Pútín opnar á nánara samstarf með Bandaríkjunum gegn ISIS Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2015 20:57 Putin og Hollande voru bara nokkuð sprækir á fundi sínum fyrr í kvöld. Vísir/Getty Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir að Rússar séu reiðubúnir til þess að starfa nánar með Bandaríkjunum og bandamönnum í baráttunni gegn Isis. Pútín og Francois Hollande Frakklandsforseti funduðu í Moskvu fyrr í kvöld. Forsetarnir sammældust um að samhæfa loftárásir sínar í Sýrlandi svo að komist yrði hjá því að loftárásir beindust að hópum gegn ISIS en því hefur verið haldið fram að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist ekki eingöngu að ISIS.Forsetarnir sammældust um að heryfirvöld og leyniþjónustur ríkjanna myndi samhæfa aðgerðir sínar í Sýrlandi og skiptast á mikilvægum upplýsingum. Í yfirlýsingu sem Hollande gaf frá sér eftir fundinn lagði hann áherslu á að Bashar al-Assad forseti Sýrlands yrði að víkja en um þetta voru Pútín og Hollande ekki sammála. Rússlandforseti hefur alla tíð haldið því fram að Assad sé mikilvægur hluti af framtíð Sýrlands. Sagði hann að íbúar Sýrlands þyrftu að eiga lokaorðið varðandi framtíð Assad og að sýrlenski herinn væri mikilvægur bandamaður í baráttunni gegn ISIS. Þrátt fyrir að lýsa yfir auknum samstarfsvilja við Bandaríkin gagnrýndi Pútín Bandaríkjamenn fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir að Tyrkir skutu niður rússneska herþotu á þriðjudaginn enda væru Tyrkir bandamenn Bandaríkjanna. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Leiðtogar vilja herða loftárásir og landamæraeftirlit David Cameron og Francois Hollande funduðu í morgun í París og segja að herða þurfi baráttuna gegn ISIS á öllum vígstöðvum. 23. nóvember 2015 10:15 Hollande kallar eftir hernaðaraðstoð frá ESB Vísar í áður ónotaða grein í stofnsáttmála ESB. Frakkar halda áfram loftárásum á Rakka. John Kerry segir stutt í að samið verði um vopnahlé í Sýrlandi. 18. nóvember 2015 07:00 Rússar herða loftárásir Rússar hafa undanfarna daga hert loftárásir sínar á það sem þeir kalla hryðjuverkatengd skotmörk í Sýrlandi. 21. nóvember 2015 11:33 Líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn ISIS Sérfræðingur í málefnum Rússlands og öryggismálum í Evrópu telur líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn Íslamska ríkinu, þrátt fyrir ágreining vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu, og deilna um framtíðarskipulag í Sýrlandi. 18. nóvember 2015 20:00 Vilja að öryggisráðið samþykki stríðsyfirlýsingu Frakkar hafa í bígerð að leggja fram ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um stríðsyfirlýsingu gegn hryðjuverkasamtökunum Isis. Dagblaðið breska The Independent greinir frá þessu. Árásirnar í París og sprenging rússnesku farþegaþotunnar yfir Sínaí skaga á dögunum hefur sameinað ríki Öryggisráðsins í andstöðunni við Isis og því er talið líklegt að ályktunin verði samþykkt. 20. nóvember 2015 07:52 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Vladimir Pútín Rússlandsforseti segir að Rússar séu reiðubúnir til þess að starfa nánar með Bandaríkjunum og bandamönnum í baráttunni gegn Isis. Pútín og Francois Hollande Frakklandsforseti funduðu í Moskvu fyrr í kvöld. Forsetarnir sammældust um að samhæfa loftárásir sínar í Sýrlandi svo að komist yrði hjá því að loftárásir beindust að hópum gegn ISIS en því hefur verið haldið fram að loftárásir Rússa í Sýrlandi beinist ekki eingöngu að ISIS.Forsetarnir sammældust um að heryfirvöld og leyniþjónustur ríkjanna myndi samhæfa aðgerðir sínar í Sýrlandi og skiptast á mikilvægum upplýsingum. Í yfirlýsingu sem Hollande gaf frá sér eftir fundinn lagði hann áherslu á að Bashar al-Assad forseti Sýrlands yrði að víkja en um þetta voru Pútín og Hollande ekki sammála. Rússlandforseti hefur alla tíð haldið því fram að Assad sé mikilvægur hluti af framtíð Sýrlands. Sagði hann að íbúar Sýrlands þyrftu að eiga lokaorðið varðandi framtíð Assad og að sýrlenski herinn væri mikilvægur bandamaður í baráttunni gegn ISIS. Þrátt fyrir að lýsa yfir auknum samstarfsvilja við Bandaríkin gagnrýndi Pútín Bandaríkjamenn fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir að Tyrkir skutu niður rússneska herþotu á þriðjudaginn enda væru Tyrkir bandamenn Bandaríkjanna.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Leiðtogar vilja herða loftárásir og landamæraeftirlit David Cameron og Francois Hollande funduðu í morgun í París og segja að herða þurfi baráttuna gegn ISIS á öllum vígstöðvum. 23. nóvember 2015 10:15 Hollande kallar eftir hernaðaraðstoð frá ESB Vísar í áður ónotaða grein í stofnsáttmála ESB. Frakkar halda áfram loftárásum á Rakka. John Kerry segir stutt í að samið verði um vopnahlé í Sýrlandi. 18. nóvember 2015 07:00 Rússar herða loftárásir Rússar hafa undanfarna daga hert loftárásir sínar á það sem þeir kalla hryðjuverkatengd skotmörk í Sýrlandi. 21. nóvember 2015 11:33 Líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn ISIS Sérfræðingur í málefnum Rússlands og öryggismálum í Evrópu telur líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn Íslamska ríkinu, þrátt fyrir ágreining vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu, og deilna um framtíðarskipulag í Sýrlandi. 18. nóvember 2015 20:00 Vilja að öryggisráðið samþykki stríðsyfirlýsingu Frakkar hafa í bígerð að leggja fram ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um stríðsyfirlýsingu gegn hryðjuverkasamtökunum Isis. Dagblaðið breska The Independent greinir frá þessu. Árásirnar í París og sprenging rússnesku farþegaþotunnar yfir Sínaí skaga á dögunum hefur sameinað ríki Öryggisráðsins í andstöðunni við Isis og því er talið líklegt að ályktunin verði samþykkt. 20. nóvember 2015 07:52 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Leiðtogar vilja herða loftárásir og landamæraeftirlit David Cameron og Francois Hollande funduðu í morgun í París og segja að herða þurfi baráttuna gegn ISIS á öllum vígstöðvum. 23. nóvember 2015 10:15
Hollande kallar eftir hernaðaraðstoð frá ESB Vísar í áður ónotaða grein í stofnsáttmála ESB. Frakkar halda áfram loftárásum á Rakka. John Kerry segir stutt í að samið verði um vopnahlé í Sýrlandi. 18. nóvember 2015 07:00
Rússar herða loftárásir Rússar hafa undanfarna daga hert loftárásir sínar á það sem þeir kalla hryðjuverkatengd skotmörk í Sýrlandi. 21. nóvember 2015 11:33
Líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn ISIS Sérfræðingur í málefnum Rússlands og öryggismálum í Evrópu telur líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn Íslamska ríkinu, þrátt fyrir ágreining vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu, og deilna um framtíðarskipulag í Sýrlandi. 18. nóvember 2015 20:00
Vilja að öryggisráðið samþykki stríðsyfirlýsingu Frakkar hafa í bígerð að leggja fram ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um stríðsyfirlýsingu gegn hryðjuverkasamtökunum Isis. Dagblaðið breska The Independent greinir frá þessu. Árásirnar í París og sprenging rússnesku farþegaþotunnar yfir Sínaí skaga á dögunum hefur sameinað ríki Öryggisráðsins í andstöðunni við Isis og því er talið líklegt að ályktunin verði samþykkt. 20. nóvember 2015 07:52