Samþykki er ekki flókið, segðu það með mér sigga dögg skrifar 27. nóvember 2015 11:00 Vísir/Getty "Oj svo reipsleiktu þeir okkur, það er sko viðbjóður og ég lenti í því þrisvar sama ballið,“ sagði unglingsstúlka mér. Ég sagðist koma af fjöllum og þurfa betri skýringu. „Það er svona þegar gaur bara tekur mann og kyssir mann bara og stingur á sér tungunni upp í mann og slefar upp í mann, svo þarf maður að ýta honum frá sér.“ Þetta er ekki í boði. „Einu sinni þegar ég var á bar þá tók gaur utan um píkuna á mér og hló. Sama kvöld hafði annar klipið í rassinn á mér og enn annar þóst rekast utan í brjóstin. Þetta var orðið frekar þreytandi en gaurinn hótaði að kæra mig fyrir líkamsárás þegar ég sló hann utan undir fyrir píkukáfið, hinu tók því ekki að svara eða bregðast sérstaklega við.“ Þetta er ekki í boði. „Æ, þetta var eiginlega mér að kenna, við vorum að kyssast og hann var alltaf að suða og sagðist vera að tryllast úr greddu og fyrst við vorum byrjuð þá er alveg eins gott að klára, ekki vildi ég að hann myndi enda með blue balls.“ Þetta er ekki í boði. Þín fullnæging er ekki á mína ábyrgð. Þú berð ábyrgð á þér. Minn líkami er ekki til fyrir þig að snerta. Strjúktu eigin líkama eða biddu mig um leyfi. Talaðu við mig. Horfðu á mig. Kæra fólk þessa samfélags, við þurfum að fara að tala um samskipti, tilfinningar, ást og kynlíf á alveg glænýjan hátt. Við þurfum að hætta að tala um samskipti kynjanna, við erum ekki ólíkar dýrategundir. Þú þarft ekki sérstakan mökunardans til að sýna rómantískan og/eða kynferðislegan áhuga á annarri manneskju, þú þarft að kynnast viðkomandi. Með hausinn í lagi. Það sem aðskilur okkur frá dýrunum er tungumálið, notum það. Segðu það sem þú meinar og meintu það sem þú segir. Talaðu við börnin þín, vini, maka, samstarfsfélaga, aldraða ættingja og fúlan frænda. Talaðu og talaðu og talaðu svo meira. Undirstaða samkenndar er samræður. Hvernig færðu samþykki? Jú, með samræðum! Þetta þarf að vera hávært og í raun ærandi. „Er allt í lagi? Finnst þér þetta gott? Má ég halda áfram?“ Hin heilaga þrenning samþykkis. Hvort sem það er snerting, sleikur eða samfarir – TALAÐU. Sem minnir mig á eitt, þið þarna frægu strákar, nenniði líka að tala og vera fyrirmyndir? Hvar er lagið hans Bubba eða Jóns Jónssonar eða Blaz Roca eða Högna eða ÚlfsÚlfs um samþykki, virðingu og samræður? Strákar, verið hluti af mikilvægri háværri breytingu sem á sér stað í samfélaginu. Sýniði stuðning, bæði í orði og á borði. Breyttu þinni hegðun, talaðu við drengi í kringum þig um sína hegðun og vertu fyrirmynd. Núverandi ástand er ekki í boði. Heilsa Tengdar fréttir Hey þú þarna með bumbuna! Nú er tími fyrir hugarfarsbreytingu og að við áttum okkur á því að líkamar eru allskonar og það sem meira er þá koma líkamar annara okkur ekki við. 18. september 2015 11:00 Ofurkraftur leystur úr læðingi Krafturinn sem býr í ungum stúlkum og konum fær Heklu til að gleypa þessa litlu eldtauma og biðjast afsökunar, þæru eru eldfjöll okkar lands. 20. nóvember 2015 10:30 Fitufordómar Fitufordómar keyra áfram herópið gegn offitu en hvað eru fitufordómar? 24. september 2015 11:00 Að kveikja á kynlífi Ég tek utan um hann, kyssi hann blíðlega, klíp aðeins í typpið hans, nudda smá punginn og býð honum góða nótt. 11. september 2015 11:00 Hvernig get ég notið munnmaka betur? Lesandi veltir því fyrir sér hvernig megi beina huganum að því að njóta í stað þess að hafa áhyggjur 13. nóvember 2015 14:30 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
"Oj svo reipsleiktu þeir okkur, það er sko viðbjóður og ég lenti í því þrisvar sama ballið,“ sagði unglingsstúlka mér. Ég sagðist koma af fjöllum og þurfa betri skýringu. „Það er svona þegar gaur bara tekur mann og kyssir mann bara og stingur á sér tungunni upp í mann og slefar upp í mann, svo þarf maður að ýta honum frá sér.“ Þetta er ekki í boði. „Einu sinni þegar ég var á bar þá tók gaur utan um píkuna á mér og hló. Sama kvöld hafði annar klipið í rassinn á mér og enn annar þóst rekast utan í brjóstin. Þetta var orðið frekar þreytandi en gaurinn hótaði að kæra mig fyrir líkamsárás þegar ég sló hann utan undir fyrir píkukáfið, hinu tók því ekki að svara eða bregðast sérstaklega við.“ Þetta er ekki í boði. „Æ, þetta var eiginlega mér að kenna, við vorum að kyssast og hann var alltaf að suða og sagðist vera að tryllast úr greddu og fyrst við vorum byrjuð þá er alveg eins gott að klára, ekki vildi ég að hann myndi enda með blue balls.“ Þetta er ekki í boði. Þín fullnæging er ekki á mína ábyrgð. Þú berð ábyrgð á þér. Minn líkami er ekki til fyrir þig að snerta. Strjúktu eigin líkama eða biddu mig um leyfi. Talaðu við mig. Horfðu á mig. Kæra fólk þessa samfélags, við þurfum að fara að tala um samskipti, tilfinningar, ást og kynlíf á alveg glænýjan hátt. Við þurfum að hætta að tala um samskipti kynjanna, við erum ekki ólíkar dýrategundir. Þú þarft ekki sérstakan mökunardans til að sýna rómantískan og/eða kynferðislegan áhuga á annarri manneskju, þú þarft að kynnast viðkomandi. Með hausinn í lagi. Það sem aðskilur okkur frá dýrunum er tungumálið, notum það. Segðu það sem þú meinar og meintu það sem þú segir. Talaðu við börnin þín, vini, maka, samstarfsfélaga, aldraða ættingja og fúlan frænda. Talaðu og talaðu og talaðu svo meira. Undirstaða samkenndar er samræður. Hvernig færðu samþykki? Jú, með samræðum! Þetta þarf að vera hávært og í raun ærandi. „Er allt í lagi? Finnst þér þetta gott? Má ég halda áfram?“ Hin heilaga þrenning samþykkis. Hvort sem það er snerting, sleikur eða samfarir – TALAÐU. Sem minnir mig á eitt, þið þarna frægu strákar, nenniði líka að tala og vera fyrirmyndir? Hvar er lagið hans Bubba eða Jóns Jónssonar eða Blaz Roca eða Högna eða ÚlfsÚlfs um samþykki, virðingu og samræður? Strákar, verið hluti af mikilvægri háværri breytingu sem á sér stað í samfélaginu. Sýniði stuðning, bæði í orði og á borði. Breyttu þinni hegðun, talaðu við drengi í kringum þig um sína hegðun og vertu fyrirmynd. Núverandi ástand er ekki í boði.
Heilsa Tengdar fréttir Hey þú þarna með bumbuna! Nú er tími fyrir hugarfarsbreytingu og að við áttum okkur á því að líkamar eru allskonar og það sem meira er þá koma líkamar annara okkur ekki við. 18. september 2015 11:00 Ofurkraftur leystur úr læðingi Krafturinn sem býr í ungum stúlkum og konum fær Heklu til að gleypa þessa litlu eldtauma og biðjast afsökunar, þæru eru eldfjöll okkar lands. 20. nóvember 2015 10:30 Fitufordómar Fitufordómar keyra áfram herópið gegn offitu en hvað eru fitufordómar? 24. september 2015 11:00 Að kveikja á kynlífi Ég tek utan um hann, kyssi hann blíðlega, klíp aðeins í typpið hans, nudda smá punginn og býð honum góða nótt. 11. september 2015 11:00 Hvernig get ég notið munnmaka betur? Lesandi veltir því fyrir sér hvernig megi beina huganum að því að njóta í stað þess að hafa áhyggjur 13. nóvember 2015 14:30 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Hey þú þarna með bumbuna! Nú er tími fyrir hugarfarsbreytingu og að við áttum okkur á því að líkamar eru allskonar og það sem meira er þá koma líkamar annara okkur ekki við. 18. september 2015 11:00
Ofurkraftur leystur úr læðingi Krafturinn sem býr í ungum stúlkum og konum fær Heklu til að gleypa þessa litlu eldtauma og biðjast afsökunar, þæru eru eldfjöll okkar lands. 20. nóvember 2015 10:30
Fitufordómar Fitufordómar keyra áfram herópið gegn offitu en hvað eru fitufordómar? 24. september 2015 11:00
Að kveikja á kynlífi Ég tek utan um hann, kyssi hann blíðlega, klíp aðeins í typpið hans, nudda smá punginn og býð honum góða nótt. 11. september 2015 11:00
Hvernig get ég notið munnmaka betur? Lesandi veltir því fyrir sér hvernig megi beina huganum að því að njóta í stað þess að hafa áhyggjur 13. nóvember 2015 14:30