Vísir birtir bóksölulistana í heild sinni: Arnaldur og Yrsa bítast um toppinn enn og aftur Jakob Bjarnar skrifar 25. nóvember 2015 10:03 Bóksölukóngur og drottning. Arnaldur og Yrsa. Þau ætla að verja krúnuna af miklu öryggi þetta árið, með glæpasögum sínum. Þýska húsið hans Arnaldar er í fyrsta sæti Bóksölulistans eftir fyrstu þrjár vikur nóvember og nær auk þess að klifra í annað sæti listans yfir mest seldu bækur ársins. Búast má við mikilli baráttu um hið eftirsótta bóksöluhásæti á næstu vikum. Sogið eftir Yrsu Sigurðardóttur kom út 13. nóvember og nær öðru sæti listans þrátt fyrir að hafa aðeins nýtt helming þess tímabils sem Bóksölulistinn nær til að þessu sinni. Þetta er athyglisvert en í fyrra var sem þessi glæpasagnakonungshjón væru að gefa eftir en þau mæta tvíefld til leiks í ár og verja krúnuna af miklum styrk.Ólafur Jóhann er líklegur til að velgja glæpasagnakóngi og drottingu undir uggum.Sterk skáldsagnajól Vísir hefur undir höndum bóksölulista frá Félagi íslenskra bókaútgefenda og birtir þá í heild sinni. Hér eru á ferð mest seldu bækur landsins fyrstu þrjár vikurnar í nóvember. Til stendur að fylgjast reglulega með gangi mála allt fram að jólum, en þetta er nú það sem allt snýst um í bókaútgáfunni, hvort sem menn vilja viðurkenna það eða ekki. Og gaman er að rýna í listana. Fjölmargir skáldsagnahöfundar hafa svo verið að koma sér fyrir á hlaupabrautinni að undanförnu. Að þessu sinni eru það þau Ólafur Jóhann, Jón Gnarr, Einar Már, Ragnar Jónasson, Jón Kalman, Auður Jónsdóttir, Stefán Máni og Kristín Helga sem komast á blað yfir mest seldu skáld landsins. Auk þeirra er ekki ólíklegt að metsölugæðingarnir Gunnar Helgason, Ævar Þór Benediktsson, Vilhelm Anton Jónsson og svo sjálfur forsetaframbjóðandinn Þorgrímur Þráinsson eigi eftir að blanda sér í toppslaginn við Arnald og Yrsu með barnabókum sínum sem eru sterkar á svellinu sem aldrei fyrr.Páll Baldvin er mættur til leiks og með sokkana uppi.Páll Baldvin mættur á völlinn og með sokkana uppi Stríðsárabók Páls Baldvins hefur vakið mikla eftirtekt og fer vel af stað, en sú bók er til þess að gera nýútkomin. „Þetta er svona bókin sem ég mundi veðja á að borgaði sig að kaupa snemma, bóksalanefið segir manni að hún gæti selst upp, jafnvel oftar en einu sinni, fram að jólum. Svona þykkar bækur blekkja svo birgðahaldið, miklu færri bækur í staflanum en umfangið gefur til kynna,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi bókaútgefenda, en hún er Vísi til halds og trausts við að spá í spilin. Fræði- og handbókaútgáfan er fjölbreytt og mjög góð í ár, nánast ómögulegt að spá í því strax hverjir mestrar hylli munu njóta og auðvitað best ef salan dreifist sem mest þannig að ekki verði mörg eintök af sama titlinum undir trjám landsmanna um jólin. En, Páll og aðrir í þeim flokki eiga við ramman reip að draga því þar er fyrir á fleti metsöluboltinn Óttar Sveinsson sem á traustan hóp lesenda með hamfarabókaflokk sinn vinsæla.Bókaútgáfan Sena gefur út bókina um Gylfa Sigurðsson og hún er á toppi lista í flokki ævisagna.Ævisögurnar eins og rjúpnastofninn Ævisögurnar hafa verið svolítið seinar á ferð í ár. Ævisögurnar eru svolítið eins og rjúpnastofninn, þær koma upp reglulega, á tíu til fimmtán ára fresti og eigna sér þá sviðið. En víst er að skáldsögurnar og svo barnabækur munu vilja hafa sitt um það að segja þetta árið þó samkvæmt rjúpnakenningunni ætti að vera kominn tími á ævisögurnar. Ekki verður annað sagt en að þar fari fjölbreyttur hópur fólks, bæði höfunda og þeirra sem til umfjöllunar eru nema hvoru tveggja sé. Flokkurinn sem slíkur stenst ekki Bechtel-prófið því að af 10 mest seldu ævisögum er aðeins ein um konu - Brynhildur Georgía Björnsson. Konur hafa nefnilega í gegnum tíðina átt gott mót einmitt í þessum flokki bóka: Sendiherrafrú segir frá, Uppgjör konu – Halla Linker segir frá og fleiri dæmi má nefna. Nú er það atvinnumaðurinn Gylfi Sigurðsson eftir þá Ólaf Þór Jóelsson og Viðar Brink sem er þar á toppi lista en á hæla þeim er rithöfundurinn Mikael Torfason með nýútkomna bók, Týnd í paradís, og hann er til alls líklegur.Topplistinnsöluhæstu titlar Bóksölulistans dagana 1.-22. nóvember1. Þýska húsið - Arnaldur Indriðason 2. Sogið - Yrsa Sigurðardóttir 3. Himneskt að njóta - Sólveig Eiríksdóttir / Hildur Ársælsdóttir 4. Þín eigin goðsaga - Ævar Þór Benediktsson 5. Útkall í hamfarasjó - Óttar Sveinsson 6. Víga-Anders og vinir hans - Jonas Jonasson 7. Endurkoman - Ólafur Jóhann Ólafsson 8. Mamma klikk! - Gunnar Helgason 9. Útlaginn - Jón Gnarr 10. Matreiðslubókin mín og Mikka - Walt DisneyÆvisögur 1. Atvinnumaðurinn Gylfi Sigurðsson - Ólafur Þór Jóelsson / Viðar Brink 2. Týnd í paradís - Mikael Torfason 3. Munaðarleysinginn - Sigmundur Ernir Rúnarsson 4. Brynhildur Georgía Björnsson - Ragnhildur Thorlacius 5. Þá hló Skúli - Óskar Guðmundsson 6. Egils sögur - á meðan ég man - Páll Valsson og Egill Ólafsson 7. Eitt á ég samt : endurminningar - Árni Bergmann 8. Yfir farinn veg með Bobbi Fischer - Garðar Sverrisson 9. Þetta var nú bara svona - Jóhann Guðni Reynisson 10. Bítlarnir telja í - Mark LewisohnÍslensk skáldverk 1. Þýska húsið - Arnaldur Indriðason 2. Sogið - Yrsa Sigurðardóttir 3. Endurkoman - Ólafur Jóhann Ólafsson 4. Útlaginn - Jón Gnarr 5. Hundadagar - Einar Már Guðmundsson 6. Dimma - Ragnar Jónasson 7. Eitthvað á stærð við alheiminn - Jón Kalman Stefánsson 8. Stóri skjálfti - Auður Jónsdóttir 9. Nautið - Stefán Máni 10. Litlar byltingar - Kristín Helga Gunnarsdóttir Þýdd skáldverk 1. Víga-Anders og vinir hans - kilja - Jonas Jonasson 2. Hrellirinn - Lars Kepler 3. Stúlkan í trénu - Jussi Adler Olsen 4. Víga-Anders og vinir hans - innb. - Jonas Jonasson 5. Þú ert ætíð í huga mér - kilja - Mary Higgins Clark 6. Hamingjuvegur - Liza Marklund 7. Þú ert ætíð í huga mér - innb. - Mary Higgins Clark 8. Náðarstund - Hannah Kent 9. Flugnagildran - Fredrik Sjöberg 10. Það sem ekki drepur mann - David Lagercrantz Barnabækur 1. Þín eigin goðsaga - Ævar Þór Benediktsson 2. Mamma klikk! - Gunnar Helgason 3. Matreiðslubókin mín og Mikka - Walt Disney 4. Skósveinarnir - leitið og finnið – Bókaútgáfan Hólar 5. Leyniturninn á Skuggaskeri - Sigrún Eldjárn 6. Kvöldsögur fyrir krakka – Setberg 7. Vikkala Sól og hamingjukrúsin - Kristín Margrét Kristmannsdótt 8. Dýrasögur – Setberg 9. Spurningabókin 2015 - Bjarni Þór Guðjónsson 10. Prinsessusögur - SetbergUngmennabækur 1. Stelpur - Kristín Tómasdóttir 2. Fótboltaspurningar 2015 - Bjarni Þór Guðjónsson 3. Fótbolti : Bestu karlarnir - Illugi Jökulsson / Björn Þ. Sigbjörnsson 4. Leitin að tilgangi unglingsins - Bryndís Björgvinsdóttir / Arnór Björnsson / Óli Gunnar Gunnarsson 5. Sölvasaga unglings - Arnar Már Arngrímsson 6. Vetrarfrí - Hildur Knútsdóttir 7. Drauga-Dísa - Gunnar Theodór Eggertsson 8. Violet og Finch - Jennifer Niven 9. 30 undur veraldar - Helgi Hrafn Guðmundsson 10. Skytturnar þrjár - Illugi Jökulsson Fræði og almennt efni 1. Útkall í hamfarasjó - Óttar Sveinsson 2. Þarmar með sjarma - Giulia Enders 3. Traktorar í máli og myndum - Jemima Dunne 4. Tíminn minn : dagbók 2016 - Björg Þórhallsdóttir 5. Stríðsárin 1938 - 1945 - Páll Baldvin Baldvinsson 6. Hugarfrelsi - Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir 7. Það er gott að búa í Kópavogi! - Gunnar Kr. Sigurjónsson / Guðjón Ingi Eiríksson 8. Hersetan á Ströndum og Norðurlandi vestra - Friðþór Eydal 9. Nína S. - Hrafnhildur Schram 10. Náttúruvá á Íslandi - Júlíus Sólnes Ljóð & leikrit 1. Öskraðu gat á myrkrið - Bubbi Morthens 2. Frelsi - Linda Vilhjálmsdóttir 3. Ljóðasafn - Vilborg Dagbjartsdóttir 4. Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna - Ýmsir / Silja Aðalsteinsdóttir ritst. 5. Fjörutíu ný og gömul ráð við hversdagslegum uppákomum - Óskar Árni Óskarsson 6. Stormviðvörun - Kristín Svava Tómasdóttir 7. Ljóðaúrval - Gyrðir Elíasson 8. Hugmyndir : andvirði hundrað milljónir - Halldór Halldórsson 9. Nýsnævi - ljóðaþýðingar - Ýmsir / Aðalsteinn Ásberg þýddi 10. Blýengillinn : ljóð með og án orða - Óskar Árni Óskarsson Matreiðslubækur 1. Himneskt að njóta - Sólveig Eiríksdóttir / Hildur Ársælsdóttir 2. Stóra Disney heimilisréttabókin - Margrét Þóra Þorláksdóttir ritst. 3. Hollar og heillandi súpur - Rósa Guðbjartsdóttir 4. Vín - umhverfis jörðina á 110 flöskum - Steingrímur Sigurgeirsson 5. Grillréttir Hagkaups - Hrefna Rósa Sætran 6. Sætmeti án sykurs - Nanna Rögnvaldardóttir 7. Veisluréttir Hagkaups - Friðrika Hjördís Geirsdóttir 8. Café Sigrún - Sigrún Þorsteinsdóttir 9. Ömmumatur Nönnu - Nanna Rögnvaldardóttir 10. Glútenfrítt líf - Þórunn Eva Guðbjargar Thapa Handverksbækur 1. Fléttur - Laura Kristine Arnesen 2. Íslensk litadýrð - Elsa Nielsen 3. Litabókin hans Nóa - 4. Peysubókin - Lene Holme Samoe 5. Heillandi heimur dýranna - Litabók til slökunar 6. Týnda hafið - Johanna Basford 7. Leynigarður - Johanna Basford 8. Prjónað úr íslenskri ull - Ístex 9. Sokkaprjón - Guðrún S. Magnúsdóttir 10. Húfuprjón - Guðrún S. Magnúsdóttir Hljóðbækur 1. Þýska húsið - Arnaldur Indriðason 2. Útkall í hamfarasjó - Óttar Sveinsson 3. Sogið - Yrsa Sigurðardóttir 4. Lygi - Yrsa Sigurðardóttir 5. Mamma klikk! - Gunnar Helgason 6. Skuggasund - Arnaldur Indriðason 7. Jómfrú Ragnheiður : Skálholt I - Guðmundur Kamban 8. Gula spjaldið - Gunnar Helgason 9. Fíasól er flottust - Kristín Helga Gunnarsdóttir 10. Rof - Ragnar Jónsson Uppsafnaður listi frá áramótum Söluhæstu bækurnar frá 1. janúar 1. Leynigarður - Johanna Basford 2. Þýska húsið - Arnaldur Indriðason 3. Himneskt að njóta - Sólveig Eiríksdóttir / Hildur Ársælsdóttir 4. Afturgangan - Jo Nesbø 5. Stúlkan í tréinu - Jussi Adler Olsen 6. Konan í lestinni - Paula Hawkins 7. Iceland : Small World (lítil) - Sigurgeir Sigurjónsson 8. Blóðið í snjónum - Jo Nesbø 9. Hamingjuvegur - Liza Marklund 10. Hrellirinn - Lars Kepler Menning Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þýska húsið hans Arnaldar er í fyrsta sæti Bóksölulistans eftir fyrstu þrjár vikur nóvember og nær auk þess að klifra í annað sæti listans yfir mest seldu bækur ársins. Búast má við mikilli baráttu um hið eftirsótta bóksöluhásæti á næstu vikum. Sogið eftir Yrsu Sigurðardóttur kom út 13. nóvember og nær öðru sæti listans þrátt fyrir að hafa aðeins nýtt helming þess tímabils sem Bóksölulistinn nær til að þessu sinni. Þetta er athyglisvert en í fyrra var sem þessi glæpasagnakonungshjón væru að gefa eftir en þau mæta tvíefld til leiks í ár og verja krúnuna af miklum styrk.Ólafur Jóhann er líklegur til að velgja glæpasagnakóngi og drottingu undir uggum.Sterk skáldsagnajól Vísir hefur undir höndum bóksölulista frá Félagi íslenskra bókaútgefenda og birtir þá í heild sinni. Hér eru á ferð mest seldu bækur landsins fyrstu þrjár vikurnar í nóvember. Til stendur að fylgjast reglulega með gangi mála allt fram að jólum, en þetta er nú það sem allt snýst um í bókaútgáfunni, hvort sem menn vilja viðurkenna það eða ekki. Og gaman er að rýna í listana. Fjölmargir skáldsagnahöfundar hafa svo verið að koma sér fyrir á hlaupabrautinni að undanförnu. Að þessu sinni eru það þau Ólafur Jóhann, Jón Gnarr, Einar Már, Ragnar Jónasson, Jón Kalman, Auður Jónsdóttir, Stefán Máni og Kristín Helga sem komast á blað yfir mest seldu skáld landsins. Auk þeirra er ekki ólíklegt að metsölugæðingarnir Gunnar Helgason, Ævar Þór Benediktsson, Vilhelm Anton Jónsson og svo sjálfur forsetaframbjóðandinn Þorgrímur Þráinsson eigi eftir að blanda sér í toppslaginn við Arnald og Yrsu með barnabókum sínum sem eru sterkar á svellinu sem aldrei fyrr.Páll Baldvin er mættur til leiks og með sokkana uppi.Páll Baldvin mættur á völlinn og með sokkana uppi Stríðsárabók Páls Baldvins hefur vakið mikla eftirtekt og fer vel af stað, en sú bók er til þess að gera nýútkomin. „Þetta er svona bókin sem ég mundi veðja á að borgaði sig að kaupa snemma, bóksalanefið segir manni að hún gæti selst upp, jafnvel oftar en einu sinni, fram að jólum. Svona þykkar bækur blekkja svo birgðahaldið, miklu færri bækur í staflanum en umfangið gefur til kynna,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi bókaútgefenda, en hún er Vísi til halds og trausts við að spá í spilin. Fræði- og handbókaútgáfan er fjölbreytt og mjög góð í ár, nánast ómögulegt að spá í því strax hverjir mestrar hylli munu njóta og auðvitað best ef salan dreifist sem mest þannig að ekki verði mörg eintök af sama titlinum undir trjám landsmanna um jólin. En, Páll og aðrir í þeim flokki eiga við ramman reip að draga því þar er fyrir á fleti metsöluboltinn Óttar Sveinsson sem á traustan hóp lesenda með hamfarabókaflokk sinn vinsæla.Bókaútgáfan Sena gefur út bókina um Gylfa Sigurðsson og hún er á toppi lista í flokki ævisagna.Ævisögurnar eins og rjúpnastofninn Ævisögurnar hafa verið svolítið seinar á ferð í ár. Ævisögurnar eru svolítið eins og rjúpnastofninn, þær koma upp reglulega, á tíu til fimmtán ára fresti og eigna sér þá sviðið. En víst er að skáldsögurnar og svo barnabækur munu vilja hafa sitt um það að segja þetta árið þó samkvæmt rjúpnakenningunni ætti að vera kominn tími á ævisögurnar. Ekki verður annað sagt en að þar fari fjölbreyttur hópur fólks, bæði höfunda og þeirra sem til umfjöllunar eru nema hvoru tveggja sé. Flokkurinn sem slíkur stenst ekki Bechtel-prófið því að af 10 mest seldu ævisögum er aðeins ein um konu - Brynhildur Georgía Björnsson. Konur hafa nefnilega í gegnum tíðina átt gott mót einmitt í þessum flokki bóka: Sendiherrafrú segir frá, Uppgjör konu – Halla Linker segir frá og fleiri dæmi má nefna. Nú er það atvinnumaðurinn Gylfi Sigurðsson eftir þá Ólaf Þór Jóelsson og Viðar Brink sem er þar á toppi lista en á hæla þeim er rithöfundurinn Mikael Torfason með nýútkomna bók, Týnd í paradís, og hann er til alls líklegur.Topplistinnsöluhæstu titlar Bóksölulistans dagana 1.-22. nóvember1. Þýska húsið - Arnaldur Indriðason 2. Sogið - Yrsa Sigurðardóttir 3. Himneskt að njóta - Sólveig Eiríksdóttir / Hildur Ársælsdóttir 4. Þín eigin goðsaga - Ævar Þór Benediktsson 5. Útkall í hamfarasjó - Óttar Sveinsson 6. Víga-Anders og vinir hans - Jonas Jonasson 7. Endurkoman - Ólafur Jóhann Ólafsson 8. Mamma klikk! - Gunnar Helgason 9. Útlaginn - Jón Gnarr 10. Matreiðslubókin mín og Mikka - Walt DisneyÆvisögur 1. Atvinnumaðurinn Gylfi Sigurðsson - Ólafur Þór Jóelsson / Viðar Brink 2. Týnd í paradís - Mikael Torfason 3. Munaðarleysinginn - Sigmundur Ernir Rúnarsson 4. Brynhildur Georgía Björnsson - Ragnhildur Thorlacius 5. Þá hló Skúli - Óskar Guðmundsson 6. Egils sögur - á meðan ég man - Páll Valsson og Egill Ólafsson 7. Eitt á ég samt : endurminningar - Árni Bergmann 8. Yfir farinn veg með Bobbi Fischer - Garðar Sverrisson 9. Þetta var nú bara svona - Jóhann Guðni Reynisson 10. Bítlarnir telja í - Mark LewisohnÍslensk skáldverk 1. Þýska húsið - Arnaldur Indriðason 2. Sogið - Yrsa Sigurðardóttir 3. Endurkoman - Ólafur Jóhann Ólafsson 4. Útlaginn - Jón Gnarr 5. Hundadagar - Einar Már Guðmundsson 6. Dimma - Ragnar Jónasson 7. Eitthvað á stærð við alheiminn - Jón Kalman Stefánsson 8. Stóri skjálfti - Auður Jónsdóttir 9. Nautið - Stefán Máni 10. Litlar byltingar - Kristín Helga Gunnarsdóttir Þýdd skáldverk 1. Víga-Anders og vinir hans - kilja - Jonas Jonasson 2. Hrellirinn - Lars Kepler 3. Stúlkan í trénu - Jussi Adler Olsen 4. Víga-Anders og vinir hans - innb. - Jonas Jonasson 5. Þú ert ætíð í huga mér - kilja - Mary Higgins Clark 6. Hamingjuvegur - Liza Marklund 7. Þú ert ætíð í huga mér - innb. - Mary Higgins Clark 8. Náðarstund - Hannah Kent 9. Flugnagildran - Fredrik Sjöberg 10. Það sem ekki drepur mann - David Lagercrantz Barnabækur 1. Þín eigin goðsaga - Ævar Þór Benediktsson 2. Mamma klikk! - Gunnar Helgason 3. Matreiðslubókin mín og Mikka - Walt Disney 4. Skósveinarnir - leitið og finnið – Bókaútgáfan Hólar 5. Leyniturninn á Skuggaskeri - Sigrún Eldjárn 6. Kvöldsögur fyrir krakka – Setberg 7. Vikkala Sól og hamingjukrúsin - Kristín Margrét Kristmannsdótt 8. Dýrasögur – Setberg 9. Spurningabókin 2015 - Bjarni Þór Guðjónsson 10. Prinsessusögur - SetbergUngmennabækur 1. Stelpur - Kristín Tómasdóttir 2. Fótboltaspurningar 2015 - Bjarni Þór Guðjónsson 3. Fótbolti : Bestu karlarnir - Illugi Jökulsson / Björn Þ. Sigbjörnsson 4. Leitin að tilgangi unglingsins - Bryndís Björgvinsdóttir / Arnór Björnsson / Óli Gunnar Gunnarsson 5. Sölvasaga unglings - Arnar Már Arngrímsson 6. Vetrarfrí - Hildur Knútsdóttir 7. Drauga-Dísa - Gunnar Theodór Eggertsson 8. Violet og Finch - Jennifer Niven 9. 30 undur veraldar - Helgi Hrafn Guðmundsson 10. Skytturnar þrjár - Illugi Jökulsson Fræði og almennt efni 1. Útkall í hamfarasjó - Óttar Sveinsson 2. Þarmar með sjarma - Giulia Enders 3. Traktorar í máli og myndum - Jemima Dunne 4. Tíminn minn : dagbók 2016 - Björg Þórhallsdóttir 5. Stríðsárin 1938 - 1945 - Páll Baldvin Baldvinsson 6. Hugarfrelsi - Hrafnhildur Sigurðardóttir og Unnur Arna Jónsdóttir 7. Það er gott að búa í Kópavogi! - Gunnar Kr. Sigurjónsson / Guðjón Ingi Eiríksson 8. Hersetan á Ströndum og Norðurlandi vestra - Friðþór Eydal 9. Nína S. - Hrafnhildur Schram 10. Náttúruvá á Íslandi - Júlíus Sólnes Ljóð & leikrit 1. Öskraðu gat á myrkrið - Bubbi Morthens 2. Frelsi - Linda Vilhjálmsdóttir 3. Ljóðasafn - Vilborg Dagbjartsdóttir 4. Perlur úr ljóðum íslenskra kvenna - Ýmsir / Silja Aðalsteinsdóttir ritst. 5. Fjörutíu ný og gömul ráð við hversdagslegum uppákomum - Óskar Árni Óskarsson 6. Stormviðvörun - Kristín Svava Tómasdóttir 7. Ljóðaúrval - Gyrðir Elíasson 8. Hugmyndir : andvirði hundrað milljónir - Halldór Halldórsson 9. Nýsnævi - ljóðaþýðingar - Ýmsir / Aðalsteinn Ásberg þýddi 10. Blýengillinn : ljóð með og án orða - Óskar Árni Óskarsson Matreiðslubækur 1. Himneskt að njóta - Sólveig Eiríksdóttir / Hildur Ársælsdóttir 2. Stóra Disney heimilisréttabókin - Margrét Þóra Þorláksdóttir ritst. 3. Hollar og heillandi súpur - Rósa Guðbjartsdóttir 4. Vín - umhverfis jörðina á 110 flöskum - Steingrímur Sigurgeirsson 5. Grillréttir Hagkaups - Hrefna Rósa Sætran 6. Sætmeti án sykurs - Nanna Rögnvaldardóttir 7. Veisluréttir Hagkaups - Friðrika Hjördís Geirsdóttir 8. Café Sigrún - Sigrún Þorsteinsdóttir 9. Ömmumatur Nönnu - Nanna Rögnvaldardóttir 10. Glútenfrítt líf - Þórunn Eva Guðbjargar Thapa Handverksbækur 1. Fléttur - Laura Kristine Arnesen 2. Íslensk litadýrð - Elsa Nielsen 3. Litabókin hans Nóa - 4. Peysubókin - Lene Holme Samoe 5. Heillandi heimur dýranna - Litabók til slökunar 6. Týnda hafið - Johanna Basford 7. Leynigarður - Johanna Basford 8. Prjónað úr íslenskri ull - Ístex 9. Sokkaprjón - Guðrún S. Magnúsdóttir 10. Húfuprjón - Guðrún S. Magnúsdóttir Hljóðbækur 1. Þýska húsið - Arnaldur Indriðason 2. Útkall í hamfarasjó - Óttar Sveinsson 3. Sogið - Yrsa Sigurðardóttir 4. Lygi - Yrsa Sigurðardóttir 5. Mamma klikk! - Gunnar Helgason 6. Skuggasund - Arnaldur Indriðason 7. Jómfrú Ragnheiður : Skálholt I - Guðmundur Kamban 8. Gula spjaldið - Gunnar Helgason 9. Fíasól er flottust - Kristín Helga Gunnarsdóttir 10. Rof - Ragnar Jónsson Uppsafnaður listi frá áramótum Söluhæstu bækurnar frá 1. janúar 1. Leynigarður - Johanna Basford 2. Þýska húsið - Arnaldur Indriðason 3. Himneskt að njóta - Sólveig Eiríksdóttir / Hildur Ársælsdóttir 4. Afturgangan - Jo Nesbø 5. Stúlkan í tréinu - Jussi Adler Olsen 6. Konan í lestinni - Paula Hawkins 7. Iceland : Small World (lítil) - Sigurgeir Sigurjónsson 8. Blóðið í snjónum - Jo Nesbø 9. Hamingjuvegur - Liza Marklund 10. Hrellirinn - Lars Kepler
Menning Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira