Þakkar innblásurunum á Kaffibarnum Guðrún Ansnes skrifar 24. nóvember 2015 11:00 Ívar Pétur hefur þeytt skífum á Kaffibarnum í langan tíma og finnst því gráupplagt að fá til sín góða gesti þangað. Vísir/Ernir „Mér fannst svo mikið feimnismál fyrir fólk að bera kennsl á áhrifavalda sína, og segja bara opinberlega „takk, þú ert æði og ég fæ innblástur frá þér“. Senan er svo lítil hérna heima svo það myndast ekki oft pláss fyrir svoleiðis, svo ég ákvað að búa það til og þakka bara fyrir mig,“ segir tónlistarmaðurinn Ívar Pétur Kjartansson, sem í kvöld stendur fyrir viðburðinum Ívar Pétur undir áhrifum. „Þetta er í fjórða skiptið sem ég stend fyrir þessum, hálfgerða gjörningi, og þetta hefur alltaf verið ofboðslega skemmtilegt,“ bendir Ívar Pétur á, en Ívar Pétur undir áhrifum fer fram á Kaffibarnum, þar sem hann tekur á móti listafólki úr öllum áttum sem hafa haft á hann áhrif í hans eigin sköpun. Ívar Pétur segir afar auðvelt að fá listamenn til að samþykkja að eyða með honum kvöldstund, en hins vegar sé það þrautin þyngri að finna tíma. „Það eru allir til í að vera með, og oftar en ekki enda ég með langan lista af fólki sem langar að koma næst,“ segir hann og skellir upp úr. „Í kvöld verður Kristján Freyr Halldórsson með mér, einn þessara stóru á bak við hátíðina Aldrei fór ég suður. Við eigum saman þetta landsbyggðarelement, en ég kem frá Seyðisfirði og hann frá Ísafirði. Hann hlustaði á Bloody Valentine í fyrirpartíunum og fór svo á ball með Nýdanskri, rétt eins og þetta var hjá mér. Maður hafði ekki úr öllum þessum tónleikastöðum að velja líkt og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu,“ útskýrir Ívar og skýtur að: „Maður lét sér bara Sálina hans Jóns míns nægja, og við erum sammála um að maður er þakklátur fyrir þann bakgrunn.“ Ívar Pétur býður alla hjartanlega velkomna á Kaffibarinn í kvöld, þar sem hann mun skemmta sér og öðrum. Aðgangur er ókeypis, sem sennilega dregur ekki úr stemningunni. Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Mér fannst svo mikið feimnismál fyrir fólk að bera kennsl á áhrifavalda sína, og segja bara opinberlega „takk, þú ert æði og ég fæ innblástur frá þér“. Senan er svo lítil hérna heima svo það myndast ekki oft pláss fyrir svoleiðis, svo ég ákvað að búa það til og þakka bara fyrir mig,“ segir tónlistarmaðurinn Ívar Pétur Kjartansson, sem í kvöld stendur fyrir viðburðinum Ívar Pétur undir áhrifum. „Þetta er í fjórða skiptið sem ég stend fyrir þessum, hálfgerða gjörningi, og þetta hefur alltaf verið ofboðslega skemmtilegt,“ bendir Ívar Pétur á, en Ívar Pétur undir áhrifum fer fram á Kaffibarnum, þar sem hann tekur á móti listafólki úr öllum áttum sem hafa haft á hann áhrif í hans eigin sköpun. Ívar Pétur segir afar auðvelt að fá listamenn til að samþykkja að eyða með honum kvöldstund, en hins vegar sé það þrautin þyngri að finna tíma. „Það eru allir til í að vera með, og oftar en ekki enda ég með langan lista af fólki sem langar að koma næst,“ segir hann og skellir upp úr. „Í kvöld verður Kristján Freyr Halldórsson með mér, einn þessara stóru á bak við hátíðina Aldrei fór ég suður. Við eigum saman þetta landsbyggðarelement, en ég kem frá Seyðisfirði og hann frá Ísafirði. Hann hlustaði á Bloody Valentine í fyrirpartíunum og fór svo á ball með Nýdanskri, rétt eins og þetta var hjá mér. Maður hafði ekki úr öllum þessum tónleikastöðum að velja líkt og þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu,“ útskýrir Ívar og skýtur að: „Maður lét sér bara Sálina hans Jóns míns nægja, og við erum sammála um að maður er þakklátur fyrir þann bakgrunn.“ Ívar Pétur býður alla hjartanlega velkomna á Kaffibarinn í kvöld, þar sem hann mun skemmta sér og öðrum. Aðgangur er ókeypis, sem sennilega dregur ekki úr stemningunni.
Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira