Sport

Gunnar og Conor æfa saman á ströndinni | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Strákarnir njóta lífsins í góða veðrinu.
Strákarnir njóta lífsins í góða veðrinu. mynd/twitter
Gunnar Nelson og Conor McGregor eru komnir til Bandaríkjanna þar sem þeir æfa nú af kappi fyrir UFC 194 sem fer fram þann 12. desember næstkomandi.

Þeir hafa æft saman undir handleiðslu John Kavanagh síðustu vikur í Dublin en voru þó búnir að stilla klukkuna á Las Vegas-tíma.

Æfingahópurinn og þjálfarinn fór þó ekki beint til Las Vegas heldur fóru þeir í hlýjuna Til Los Angeles í Kaliforníu. Þar er hópurinn með fallegt hús við ströndina.

Ströndin var svo nýtt til æfinga í gær, eins og sjá má hér að neðan, og verður örugglega nýtt eitthvað áfram.

I've definitely trained in worse places!

A video posted by Coach Kavanagh (@coach_kavanagh) on

MMA

Tengdar fréttir

Bardagi Gunnars sá fjórði stærsti

UFC hefur staðfest að bardagi Gunnars Nelson gegn Demian Maia verði einn af stærstu bardögum UFC 194 sem fer fram þann 12. desember næstkomandi í Las Vegas.

Fjallið og Conor tókust á | Myndband

Bardagakapparnir Gunnar Nelson og Conor McGregor fengu góðan gest í vikunni þegar kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið, kíkti á þá félaga í Dublin þar sem þeir eru við æfingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×