Manstu eitthvað hvað gerðist? 28. nóvember 2015 15:00 Auður Jónsdóttir rithöfundur byggir skáldsöguna Stóra skjálfta að vissu leyti á eigin reynslu. Vísir/Gva Saga rankar við sér eftir flogakast á gangstétt við Miklubrautina og þriggja ára sonur hennar er á bak og burt. Það síðasta sem hún man er tveggja hæða strætisvagn sem vegfarandi efast um að hún hafi í raun og veru séð. Næstu daga drottnar efinn yfir huga hennar. Hvað gerðist fyrir flogið? Hverju getur hún treyst? Og hvernig getur hún botnað nokkuð í tilfinningum sínum þegar minnið er svona gloppótt. Með þessum hætti er efni skáldsögu Auðar Jónsdóttir, Stóri skjálfti, lýst. Hér að neðan er birtur fyrsti kafli skáldsögunnar. Öskrið Manstu hvað gerðist? Breiðleitt andlit brosir uppörvandi til mín. Karlmaður í vetrarfrakka styður mig á fætur. Fæturnir eru linir eins og deig, ég riða og held dauðahaldi í hann til að detta ekki. Hanskaklæddar hendur styðja þétt við mig. Hann ilmar af einhverju sem ég þekki, þessu sem flugurnar búa til – hunangi – og líka trjám, finnst mér. Návist hans er mjúk, svo mjúk. Manstu hvað gerðist, vinan? spyr hann aftur en mér tekst ekki heldur að svara í þetta sinn, orðin límast við góminn og klístrast saman í dýrslega stunu. Augun grandskoða mig, hann andar frá sér gufu, hratt eins og hann hafi hlaupið. Við stöndum í útjaðri túnsins við stóru umferðargötuna, ég þekki allt í kringum mig. Óteljandi fætur hafa þjappað snjónum saman í göngustíg sem liggur út frá gangstéttinni inn á túnið, alla leið að húsinu með stóru gluggana, og glansar í lágstemmdri dagsbirtunni, en af hverju er ég hérna, andspænis þessum manni, samt ein? Gangstéttin er aðeins örfáum skrefum frá okkur og rennur næstum saman við snjóhvítt túnið, skammt frá henni liggur þungur umferðarstraumurinn, bílarnir þjóta framhjá okkur eins og óvæginn engisprettufaraldur. Er allt í lagi með þig? spyr maðurinn. Ég … veit ekki, segi ég og finn að ég á ennþá í erfiðleikum með að bera fram orðin. Ansans óheppni að lenda á kantinum, þú ert illa löskuð, segir hann þá og það hlýtur að vera rétt því það er sárt að reyna að brosa til hans. Hvað á ég að segja? Ég verð að hljóma eðlilega, annars kemst ég ekki í burtu frá honum. Honum hverjum? Burt hvert? Ég kemst hvergi, ég þarf að sofa, sofna. Manstu eitthvað hvað gerðist? spyr hann enn einu sinni og herðir takið utan um mig, áhyggjufull augun lýsa í gegnum mig. Tindrandi blá undir dökkblárri húfu, yfir æðasprungnum kinnum. Svo ágeng að ég get ekki litið undan. Heimurinn hringsnýst fyrir augum mér, samt tekst mér að umla: Það var rauður strætó hérna, strætó ofan á strætóinum. Ég þagna í leit að rétta orðinu. Hjartslátturinn herðist undir augnaráði mannsins, ég hlýt að finna orðið, núna, fljótt! Tveggja hæða? segi ég loks spyrjandi. Eins og strætóarnir í hinum löndunum, útlöndum. Nú ertu eitthvað að ímynda þér, vinan. Þannig strætisvagnar tíðkast víða en ekki á Íslandi, segir maðurinn vingjarnlega eins og hann sé að tala við barn. Nema jú, voru kannski ferðamenn í honum? Já, Ívar sá … Öskrið er hátt en brotakennt, líkast gargi í sjófugli. Við stirðnum bæði, ég skelfingu lostin við að heyra öskrið úr eigin barka. Ég næ ekki andanum. Annað öskur brýst um og vill út. Hvar er hann? Hver? spyr maðurinn. Sonur minn. Hann var hérna. Ég benti honum á strætóinn og hann … hvar er hann? Hvar sástu hann síðast? spyr maðurinn ringlaður. Hérna, áður en ég vaknaði hérna. Sérðu hann? hrópa ég örmagna. Var hann hérna á Klambratúninu? Eða á gangstéttinni, snökti ég en grandskoða göngustíginn. Berst við svima þegar ég horfi út eftir túninu, smá fótsporin renna saman við aragrúa annarra spora í snjónum. Ég gríp um höfuðið, loka augunum í von um að sjá skýrt þegar ég opna þau aftur, og reyni að banda honum af stað: Hlauptu, þarna, bak við trén! Gáðu! Ég fer þarna, í þetta strætóhús þarna … skýlið. Við verðum að … Hvað er hann gamall? spyr maðurinn. Það kemur fát á mig. Hvað er sonur minn gamall? Hann er lítill, segi ég grátandi. Maðurinn rýkur af stað og kallar nafnið hans hástöfum, hrópar til mín að hann ætli að leita inni á Kjarvalsstöðum, frakkinn flaksast um hné hans. Ég hleyp beint af augum út að götunni, fæturnir eru beinalausir og liðast undan mér, ég má ekki detta, ég stend ekki í fæturna en ég hleyp, allt hvað af tekur, ég hrasa. Hvar ertu? Ívar minn, hvar ertu? Mamma er hér. Blóðbragð í munninum. Blaut lærin nuddast saman, ég hef migið á mig í krampanum. Þetta er ekki að gerast. Hvar er hann? Verkurinn í enninu ágerist, eitthvað þrýstir á æðarnar, skall ég á höfuðið? Hljóp hann út í umferðina? Þá væri kominn sjúkrabíll. Eða hvað? Fæturnir streitast á móti. Grútmáttlausir. Líkaminn á enga orku aflögu. Nú, þegar ég þarf á mér allri að halda. Það virðist ekki vera blóð í hárinu, þrátt fyrir höfuðverkinn, ég hef sloppið vel. En hann? Ég man bara óljóst að við gengum. Ég hélt í litlu höndina. Hann hló. Sjáðu, mamma, þarna eru bílarnir! Já, hló ég – eða var það ekki? – ég hló og þá, já, rauður strætó með ferðamönnum keyrði hjá. Ég sagði: Ívar, sjáðu! Sjáðu, stóra strætisvagninn. Hann er á tveimur hæðum.Púslin raðast saman. En hvað lá ég lengi þarna? Hvert hljóp Ívar? Tók hann einhver? Guð minn góður! Mínúturnar standa í stað, ég hleyp út af túninu, meðfram hraðri umferðinni en þar er hann hvergi að sjá, ég hleyp aftur inn á túnið. Hvar í andskotanum er síminn minn? Af hverju bað ég ekki manninn um að hringja á lögregluna? Ætli hann sé búinn að því? Ég verð að komast í síma. Fæturnir hrasa um sjálfa sig. Ég klöngrast aftur á fætur. Hleyp, hrasa, hleyp inn á túnið, kannski er hann inni í húsinu, hvað sagði maðurinn að það héti? Hjartað hamast örmagna, það má ekki springa, ekki núna, það hendir mér áfram, yfir snjóhvítan grasvöllinn sem virðist engan enda ætla að taka. Flengi mér inn um opnar dyr á kaffihúsinu í stóra húsinu. Ofsinn fær fólk til að líta upp úr kaffibollunum. Það starir á konuna sem öskrar: Hringið á lögregluna! Sonur minn! Hann er týndur. Ívar. Sonur minn. Hjálpið mér! Gerið það! Hringið! Höfundur Auður Jónsdóttir Útgáfa Forlagið 298 síður Stóri skjálfti Menning Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Saga rankar við sér eftir flogakast á gangstétt við Miklubrautina og þriggja ára sonur hennar er á bak og burt. Það síðasta sem hún man er tveggja hæða strætisvagn sem vegfarandi efast um að hún hafi í raun og veru séð. Næstu daga drottnar efinn yfir huga hennar. Hvað gerðist fyrir flogið? Hverju getur hún treyst? Og hvernig getur hún botnað nokkuð í tilfinningum sínum þegar minnið er svona gloppótt. Með þessum hætti er efni skáldsögu Auðar Jónsdóttir, Stóri skjálfti, lýst. Hér að neðan er birtur fyrsti kafli skáldsögunnar. Öskrið Manstu hvað gerðist? Breiðleitt andlit brosir uppörvandi til mín. Karlmaður í vetrarfrakka styður mig á fætur. Fæturnir eru linir eins og deig, ég riða og held dauðahaldi í hann til að detta ekki. Hanskaklæddar hendur styðja þétt við mig. Hann ilmar af einhverju sem ég þekki, þessu sem flugurnar búa til – hunangi – og líka trjám, finnst mér. Návist hans er mjúk, svo mjúk. Manstu hvað gerðist, vinan? spyr hann aftur en mér tekst ekki heldur að svara í þetta sinn, orðin límast við góminn og klístrast saman í dýrslega stunu. Augun grandskoða mig, hann andar frá sér gufu, hratt eins og hann hafi hlaupið. Við stöndum í útjaðri túnsins við stóru umferðargötuna, ég þekki allt í kringum mig. Óteljandi fætur hafa þjappað snjónum saman í göngustíg sem liggur út frá gangstéttinni inn á túnið, alla leið að húsinu með stóru gluggana, og glansar í lágstemmdri dagsbirtunni, en af hverju er ég hérna, andspænis þessum manni, samt ein? Gangstéttin er aðeins örfáum skrefum frá okkur og rennur næstum saman við snjóhvítt túnið, skammt frá henni liggur þungur umferðarstraumurinn, bílarnir þjóta framhjá okkur eins og óvæginn engisprettufaraldur. Er allt í lagi með þig? spyr maðurinn. Ég … veit ekki, segi ég og finn að ég á ennþá í erfiðleikum með að bera fram orðin. Ansans óheppni að lenda á kantinum, þú ert illa löskuð, segir hann þá og það hlýtur að vera rétt því það er sárt að reyna að brosa til hans. Hvað á ég að segja? Ég verð að hljóma eðlilega, annars kemst ég ekki í burtu frá honum. Honum hverjum? Burt hvert? Ég kemst hvergi, ég þarf að sofa, sofna. Manstu eitthvað hvað gerðist? spyr hann enn einu sinni og herðir takið utan um mig, áhyggjufull augun lýsa í gegnum mig. Tindrandi blá undir dökkblárri húfu, yfir æðasprungnum kinnum. Svo ágeng að ég get ekki litið undan. Heimurinn hringsnýst fyrir augum mér, samt tekst mér að umla: Það var rauður strætó hérna, strætó ofan á strætóinum. Ég þagna í leit að rétta orðinu. Hjartslátturinn herðist undir augnaráði mannsins, ég hlýt að finna orðið, núna, fljótt! Tveggja hæða? segi ég loks spyrjandi. Eins og strætóarnir í hinum löndunum, útlöndum. Nú ertu eitthvað að ímynda þér, vinan. Þannig strætisvagnar tíðkast víða en ekki á Íslandi, segir maðurinn vingjarnlega eins og hann sé að tala við barn. Nema jú, voru kannski ferðamenn í honum? Já, Ívar sá … Öskrið er hátt en brotakennt, líkast gargi í sjófugli. Við stirðnum bæði, ég skelfingu lostin við að heyra öskrið úr eigin barka. Ég næ ekki andanum. Annað öskur brýst um og vill út. Hvar er hann? Hver? spyr maðurinn. Sonur minn. Hann var hérna. Ég benti honum á strætóinn og hann … hvar er hann? Hvar sástu hann síðast? spyr maðurinn ringlaður. Hérna, áður en ég vaknaði hérna. Sérðu hann? hrópa ég örmagna. Var hann hérna á Klambratúninu? Eða á gangstéttinni, snökti ég en grandskoða göngustíginn. Berst við svima þegar ég horfi út eftir túninu, smá fótsporin renna saman við aragrúa annarra spora í snjónum. Ég gríp um höfuðið, loka augunum í von um að sjá skýrt þegar ég opna þau aftur, og reyni að banda honum af stað: Hlauptu, þarna, bak við trén! Gáðu! Ég fer þarna, í þetta strætóhús þarna … skýlið. Við verðum að … Hvað er hann gamall? spyr maðurinn. Það kemur fát á mig. Hvað er sonur minn gamall? Hann er lítill, segi ég grátandi. Maðurinn rýkur af stað og kallar nafnið hans hástöfum, hrópar til mín að hann ætli að leita inni á Kjarvalsstöðum, frakkinn flaksast um hné hans. Ég hleyp beint af augum út að götunni, fæturnir eru beinalausir og liðast undan mér, ég má ekki detta, ég stend ekki í fæturna en ég hleyp, allt hvað af tekur, ég hrasa. Hvar ertu? Ívar minn, hvar ertu? Mamma er hér. Blóðbragð í munninum. Blaut lærin nuddast saman, ég hef migið á mig í krampanum. Þetta er ekki að gerast. Hvar er hann? Verkurinn í enninu ágerist, eitthvað þrýstir á æðarnar, skall ég á höfuðið? Hljóp hann út í umferðina? Þá væri kominn sjúkrabíll. Eða hvað? Fæturnir streitast á móti. Grútmáttlausir. Líkaminn á enga orku aflögu. Nú, þegar ég þarf á mér allri að halda. Það virðist ekki vera blóð í hárinu, þrátt fyrir höfuðverkinn, ég hef sloppið vel. En hann? Ég man bara óljóst að við gengum. Ég hélt í litlu höndina. Hann hló. Sjáðu, mamma, þarna eru bílarnir! Já, hló ég – eða var það ekki? – ég hló og þá, já, rauður strætó með ferðamönnum keyrði hjá. Ég sagði: Ívar, sjáðu! Sjáðu, stóra strætisvagninn. Hann er á tveimur hæðum.Púslin raðast saman. En hvað lá ég lengi þarna? Hvert hljóp Ívar? Tók hann einhver? Guð minn góður! Mínúturnar standa í stað, ég hleyp út af túninu, meðfram hraðri umferðinni en þar er hann hvergi að sjá, ég hleyp aftur inn á túnið. Hvar í andskotanum er síminn minn? Af hverju bað ég ekki manninn um að hringja á lögregluna? Ætli hann sé búinn að því? Ég verð að komast í síma. Fæturnir hrasa um sjálfa sig. Ég klöngrast aftur á fætur. Hleyp, hrasa, hleyp inn á túnið, kannski er hann inni í húsinu, hvað sagði maðurinn að það héti? Hjartað hamast örmagna, það má ekki springa, ekki núna, það hendir mér áfram, yfir snjóhvítan grasvöllinn sem virðist engan enda ætla að taka. Flengi mér inn um opnar dyr á kaffihúsinu í stóra húsinu. Ofsinn fær fólk til að líta upp úr kaffibollunum. Það starir á konuna sem öskrar: Hringið á lögregluna! Sonur minn! Hann er týndur. Ívar. Sonur minn. Hjálpið mér! Gerið það! Hringið! Höfundur Auður Jónsdóttir Útgáfa Forlagið 298 síður Stóri skjálfti
Menning Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Setur „Hafnarfjarðarhreysið“ á sölu eftir endurbætur Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira