Lífið

Aldrei hafa fleiri keppt í Eurovision og munu gera á næsta ári

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Metárin 2008 og 2011 jöfnuð í Stokkhólmi á næsta ári þegar 43 þjóðir keppast um sigur í Eurovision.
Metárin 2008 og 2011 jöfnuð í Stokkhólmi á næsta ári þegar 43 þjóðir keppast um sigur í Eurovision. Vísir/EBU
Fjörutíu og þrjár þjóðir taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, eða Eurovision, í Stokkhólmi í maí næstkomandi. Aldrei hafa fleiri þjóðir tekið þátt í keppninni. Síðast tóku 43 þjóðir þátt árið 2011 en þá hafði það aðeins gerst einu sinni áður, árið 2008.

Úkraína snýr aftur eftir árs pásu og Bosnía og Hersegóvína, sem síðast sendu framlag árið 2012. Báðar þjóðir hafa alltaf komist áfram í úrslit keppninnar þegar þær hafa tekið þátt. Króatía og Búlgaría munu einnig taka þátt aftur eftir að hafa verið í pásu síðan árið 2013. 

Eins og áður hefur verið greint frá mun Ástralía senda fulltrúa að nýju í keppnina eftir að hafa endað í fimmta sæti á síðasta ári. Eurovision er einhverra hluta vegna afar vinsælt sjónvarpsefni í Ástralíu og fengu þeir því keppnisrétt á síðasta ári í tilefni 60 ára afmælis keppninnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×