Sport

Tveggja ára keppnisbann hjá UFC

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mirko "Cro Cop" Filipovic.
Mirko "Cro Cop" Filipovic. vísir/getty

UFC byrjaði með nýjar og hertari lyfjareglur síðasta sumar sem eru líklega með þeim ströngustu í íþróttum í dag.

UFC greiðir bandaríska lyfjaeftirlitinu hundruðir milljóna til þess að lyfjaprófa bardagakappana í UFC og UFC má ekkert skipta sér af málum. Þess utan eru refsingarnar harðari.

Nú er búið að dæma fyrsta kappann í bann eftir að reglurnar voru teknar upp. Það var Króatinn Mirko „Cro Cop" Filipovic sem var dæmdur fyrstur en hann fékk tveggja ára bann furir ólöglega lyfjanotkun.

Cro Cop tilkynnti að hann væri hættur skömmu áður en UFC greindi frá því að hefði fallið á lyfjaprófi.

Bardagakappinn hefur viðurkennt að hafa notað ólögleg efni til þess að flýta fyrir bata á axlarmeiðslum.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×