Annað að spila á móti þessum þjóðum en á Smáþjóðaleikunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. nóvember 2015 06:00 Helena Sverrisdóttir skoraði 1000. stigið sitt fyrir landsliðið um helgina. vísir/stefán Kvennalandsliðið í körfubolta fær verðugt verkefni í kvöld er það mætir sterku liði Slóvakíu í Laugardalshöllinni. Þetta er fyrsti Evrópuleikur Íslands síðan 2009 og sá fyrsti hjá konunum sem fer fram í Laugardalshöllinni. „Það er auðvitað mjög gaman að fá að spila í höllinni. Þar vilja allir körfuboltamenn fá að spila,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Helena Sverrisdóttir í samtali við Fréttablaðið. Stelpurnar fengu að kynnast því á Smáþjóðaleikunum í fyrra en annars hefur landsliðið yfirleitt spilað í öðrum íþróttahúsum. Ísland hóf leik í undankeppninni á laugardag er liðið tapaði fyrir Ungverjalandi ytra, 72-50. Helena segir að liðið hafi rennt nokkuð blint í sjóinn enda langt síðan að íslenska landsliðið mætti svo sterkum andstæðingi. Síðustu ár hefur Ísland eingöngu spilað á Smáþjóðaleikum, Evrópukeppni smáþjóða og á Norðurlandamótum.Flestar englar góðir Stelpurnar taka annað stökk upp á við í kvöld því Slóvakía er í hópi sterkustu þjóða Evrópu. „Slóvakar hafa staðið sig vel á stórmótum í gegnum tíðina og það hefur myndast mikill og góður kjarni í liðinu þeirra,“ segir Helena sem þekkir vel til liðsins eftir að hafa spilað með Good Angels í Slóvakíu. „Þjálfarar og leikmenn koma flestir úr Good Angels og því þekkjast allir mjög vel. Við vitum að við erum að fara að spila við hörkulið,“ segir Helena sem hefur ýmist spilað með eða á móti öllum leikmönnum í slóvakíska landsliðinu. Meðal þeirra er leikstjórnandinn Barbora Balintova sem var að hefja sinn feril þegar Helena var hjá Good Angels. „Þá var hún lillan sem var að byrja að spila með meistaraflokki en maður sér að hún er á hraðri uppleið. Ég sá hana spila í sumar og hún hefur til að mynda bætt skotin sín mikið.“Fann sjálfstraustið aukast Helena segir ljóst að það verði enginn auðveldur leikur í riðlinum en auk Ungverjalands og Slóvakíu er Portúgal í E-riðli undankeppninnar. Sigurvegari riðilsins fer örugglega áfram og liðið sem nær öðru sæti á einnig möguleika. En Helena segir að íslenska liðið sé fyrst og fremst að hugsa um að bæta sinn leik. „Við vorum nokkuð hissa að við áttum ágætan séns gegn Ungverjum. Maður finnur að sjálfstraustið jókst eftir því sem leið á leikinn og liðið hafði meira hungur en maður þorði að vona. Við erum að þróa okkur áfram enda langt síðan við spiluðum gegn svo sterkum þjóðum en það er meiri hugur í okkur,“ segir Helena. „Það er mikill munur á því að spila gegn þjóðum sem spila reglulega á EM en þjóðum á Smáþjóðaleikunum. Ég hef fulla trú á því að ef við hittum á góðan skotdag og spilum grimma vörn þá eigum við að standa meira í þessum stóru liðum. Skotin geta breytt leikjum,“ bætir landsliðsfyrirliðinn við. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sjá meira
Kvennalandsliðið í körfubolta fær verðugt verkefni í kvöld er það mætir sterku liði Slóvakíu í Laugardalshöllinni. Þetta er fyrsti Evrópuleikur Íslands síðan 2009 og sá fyrsti hjá konunum sem fer fram í Laugardalshöllinni. „Það er auðvitað mjög gaman að fá að spila í höllinni. Þar vilja allir körfuboltamenn fá að spila,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Helena Sverrisdóttir í samtali við Fréttablaðið. Stelpurnar fengu að kynnast því á Smáþjóðaleikunum í fyrra en annars hefur landsliðið yfirleitt spilað í öðrum íþróttahúsum. Ísland hóf leik í undankeppninni á laugardag er liðið tapaði fyrir Ungverjalandi ytra, 72-50. Helena segir að liðið hafi rennt nokkuð blint í sjóinn enda langt síðan að íslenska landsliðið mætti svo sterkum andstæðingi. Síðustu ár hefur Ísland eingöngu spilað á Smáþjóðaleikum, Evrópukeppni smáþjóða og á Norðurlandamótum.Flestar englar góðir Stelpurnar taka annað stökk upp á við í kvöld því Slóvakía er í hópi sterkustu þjóða Evrópu. „Slóvakar hafa staðið sig vel á stórmótum í gegnum tíðina og það hefur myndast mikill og góður kjarni í liðinu þeirra,“ segir Helena sem þekkir vel til liðsins eftir að hafa spilað með Good Angels í Slóvakíu. „Þjálfarar og leikmenn koma flestir úr Good Angels og því þekkjast allir mjög vel. Við vitum að við erum að fara að spila við hörkulið,“ segir Helena sem hefur ýmist spilað með eða á móti öllum leikmönnum í slóvakíska landsliðinu. Meðal þeirra er leikstjórnandinn Barbora Balintova sem var að hefja sinn feril þegar Helena var hjá Good Angels. „Þá var hún lillan sem var að byrja að spila með meistaraflokki en maður sér að hún er á hraðri uppleið. Ég sá hana spila í sumar og hún hefur til að mynda bætt skotin sín mikið.“Fann sjálfstraustið aukast Helena segir ljóst að það verði enginn auðveldur leikur í riðlinum en auk Ungverjalands og Slóvakíu er Portúgal í E-riðli undankeppninnar. Sigurvegari riðilsins fer örugglega áfram og liðið sem nær öðru sæti á einnig möguleika. En Helena segir að íslenska liðið sé fyrst og fremst að hugsa um að bæta sinn leik. „Við vorum nokkuð hissa að við áttum ágætan séns gegn Ungverjum. Maður finnur að sjálfstraustið jókst eftir því sem leið á leikinn og liðið hafði meira hungur en maður þorði að vona. Við erum að þróa okkur áfram enda langt síðan við spiluðum gegn svo sterkum þjóðum en það er meiri hugur í okkur,“ segir Helena. „Það er mikill munur á því að spila gegn þjóðum sem spila reglulega á EM en þjóðum á Smáþjóðaleikunum. Ég hef fulla trú á því að ef við hittum á góðan skotdag og spilum grimma vörn þá eigum við að standa meira í þessum stóru liðum. Skotin geta breytt leikjum,“ bætir landsliðsfyrirliðinn við.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Sjá meira