. ágúst 2015 07:00
Nýtt myndband frá Emmsjé Gauta um bullandi vináttu „Strákarnir er eitt af þessum lögum sem kom um leið og ég heyrði taktinn. Auðunn Lútherson sendi á mig demo af honum og ég varð samstundis ástfanginn,“ segir rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti. 14. ágúst 2015 12:00