Sport

Gunnar niður um eitt sæti hjá UFC

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson. Vísir/Getty

Gunnar Nelson færist niður um eitt sæti í styrkleikalista UFC í veltivigt en nýr listi var gefinn út í dag. Gunnar fer úr ellefta sæti í það tólfta eftir að sigur Neil Magny á Kelvin Gastelum um helgina fleytti honum upp í níunda sætið.

Gunnar berst næst gegn Demian Maia á bardagakvöldi UFC í Las Vegas þann 12. desember. Maia er í sjötta sæti styrkleikalistans og stendur í stað.

Athygli vekur að Jon Jones, sem sneri nýverið aftur úr banni, er í fjórða sæti í heildarstyrkleikflokki [e. pound-for-pound]. Ronda Rosey er í ellefta sæti eftir tapið sitt í Melbourne á dögunum en hún er engu að síður einu sæti fyrir ofan Írann Conor McGregor, æfingafélaga Gunnars.

Sjá einnig: Jones settur í bann og titillinn tekinn af honum

McGregor mætir Jose Aldo í titilbardaganum í fjaðurvigt þann 12. desember en Aldo er í efsta sæti heildarflokksins.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×