Kvenleikstjórar í útrýmingarhættu Birgir Olgeirsson skrifar 26. nóvember 2015 11:30 Frá málstofunni á Hilton Reykjavík Nordica í gær. Vísir Kvenleikstjórar eru í útrýmingarhættu ef marka má orð Margrétar Örnólfsdóttur, handritshöfundar og formanns félags leikskálda og handritshöfunda, sem var ein þeirra sem flutti erindi á málstofunni Kyn og kvikmyndir sem var haldin á Jafnréttisþingi á Hilton Reykjavík Nordica í gær. Margrét nefndi erindið sitt Erum við kynóð? sem kom svo sem hennar máli ekki mikið við, heldur notaði hún þann titil til að vekja athygli þeirra sem sóttu þingið, að eigin sögn. Margrét Örnólfsdóttir flutti erindið Erum við kynóð?Vísir Konur fyrirferðarmiklar á tíma þöglu myndanna Fór Margrét rúm hundrað ár aftur í tímann til að skoða stöðu kvenna í kvikmyndagerð í árdaga hennar. Þá var tími þöglu kvikmyndanna og voru konur fyrirferðarmiklar í bransanum. Konur voru þá leikstjórar, aðalframleiðendur, stjórnuðu kvikmyndaverum og voru hátt launaðar. Sem sagt mikið blómaskeið kvenna þar sem persónur kvenna í kvikmyndum voru margslungnar. Við innreið sjónvarpsins á sjötta áratug síðustu aldar fór að halla undan fæti hjá konum í kvikmyndagerð. Sagði Margrét að í sjónvarpi á þeim tíma hefðu kynímyndirnar verið mun fastmótaðri. Konurnar sýndar sem heimavinnandi húsmæður sem tóku, ásamt börnunum, fagnandi á móti karlinum þegar hann kom heim úr vinnu og lifnaði yfir öllu heimilinu.Konum fer fækkandi Færði Margrét sannfærandi rök fyrir því að kvenleikstjórar væru í útrýmingarhættu, sé miðað við hlutfall kvenna í leikstjórastólnum frá dögum þöglu myndanna og til dagsins í dag. Hlutfall kvenna í stóli leikstjóra 250 tekjuhæstu kvikmynda ársins 2014 var 6,8 prósent, sem er töluverð afturför frá þeim tíma þegar hlutur þeirra var sem mestur á tímum þöglu kvikmyndanna. Síðastliðin 17 ár hefur þessi tala lækkað um 2 prósent, það er að segja hlutfall kvenna í stóli leikstjóra 250 tekjuhæstu kvikmynda hvers árs.Fækkuðu með tilkomu stórmynda Leikstjórinn Þórhildur Þorleifsdóttir kom með þá tilgátu að minnkandi hlutfall kvenna í leikstjórnarstóli mætti rekja til þess tíma þegar svokallaðar stórmyndir (e. blockbusters) litu dagsins ljós, og átti þar við þegar tekjur af kvikmyndum jukust gífurlega þá hefði konum ekki verið treyst lengur fyrir kvikmyndum. Er kvikmyndin Jaws, sem kom út árið 1975, oft nefnd sem fyrsta stórmyndin (blockbuster). Vissulega voru myndir þar á undan sem þénuðu gífurlega mikið í miðasölu, kvikmyndir á borð við Gone With the Wind og Ben-Hur, en hugtakið varð til með Jaws. Sem sagt, kvikmyndir með háan framleiðslukostnað sem var dreift víða, en með fram þeim var einnig framleiddur varningur sem tengdist myndunum og treystu kvikmyndaverin á hagnað af þeim varningi. Daisy Ridley og Jennifer Lawrence fara með aðalhlutver í tveimur af stærstu myndum ársins 2015. Star Wars: The Force Awakens og The Hunger Games: Mockingjay - Part II.Vísir/Facebook/IMDb 12 prósent aðalsöguhetja konur Hlutur kvenna sem aðalsöguhetja kvikmynda er einnig rýr en samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var af rannsóknarmiðstöð um konur í sjónvarpi og kvikmyndum við San Diego-háskólann þá voru 12 prósent aðalsöguhetja tekjuhæstu kvikmynda ársins 2014 konur. Síðastliðin áratug hefur þessi tala farið lækkandi, nýjustu kannanir sýna að þetta hlutfall hefur lækkað um þrjú prósent frá árinu 2013 og fjögur prósent frá árinu 2002. Nefndi Margrét nokkrar þekktar mýtur um konur í kvikmyndum í þessu samhengi. Til dæmis að myndir um konur séu óarðbærari, strákar vilji ekki sjá myndir um stelpur, konur séu ekki fyndnar, (mýta sem Margréti finnst ekki einu sinni fyndin lengur), ef kona er í aðalhlutverki verður að vera rómantík í spilunum, konur gera kvennamyndir og konur ráða ekki við álagið, vantar úthald.Álag í vinnu ekki ástæða Hún sagði þá mýtu að konur ráði ekki við álagið eða vinnutímann sem fylgir kvikmyndagerð ekki halda vatni því ekki þurfi annað en að horfa til heilbrigðisgeirans til að sjá að konur eru fullfærar um að sinna vinnu sem fylgir mikið álag og langir vinnudagar. Þá sé ekki sami kynjahalli í tónlist eða leikhúsi, þar setji konur ekki vinnutíma né álaga fyrir sig. Sem handritshöfundur sagðist hún oft hafa mætt því viðhorfi, þegar hún kynnir verkefni sem hún er með í huga, að fólki sé alveg útilokað að ímynda sér konur í öðru samhengi en að þær séu að glíma við einhverskonar ástarmál. Þær ýmist að glíma við sambandsslit eða láta sig dreyma um samband. Hilmar Oddsson, leikstjóri og rektor Kvikmyndaskóla Íslands.Vísir Næstur til leiks var leikstjórinn og rektor Kvikmyndaskóla Íslands Hilmar Oddsson sem nefndi sitt erindi: Konur og kvikmyndanám. Hann sagði það vera stefnu skólans að fjölga konum, bæði sem kennara og nemendur. Hlutfall kvenna sem kennara við skólann frá árinu 2010 hefur verið um 30 prósent en vor vorum um 56 kennarar við skólann og konur 35 prósent af þeim. „Þetta er ekki talan eins og ég vil sjá hana,“ sagði Hilmar sem sagði hins vegar erfitt að manna í allar kennarastöður þannig að hlutfall kynjanna sé jafnt. Við upphaf hvers skólaárs beinir hann því til deildarstjóra og annarra að ráða konur í kennara starf og jafnvel frekar en karla. Sagði Hilmar það vera alkunnu að jákvæð mismunun geti verið nauðsynleg þar til hlutirnir nái eðlilegu jafnvægi. Þegar kemur að nemendum sagði hann 86 nemendur hafa hafið nám í haust en í vor voru þeir 90. Um 25 prósent þeirra nemenda voru konur. Skúli Malmquist, stofnandi og einn af eigendum Zik Zak kvikmynda.Vísir Bechdel-prófið og kynjasnúningur Þriðja erindið hélt Skúli Malmquist, stofnandi og eigandi Zik Zak kvikmynda. Hann sagði stöðu kvenna í kvikmyndum ekki góða, karlar taka miklu meira pláss á skjánum og það þyrfti að bregðast við því. Nefndi hann til sögunnar Bechdel-prófið sem er nefnt eftir bandaríska myndasagnahöfundinum Alison Bechdel. Prófið birtist fyrst í myndasögunni Dykes to Watch Out For sem kom út árið 1985 en Bechdel sagði hugmyndina komna frá vinkonu sinni Liz Wallace og skrifum rithöfundarins Virginiu Woolf. Til að standast Bechdel-prófið þarf kvikmynd að innihalda: 1. Að minnsta kosti tvær konur 2. Sem tala við hvor aðra 3. Um eitthvað annað en karlmann. Á meðal þekktra kvikmynda sem hafa fallið á þessu prófi eru myndir á borð við The Social Network, Harry Potter and the Deathly Hallows: Part II, Avatar, upprunalegi Star Wars þríleikurinn, (Episode IV, V og VI), Hringadróttinsþríleikurinn, Tomb Raider, Toy Story og Shrek. Skúli sagði eðlilegt að spyrja hvort þetta skipti máli, hvort helmingur mannkyns geti speglað sig í því efni sem fyrir er? Hann sagði nauðsynlegt að konur hafi tækifæri á að koma sögum sínum á framfæri og nauðsynlegt væri fyrir þá sem starfa í þessum geira að átta sig á því að vitundarvakning væri tímabær.Svört kona „leikur“ hvítan karlmann Nefndi hann til sögunnar orð leikkonunnar Geenu Davis sem hélt erindi á ráðstefnu í Hörpu í sumar í tilefni af því að hundrað ár voru frá því konur fengu kosningarétt á Íslandi. Mælti Geena með því að þeir sem starfa við kvikmyndagerð ættu að prófa að breyta nöfnum þeirra persóna í þeim verkefnum sem þeir eru með í þróun í kvenmannsnöfn. Skúli sagði að einnig mætti breyta kynjahlutverkum í verkefnum og nefndi sem dæmi bandarísku sjónvarpsþáttaröðina The Shield. CCH Pounder í The Shield Þar lék leikkonan CCH Pounder lögreglukonuna Claudette Wyms en karakterinn var upprunalega skrifaður sem hvítur karlmaður. Pounder mætti í áheyrnaprufu fyrir þáttinn og vildi fá reyna við hlutverk Wyms. Henni var bent á að það væru einhver mistök því karakterinn væri karlmaður. Pounder lét sér ekki segjast og krafðist þess að fá að lesa þennan karakter og stóð sig svo vel að hún hreppti hlutverkið. Það merkilega við þetta allt saman var að ekki þurfti að breyta því sem Wyms sagði í handritinu þó svo að kvenmaður færi með hlutverkið. Þá sagði Skúli einnig frá gerð Óskarverðlaunamyndarinnar Gravity eftir leikstjórann Alfonso Cuarón . Var leikstjórinn gagnrýndur fyrir að ætla að hafa aðalsöguhetjuna, vísindamanninn Ryan Stone, konu og að það yrði ekki líklegt til vinsælda. Cuarón hélt sig við þá ákvörðun og þekkja margir restina af þeirri sögu. Myndin þénaði um 300 milljónir dollara í miðasölu og hlaut 7 Óskarsverðlaun. Skúli sagði að það væri með ólíkindum hvers vegna ekki væru framleiddar fleiri kvendrifnar myndir þar sem sýnt hefði verið fram á að þær eru á meðal tekjuhæsta mynda í heimi. Sjá hér. Ágústa Eva Erlendsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson munu fara með stór hlutverk í myndinni Ég man þig sem gerist meðal annarrs á Hesteyri.Vísir/Stefán/Valli/Pjetur Leita leiða til að rétta hlut kvenna Innan Zik Zak kvikmynda sé leitað leiða til að rétta hlut kvenna. Nefndi Skúli að hjá fyrirtækinu væru fjögur verkefni í framleiðslu og í þremur þeirra væru konur leikstjórar, þar á meðal Ísold Uggadóttir með myndina Andið eðlilega og Sólveig Anspach með myndina The Aquatic Effect.Sjá einnig: Ísold hlýtur styrk upp á 80 milljónir króna Þá væri einnig í framleiðslu kvikmyndin Ég man þig sem byggð er á samnefndri skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur. Leikstjóri myndarinnar er Óskar Þór Axelsson en Skúli sagði að þegar myndin var í undirbúningi hefðu þeir skoðað alla karaktera sögunnar og reynt að finna út hvað væri hægt að bæta. Ég man þig segir frá ungu fólki, sem Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir leika, sem fer til Hesteyrar í Jökulfjörðum um miðjan vetur til að gera upp hús en fer að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi. Á sama tíma dregst ungur læknir á Ísafirði inn í rannsókn á sjálfsmorði eldri konu.Breyttu persónu í Ég man þig Nefndi Skúli þriðja hjólið í „Hesteyrarsögu“ myndarinnar. Sú persóna var nokkuð stöðluð kvenpersóna en aðstandendur myndarinnar hafi ákveðið að gera hana að þeirri persónu myndarinnar sem er með sigg á höndunum og getur komið gamalli rafstöð af stað. Sagði Skúli slíka kvenpersónu vera töluvert áhugaverðari persónu en innanhússhönnuð með púðluhund á eyðibýli á Vestfjörðum. Varðandi það viðhorf að þeir sem búa yfir fjármagninu sé hræddari við að veðja á kvenleikstjóra sagði hann það ekki vera sína upplifun. Hann sagði auðveldara að eiga samræður við fjárfesta um kvenleikstjóra en karlleikstjóra en nefndi að erfiðasti hjallinn væri ávallt að fjármagna fyrstu mynd leikstjóra. Þar skipti miklu að búa yfir efni sem sýnir að leikstjórinn sé þess verður og geti vandaðar stuttmyndir hjálpað þar til.Meiri áhugi á kvennaverkefnum Fjölmargar fyrirspurnir bárust úr sal að loknum erindunum og var spurt hvernig væri hægt að vinna úr þessum vanda. Ýmislegt var rætt en þó vöktu orð Margrétar Örnólfsdóttur athygli þegar hún sagðist finna fyrir viðhorfsbreytingu í samfélaginu sem varðar kvikmyndaverkefni þar sem konur eru í forgrunni. Margrét sagðist ekki vera með eitt einfalt svar við því hvers vegna svo væri, hvort myndir með konum væru einfaldlega í tísku í dag. Hún sagði það ekki skipta máli, það væri sama hvaðan gott kemur og jákvætt ef þetta væri andinn í samfélaginu í dag. Þá voru nefndir til sögunnar skandinavísku sjónvarpsþættirnir á borð Brúna, Glæpinn og Höllina þar sem aðalsöguhetjurnar eru konur. Þótti þetta vera jákvætt merki um aukinn hlut kvenna en var þó minnt á að konurnar í þessum þáttum væru mjög karlægar. Konur mættu einnig búa yfir kvenlegum ímyndum í sjónvarpi og kvikmyndum. Þær ættu einnig að vera mæður og fegurðardrottningar og geta sagt „fokk jú“, eins og það var orðað á málstofunni. Edda Björgvinsdóttir tók til máls.Vísir Kona aldrei leikstýrt skaupinu tvisvar í röð Síðust til máls tók Edda Björgvinsdóttir sem var ekki með fyrirspurn heldur með staðreynd sem hópurinn sem sótti málstofuna mætti íhuga. Nefndi hún til sögunnar áramótaskaup Ríkisútvarpsins sem Edda sagði vera feitan bita fyrir leikstjóra. Var Edda hluti af kvennaskaupinu svokallaða frá árinu 1984 sem Guðný Halldórsdóttir leikstýrði og voru bara konur í handritsteyminu. 30 árum síðar, árið 2014, hefði það verið endurtekið. Sagði Edda að sér hefði þótt það sérkennilegt hversu mikla athygli það hefði fengið að bara konur kæmu að handritsgerð og leikstjórn skaupsins það ár, og að það væri til marks um hversu lítið hefði áorkast í baráttu kvenna í kvikmyndagerð á þessum þrjátíu árum. Sagði hún það aldrei hafa gerst að konur fengju að endurtaka leikinn, leikstýra tveimur skaupum í röð, en það ætti við um karlana, sem sumir hefðu jafnvel fengið að leikstýra þremur skaupum í röð. Menning Tengdar fréttir Konur í kvikmyndagerð Umræða um stöðu og þátt kvenna í kvikmyndagerð hefur verið þó nokkur síðustu misserin. Það er þakkarvert hve konur sem starfa við kvikmyndagerð hafa verið ötular við að benda á það ójafnvægi sem ríkir þegar kemur að hlut kvenna. 24. september 2015 08:00 Kvikmyndasjóður er fjárfestingarsjóður Kvikmyndahátíðin Stockfish hefst í dag og Guðrún Edda Þórhannesdóttir framleiðandi segir að á hátíðinni sé að finna allt það besta sem evrópsk kvikmyndagerð hefur að bjóða auk þess að auðga tengslanet íslenskra kvikmyndagerðarmanna svo um munar. 19. febrúar 2015 12:00 Ocean's Eleven verður endurgerð með konum Sandra Bullock verður í aðalhlutverki í nýrri útgáfu af Ocean's Eleven. 30. október 2015 14:23 Er kynjakvóti í kvikmyndagerð svarið? 8. ágúst 2015 11:00 Kynjakvótar í kvikmyndagerð Friðrik Þór óttast að illa fari í hinum viðkvæma bíóbransa ef kynjaðar forsendur eiga að ráða för; kynjakvótakrafan er sett fram á fölskum forsendum. 25. febrúar 2015 10:46 Segir sjálffílun karlanna ósýnilegan kynjakvóta Elsa María Jakobsdóttir er ákveðin kona sem með einlægu augnaráði dregur upp úr öllum sem á vegi hennar verða þeirra hjartans mál. 7. ágúst 2015 14:00 Ráðherra segir rök Balta sannfærandi Menntamálaráðherra segir hugmyndir Baltasars um tímabundinn kynjakvóta í úthlutunum frá kvikmyndasjóði skynsamlegar. 25. júlí 2015 08:00 Uppistand um konur í kvikmyndum Í kvöld verður uppistand um konur í kvikmyndum þar sem þær Snjólaug Lúðvíksdóttir og Edda Björgvinsdóttir koma fram ásamt góðum félagsskap. 1. október 2015 10:30 Vantar sterkari kvenpersónur: Fyrirmyndirnar mega alveg vera óþekkar Geena Davis hefur lengi barist fyrir jafnara kynjahlutfalli í kvikmyndum og sjónvarpsefni. Eingöngu 17% persóna í barnaefni eru kvenkyns. Geena segir það hafa áhrif á sjálfsmynd stúlkna enda læri þær fljótt að taka ekki sinn skerf af plássinu. 20. júní 2015 09:00 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Kvenleikstjórar eru í útrýmingarhættu ef marka má orð Margrétar Örnólfsdóttur, handritshöfundar og formanns félags leikskálda og handritshöfunda, sem var ein þeirra sem flutti erindi á málstofunni Kyn og kvikmyndir sem var haldin á Jafnréttisþingi á Hilton Reykjavík Nordica í gær. Margrét nefndi erindið sitt Erum við kynóð? sem kom svo sem hennar máli ekki mikið við, heldur notaði hún þann titil til að vekja athygli þeirra sem sóttu þingið, að eigin sögn. Margrét Örnólfsdóttir flutti erindið Erum við kynóð?Vísir Konur fyrirferðarmiklar á tíma þöglu myndanna Fór Margrét rúm hundrað ár aftur í tímann til að skoða stöðu kvenna í kvikmyndagerð í árdaga hennar. Þá var tími þöglu kvikmyndanna og voru konur fyrirferðarmiklar í bransanum. Konur voru þá leikstjórar, aðalframleiðendur, stjórnuðu kvikmyndaverum og voru hátt launaðar. Sem sagt mikið blómaskeið kvenna þar sem persónur kvenna í kvikmyndum voru margslungnar. Við innreið sjónvarpsins á sjötta áratug síðustu aldar fór að halla undan fæti hjá konum í kvikmyndagerð. Sagði Margrét að í sjónvarpi á þeim tíma hefðu kynímyndirnar verið mun fastmótaðri. Konurnar sýndar sem heimavinnandi húsmæður sem tóku, ásamt börnunum, fagnandi á móti karlinum þegar hann kom heim úr vinnu og lifnaði yfir öllu heimilinu.Konum fer fækkandi Færði Margrét sannfærandi rök fyrir því að kvenleikstjórar væru í útrýmingarhættu, sé miðað við hlutfall kvenna í leikstjórastólnum frá dögum þöglu myndanna og til dagsins í dag. Hlutfall kvenna í stóli leikstjóra 250 tekjuhæstu kvikmynda ársins 2014 var 6,8 prósent, sem er töluverð afturför frá þeim tíma þegar hlutur þeirra var sem mestur á tímum þöglu kvikmyndanna. Síðastliðin 17 ár hefur þessi tala lækkað um 2 prósent, það er að segja hlutfall kvenna í stóli leikstjóra 250 tekjuhæstu kvikmynda hvers árs.Fækkuðu með tilkomu stórmynda Leikstjórinn Þórhildur Þorleifsdóttir kom með þá tilgátu að minnkandi hlutfall kvenna í leikstjórnarstóli mætti rekja til þess tíma þegar svokallaðar stórmyndir (e. blockbusters) litu dagsins ljós, og átti þar við þegar tekjur af kvikmyndum jukust gífurlega þá hefði konum ekki verið treyst lengur fyrir kvikmyndum. Er kvikmyndin Jaws, sem kom út árið 1975, oft nefnd sem fyrsta stórmyndin (blockbuster). Vissulega voru myndir þar á undan sem þénuðu gífurlega mikið í miðasölu, kvikmyndir á borð við Gone With the Wind og Ben-Hur, en hugtakið varð til með Jaws. Sem sagt, kvikmyndir með háan framleiðslukostnað sem var dreift víða, en með fram þeim var einnig framleiddur varningur sem tengdist myndunum og treystu kvikmyndaverin á hagnað af þeim varningi. Daisy Ridley og Jennifer Lawrence fara með aðalhlutver í tveimur af stærstu myndum ársins 2015. Star Wars: The Force Awakens og The Hunger Games: Mockingjay - Part II.Vísir/Facebook/IMDb 12 prósent aðalsöguhetja konur Hlutur kvenna sem aðalsöguhetja kvikmynda er einnig rýr en samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var af rannsóknarmiðstöð um konur í sjónvarpi og kvikmyndum við San Diego-háskólann þá voru 12 prósent aðalsöguhetja tekjuhæstu kvikmynda ársins 2014 konur. Síðastliðin áratug hefur þessi tala farið lækkandi, nýjustu kannanir sýna að þetta hlutfall hefur lækkað um þrjú prósent frá árinu 2013 og fjögur prósent frá árinu 2002. Nefndi Margrét nokkrar þekktar mýtur um konur í kvikmyndum í þessu samhengi. Til dæmis að myndir um konur séu óarðbærari, strákar vilji ekki sjá myndir um stelpur, konur séu ekki fyndnar, (mýta sem Margréti finnst ekki einu sinni fyndin lengur), ef kona er í aðalhlutverki verður að vera rómantík í spilunum, konur gera kvennamyndir og konur ráða ekki við álagið, vantar úthald.Álag í vinnu ekki ástæða Hún sagði þá mýtu að konur ráði ekki við álagið eða vinnutímann sem fylgir kvikmyndagerð ekki halda vatni því ekki þurfi annað en að horfa til heilbrigðisgeirans til að sjá að konur eru fullfærar um að sinna vinnu sem fylgir mikið álag og langir vinnudagar. Þá sé ekki sami kynjahalli í tónlist eða leikhúsi, þar setji konur ekki vinnutíma né álaga fyrir sig. Sem handritshöfundur sagðist hún oft hafa mætt því viðhorfi, þegar hún kynnir verkefni sem hún er með í huga, að fólki sé alveg útilokað að ímynda sér konur í öðru samhengi en að þær séu að glíma við einhverskonar ástarmál. Þær ýmist að glíma við sambandsslit eða láta sig dreyma um samband. Hilmar Oddsson, leikstjóri og rektor Kvikmyndaskóla Íslands.Vísir Næstur til leiks var leikstjórinn og rektor Kvikmyndaskóla Íslands Hilmar Oddsson sem nefndi sitt erindi: Konur og kvikmyndanám. Hann sagði það vera stefnu skólans að fjölga konum, bæði sem kennara og nemendur. Hlutfall kvenna sem kennara við skólann frá árinu 2010 hefur verið um 30 prósent en vor vorum um 56 kennarar við skólann og konur 35 prósent af þeim. „Þetta er ekki talan eins og ég vil sjá hana,“ sagði Hilmar sem sagði hins vegar erfitt að manna í allar kennarastöður þannig að hlutfall kynjanna sé jafnt. Við upphaf hvers skólaárs beinir hann því til deildarstjóra og annarra að ráða konur í kennara starf og jafnvel frekar en karla. Sagði Hilmar það vera alkunnu að jákvæð mismunun geti verið nauðsynleg þar til hlutirnir nái eðlilegu jafnvægi. Þegar kemur að nemendum sagði hann 86 nemendur hafa hafið nám í haust en í vor voru þeir 90. Um 25 prósent þeirra nemenda voru konur. Skúli Malmquist, stofnandi og einn af eigendum Zik Zak kvikmynda.Vísir Bechdel-prófið og kynjasnúningur Þriðja erindið hélt Skúli Malmquist, stofnandi og eigandi Zik Zak kvikmynda. Hann sagði stöðu kvenna í kvikmyndum ekki góða, karlar taka miklu meira pláss á skjánum og það þyrfti að bregðast við því. Nefndi hann til sögunnar Bechdel-prófið sem er nefnt eftir bandaríska myndasagnahöfundinum Alison Bechdel. Prófið birtist fyrst í myndasögunni Dykes to Watch Out For sem kom út árið 1985 en Bechdel sagði hugmyndina komna frá vinkonu sinni Liz Wallace og skrifum rithöfundarins Virginiu Woolf. Til að standast Bechdel-prófið þarf kvikmynd að innihalda: 1. Að minnsta kosti tvær konur 2. Sem tala við hvor aðra 3. Um eitthvað annað en karlmann. Á meðal þekktra kvikmynda sem hafa fallið á þessu prófi eru myndir á borð við The Social Network, Harry Potter and the Deathly Hallows: Part II, Avatar, upprunalegi Star Wars þríleikurinn, (Episode IV, V og VI), Hringadróttinsþríleikurinn, Tomb Raider, Toy Story og Shrek. Skúli sagði eðlilegt að spyrja hvort þetta skipti máli, hvort helmingur mannkyns geti speglað sig í því efni sem fyrir er? Hann sagði nauðsynlegt að konur hafi tækifæri á að koma sögum sínum á framfæri og nauðsynlegt væri fyrir þá sem starfa í þessum geira að átta sig á því að vitundarvakning væri tímabær.Svört kona „leikur“ hvítan karlmann Nefndi hann til sögunnar orð leikkonunnar Geenu Davis sem hélt erindi á ráðstefnu í Hörpu í sumar í tilefni af því að hundrað ár voru frá því konur fengu kosningarétt á Íslandi. Mælti Geena með því að þeir sem starfa við kvikmyndagerð ættu að prófa að breyta nöfnum þeirra persóna í þeim verkefnum sem þeir eru með í þróun í kvenmannsnöfn. Skúli sagði að einnig mætti breyta kynjahlutverkum í verkefnum og nefndi sem dæmi bandarísku sjónvarpsþáttaröðina The Shield. CCH Pounder í The Shield Þar lék leikkonan CCH Pounder lögreglukonuna Claudette Wyms en karakterinn var upprunalega skrifaður sem hvítur karlmaður. Pounder mætti í áheyrnaprufu fyrir þáttinn og vildi fá reyna við hlutverk Wyms. Henni var bent á að það væru einhver mistök því karakterinn væri karlmaður. Pounder lét sér ekki segjast og krafðist þess að fá að lesa þennan karakter og stóð sig svo vel að hún hreppti hlutverkið. Það merkilega við þetta allt saman var að ekki þurfti að breyta því sem Wyms sagði í handritinu þó svo að kvenmaður færi með hlutverkið. Þá sagði Skúli einnig frá gerð Óskarverðlaunamyndarinnar Gravity eftir leikstjórann Alfonso Cuarón . Var leikstjórinn gagnrýndur fyrir að ætla að hafa aðalsöguhetjuna, vísindamanninn Ryan Stone, konu og að það yrði ekki líklegt til vinsælda. Cuarón hélt sig við þá ákvörðun og þekkja margir restina af þeirri sögu. Myndin þénaði um 300 milljónir dollara í miðasölu og hlaut 7 Óskarsverðlaun. Skúli sagði að það væri með ólíkindum hvers vegna ekki væru framleiddar fleiri kvendrifnar myndir þar sem sýnt hefði verið fram á að þær eru á meðal tekjuhæsta mynda í heimi. Sjá hér. Ágústa Eva Erlendsdóttir og Þorvaldur Davíð Kristjánsson munu fara með stór hlutverk í myndinni Ég man þig sem gerist meðal annarrs á Hesteyri.Vísir/Stefán/Valli/Pjetur Leita leiða til að rétta hlut kvenna Innan Zik Zak kvikmynda sé leitað leiða til að rétta hlut kvenna. Nefndi Skúli að hjá fyrirtækinu væru fjögur verkefni í framleiðslu og í þremur þeirra væru konur leikstjórar, þar á meðal Ísold Uggadóttir með myndina Andið eðlilega og Sólveig Anspach með myndina The Aquatic Effect.Sjá einnig: Ísold hlýtur styrk upp á 80 milljónir króna Þá væri einnig í framleiðslu kvikmyndin Ég man þig sem byggð er á samnefndri skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur. Leikstjóri myndarinnar er Óskar Þór Axelsson en Skúli sagði að þegar myndin var í undirbúningi hefðu þeir skoðað alla karaktera sögunnar og reynt að finna út hvað væri hægt að bæta. Ég man þig segir frá ungu fólki, sem Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir leika, sem fer til Hesteyrar í Jökulfjörðum um miðjan vetur til að gera upp hús en fer að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi. Á sama tíma dregst ungur læknir á Ísafirði inn í rannsókn á sjálfsmorði eldri konu.Breyttu persónu í Ég man þig Nefndi Skúli þriðja hjólið í „Hesteyrarsögu“ myndarinnar. Sú persóna var nokkuð stöðluð kvenpersóna en aðstandendur myndarinnar hafi ákveðið að gera hana að þeirri persónu myndarinnar sem er með sigg á höndunum og getur komið gamalli rafstöð af stað. Sagði Skúli slíka kvenpersónu vera töluvert áhugaverðari persónu en innanhússhönnuð með púðluhund á eyðibýli á Vestfjörðum. Varðandi það viðhorf að þeir sem búa yfir fjármagninu sé hræddari við að veðja á kvenleikstjóra sagði hann það ekki vera sína upplifun. Hann sagði auðveldara að eiga samræður við fjárfesta um kvenleikstjóra en karlleikstjóra en nefndi að erfiðasti hjallinn væri ávallt að fjármagna fyrstu mynd leikstjóra. Þar skipti miklu að búa yfir efni sem sýnir að leikstjórinn sé þess verður og geti vandaðar stuttmyndir hjálpað þar til.Meiri áhugi á kvennaverkefnum Fjölmargar fyrirspurnir bárust úr sal að loknum erindunum og var spurt hvernig væri hægt að vinna úr þessum vanda. Ýmislegt var rætt en þó vöktu orð Margrétar Örnólfsdóttur athygli þegar hún sagðist finna fyrir viðhorfsbreytingu í samfélaginu sem varðar kvikmyndaverkefni þar sem konur eru í forgrunni. Margrét sagðist ekki vera með eitt einfalt svar við því hvers vegna svo væri, hvort myndir með konum væru einfaldlega í tísku í dag. Hún sagði það ekki skipta máli, það væri sama hvaðan gott kemur og jákvætt ef þetta væri andinn í samfélaginu í dag. Þá voru nefndir til sögunnar skandinavísku sjónvarpsþættirnir á borð Brúna, Glæpinn og Höllina þar sem aðalsöguhetjurnar eru konur. Þótti þetta vera jákvætt merki um aukinn hlut kvenna en var þó minnt á að konurnar í þessum þáttum væru mjög karlægar. Konur mættu einnig búa yfir kvenlegum ímyndum í sjónvarpi og kvikmyndum. Þær ættu einnig að vera mæður og fegurðardrottningar og geta sagt „fokk jú“, eins og það var orðað á málstofunni. Edda Björgvinsdóttir tók til máls.Vísir Kona aldrei leikstýrt skaupinu tvisvar í röð Síðust til máls tók Edda Björgvinsdóttir sem var ekki með fyrirspurn heldur með staðreynd sem hópurinn sem sótti málstofuna mætti íhuga. Nefndi hún til sögunnar áramótaskaup Ríkisútvarpsins sem Edda sagði vera feitan bita fyrir leikstjóra. Var Edda hluti af kvennaskaupinu svokallaða frá árinu 1984 sem Guðný Halldórsdóttir leikstýrði og voru bara konur í handritsteyminu. 30 árum síðar, árið 2014, hefði það verið endurtekið. Sagði Edda að sér hefði þótt það sérkennilegt hversu mikla athygli það hefði fengið að bara konur kæmu að handritsgerð og leikstjórn skaupsins það ár, og að það væri til marks um hversu lítið hefði áorkast í baráttu kvenna í kvikmyndagerð á þessum þrjátíu árum. Sagði hún það aldrei hafa gerst að konur fengju að endurtaka leikinn, leikstýra tveimur skaupum í röð, en það ætti við um karlana, sem sumir hefðu jafnvel fengið að leikstýra þremur skaupum í röð.
Menning Tengdar fréttir Konur í kvikmyndagerð Umræða um stöðu og þátt kvenna í kvikmyndagerð hefur verið þó nokkur síðustu misserin. Það er þakkarvert hve konur sem starfa við kvikmyndagerð hafa verið ötular við að benda á það ójafnvægi sem ríkir þegar kemur að hlut kvenna. 24. september 2015 08:00 Kvikmyndasjóður er fjárfestingarsjóður Kvikmyndahátíðin Stockfish hefst í dag og Guðrún Edda Þórhannesdóttir framleiðandi segir að á hátíðinni sé að finna allt það besta sem evrópsk kvikmyndagerð hefur að bjóða auk þess að auðga tengslanet íslenskra kvikmyndagerðarmanna svo um munar. 19. febrúar 2015 12:00 Ocean's Eleven verður endurgerð með konum Sandra Bullock verður í aðalhlutverki í nýrri útgáfu af Ocean's Eleven. 30. október 2015 14:23 Er kynjakvóti í kvikmyndagerð svarið? 8. ágúst 2015 11:00 Kynjakvótar í kvikmyndagerð Friðrik Þór óttast að illa fari í hinum viðkvæma bíóbransa ef kynjaðar forsendur eiga að ráða för; kynjakvótakrafan er sett fram á fölskum forsendum. 25. febrúar 2015 10:46 Segir sjálffílun karlanna ósýnilegan kynjakvóta Elsa María Jakobsdóttir er ákveðin kona sem með einlægu augnaráði dregur upp úr öllum sem á vegi hennar verða þeirra hjartans mál. 7. ágúst 2015 14:00 Ráðherra segir rök Balta sannfærandi Menntamálaráðherra segir hugmyndir Baltasars um tímabundinn kynjakvóta í úthlutunum frá kvikmyndasjóði skynsamlegar. 25. júlí 2015 08:00 Uppistand um konur í kvikmyndum Í kvöld verður uppistand um konur í kvikmyndum þar sem þær Snjólaug Lúðvíksdóttir og Edda Björgvinsdóttir koma fram ásamt góðum félagsskap. 1. október 2015 10:30 Vantar sterkari kvenpersónur: Fyrirmyndirnar mega alveg vera óþekkar Geena Davis hefur lengi barist fyrir jafnara kynjahlutfalli í kvikmyndum og sjónvarpsefni. Eingöngu 17% persóna í barnaefni eru kvenkyns. Geena segir það hafa áhrif á sjálfsmynd stúlkna enda læri þær fljótt að taka ekki sinn skerf af plássinu. 20. júní 2015 09:00 Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Konur í kvikmyndagerð Umræða um stöðu og þátt kvenna í kvikmyndagerð hefur verið þó nokkur síðustu misserin. Það er þakkarvert hve konur sem starfa við kvikmyndagerð hafa verið ötular við að benda á það ójafnvægi sem ríkir þegar kemur að hlut kvenna. 24. september 2015 08:00
Kvikmyndasjóður er fjárfestingarsjóður Kvikmyndahátíðin Stockfish hefst í dag og Guðrún Edda Þórhannesdóttir framleiðandi segir að á hátíðinni sé að finna allt það besta sem evrópsk kvikmyndagerð hefur að bjóða auk þess að auðga tengslanet íslenskra kvikmyndagerðarmanna svo um munar. 19. febrúar 2015 12:00
Ocean's Eleven verður endurgerð með konum Sandra Bullock verður í aðalhlutverki í nýrri útgáfu af Ocean's Eleven. 30. október 2015 14:23
Kynjakvótar í kvikmyndagerð Friðrik Þór óttast að illa fari í hinum viðkvæma bíóbransa ef kynjaðar forsendur eiga að ráða för; kynjakvótakrafan er sett fram á fölskum forsendum. 25. febrúar 2015 10:46
Segir sjálffílun karlanna ósýnilegan kynjakvóta Elsa María Jakobsdóttir er ákveðin kona sem með einlægu augnaráði dregur upp úr öllum sem á vegi hennar verða þeirra hjartans mál. 7. ágúst 2015 14:00
Ráðherra segir rök Balta sannfærandi Menntamálaráðherra segir hugmyndir Baltasars um tímabundinn kynjakvóta í úthlutunum frá kvikmyndasjóði skynsamlegar. 25. júlí 2015 08:00
Uppistand um konur í kvikmyndum Í kvöld verður uppistand um konur í kvikmyndum þar sem þær Snjólaug Lúðvíksdóttir og Edda Björgvinsdóttir koma fram ásamt góðum félagsskap. 1. október 2015 10:30
Vantar sterkari kvenpersónur: Fyrirmyndirnar mega alveg vera óþekkar Geena Davis hefur lengi barist fyrir jafnara kynjahlutfalli í kvikmyndum og sjónvarpsefni. Eingöngu 17% persóna í barnaefni eru kvenkyns. Geena segir það hafa áhrif á sjálfsmynd stúlkna enda læri þær fljótt að taka ekki sinn skerf af plássinu. 20. júní 2015 09:00