Jólasöngvar, rjúkandi jólasúkkulaði og piparkökur Magnús Guðmundsson skrifar 27. nóvember 2015 10:16 Langholtskirkjukórinn æfir stíft um þessar mundir fyrir hina árlegu Jólasöngva. Áratuga löng hefð er fyrir Jólasöngvum í Langholtskirkju og eiga fjölmargir sér þá hefð að leggja leið sína í kirkjuna rétt fyrir jól þar sem kórar kirkjunnar syngja inn anda hátíðanna. Um áratugaskeið hefur einstaklega öflugt tónlistarstarf innan Langholtskirkju verið leitt af Jóni Stefánssyni organista og kórstjóra en Jón glímir um þessar mundir við alvarleg veikindi. Árni Harðarson, skólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs, hefur tekið að sér að hlaupa í skarðið þessi jólin. Árni segir að allir þeir kórar sem Jón hafi verið að vinna með svo frábært starf á liðnum árum komi saman á þessum tónleikum, auk einsöngvara og hljóðfæraleikara svo þetta er heilmikið verk. „En það er alltaf mikil gleði og hátíðleiki yfir þessum tónleikum ár hvert. Einsöngvararnir sem verða með okkur að þessu sinni eru þau Benedikt Kristjánsson, Andri Björn Róbertsson og Ólöf Kolbrún Harðardóttir og að auki þá er Kolbrún Völkudóttir einsöngvari á táknmáli og ég held að við séum með einu jólatónleikana sem bjóða upp á slíka viðbót. Allir textar eru þýddir yfir á táknmál og þetta fyrirkomulag hefur verið við lýði í nokkur ár og mælst ákaflega vel fyrir, enda bætir þetta nýrri vídd við upplifunina.“ Árni Harðarson stjórnar Jólasöngvum Langholtskirkju í ár. Visir/Stefán Árni segir að hann sé í raun rétt að byrja að koma að þessu verkefni núna en auðvitað hafi kórarnir verið að vinna mikið að undanförnu. „Ég kem á þessum síðustu metrum til þess að samhæfa, klára að æfa prógrammið og stýra svo öllu saman. Þetta er mikið og flott starf sem er unnið þarna í kirkjunni og Jón hefur verið lífið og sálin í því. Hugur okkar allra er hjá Jóni um þessar mundir og ég er glaður að geta tekið þetta að mér fyrir hann. Jón er einn af okkar allra bestu kórstjórum og búinn að byggja upp tónlistarstarfið innan Langholtskirkju í yfir fimmtíu ár. Dagskráin er alltaf hefðbundin á þessum tónleikum, þar sem ákveðinn kjarni af dagskránni er á hverju ári, en svo kemur alltaf eitthvað nýtt í bland. Við erum með bæði íslensk og útlensk jólalög og dagskráin verður mjög fjölbreytt og hátíðleg.“ Mikill jólaandi ríkir á tónleikunum og geta fjölmargir gesta vart hugsað sér upphaf jólahátíðarinnar án þess að mæta á Jólasöngva svo það er um að gera fyrir fólk að fara að huga að því að tryggja sér miða. Í ár verða tónleikarnir þrennir, dagana 18.-20. desember. Þetta verða þrítugustu og áttundu Jólasöngvarnir við kertaljós og að vanda er boðið upp á rjúkandi jólasúkkulaði og piparkökur í hléi. Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Áratuga löng hefð er fyrir Jólasöngvum í Langholtskirkju og eiga fjölmargir sér þá hefð að leggja leið sína í kirkjuna rétt fyrir jól þar sem kórar kirkjunnar syngja inn anda hátíðanna. Um áratugaskeið hefur einstaklega öflugt tónlistarstarf innan Langholtskirkju verið leitt af Jóni Stefánssyni organista og kórstjóra en Jón glímir um þessar mundir við alvarleg veikindi. Árni Harðarson, skólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs, hefur tekið að sér að hlaupa í skarðið þessi jólin. Árni segir að allir þeir kórar sem Jón hafi verið að vinna með svo frábært starf á liðnum árum komi saman á þessum tónleikum, auk einsöngvara og hljóðfæraleikara svo þetta er heilmikið verk. „En það er alltaf mikil gleði og hátíðleiki yfir þessum tónleikum ár hvert. Einsöngvararnir sem verða með okkur að þessu sinni eru þau Benedikt Kristjánsson, Andri Björn Róbertsson og Ólöf Kolbrún Harðardóttir og að auki þá er Kolbrún Völkudóttir einsöngvari á táknmáli og ég held að við séum með einu jólatónleikana sem bjóða upp á slíka viðbót. Allir textar eru þýddir yfir á táknmál og þetta fyrirkomulag hefur verið við lýði í nokkur ár og mælst ákaflega vel fyrir, enda bætir þetta nýrri vídd við upplifunina.“ Árni Harðarson stjórnar Jólasöngvum Langholtskirkju í ár. Visir/Stefán Árni segir að hann sé í raun rétt að byrja að koma að þessu verkefni núna en auðvitað hafi kórarnir verið að vinna mikið að undanförnu. „Ég kem á þessum síðustu metrum til þess að samhæfa, klára að æfa prógrammið og stýra svo öllu saman. Þetta er mikið og flott starf sem er unnið þarna í kirkjunni og Jón hefur verið lífið og sálin í því. Hugur okkar allra er hjá Jóni um þessar mundir og ég er glaður að geta tekið þetta að mér fyrir hann. Jón er einn af okkar allra bestu kórstjórum og búinn að byggja upp tónlistarstarfið innan Langholtskirkju í yfir fimmtíu ár. Dagskráin er alltaf hefðbundin á þessum tónleikum, þar sem ákveðinn kjarni af dagskránni er á hverju ári, en svo kemur alltaf eitthvað nýtt í bland. Við erum með bæði íslensk og útlensk jólalög og dagskráin verður mjög fjölbreytt og hátíðleg.“ Mikill jólaandi ríkir á tónleikunum og geta fjölmargir gesta vart hugsað sér upphaf jólahátíðarinnar án þess að mæta á Jólasöngva svo það er um að gera fyrir fólk að fara að huga að því að tryggja sér miða. Í ár verða tónleikarnir þrennir, dagana 18.-20. desember. Þetta verða þrítugustu og áttundu Jólasöngvarnir við kertaljós og að vanda er boðið upp á rjúkandi jólasúkkulaði og piparkökur í hléi.
Menning Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira