Erlent

Árið 2015 verður það hlýjasta frá upphafi mælinga

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
El Nino og útblástur gróðurhúsalofttegunda hafa hækkað meðalhita á jörðinni.
El Nino og útblástur gróðurhúsalofttegunda hafa hækkað meðalhita á jörðinni. Vísir/Getty
Árið 2015 mun að öllum líkindum verða það hlýjasta í sögunni síðan mælingar hófust en gögn sem ná til loka október sýna að meðalhitastig síðustu 12 mánaða er talsvert hærra en yfir nokkurt annað tólf mánaða tímabil.

Bráðabirgðaniðurstöður frá Alþjóðaveðurfræðistofnunni gefa til kynna að meðalhiti ársins 2015 sé 0.76 gráðum hærri en meðalhiti áranna 1961-1990 og einni gráðu hærra en meðalhiti á tímabilinu 1880-1899.

Rannsakendur segja einnig að fimm ára tímabilið frá 2011 til 2015 hafi verið hlýjasta fimm ára tímabil síðan mælingar hófust.

Rekja má hækkunina til El Nino veðurafbrigðisins, sem hefur verið óvenju sterkt það sem af er ári, og útblásturs gróðurhúsaloftegunda sem náð hefur nýjum hæðum á árinu.

Þessar niðurstöður koma tímanlega því að í næstu viku fer fram í París hin Alþjóðlega loftlagsráðstefna þar sem markmiðið er að búa til lagalega bindandi þverþjóðlegt samkomulag til þess að ná tökum á loftslagsmálunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×