Óli og Sverrir í GameTíví tóku leikinn Star Wars Battlefront til skoðunar. Um er að ræða fjölspilunarleik sem gefur forskot á Star Wars æðið sem líklega mun hefjast í næsta mánuði. Óli sem hefur spilað leikinn undanfarna daga fer yfir hvernig leikurinn virkar í nýjasta innslagi þeirra bræðra og segir til um hvað honum finnst.
Óli segir grafík leiksins vera með því besta sem hann hafi séð í skotleik. „Þetta er bara eitthvað fáránlegt, í alvörunni,“ eins og hann orðar það. Star Wars Battlefront er framleiddur af sömu aðilum og gera Battlefield leikina og ber hann þess merki.
Innslagið má sjá hér að ofan.
Leikjavísir