Erlent

Fimm handteknir til viðbótar í Brussel

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Götur Brussel eru fámennar í dag.
Götur Brussel eru fámennar í dag. Vísir/Getty
Fimm manns hafa bæst við hóp þeirra sextán sem handteknir voru í gær í lögregluaðgerðum belgísku lögreglunnar.

Auk þeirra staða sem leitað var á í gærkvöldi fór lögregla inn á sjö heimili, fimm í Brussel og tvö í Liege. Fimm voru handteknir og lagt var hald á 26.000 evrur, um 3,6 milljónir króna.

Í gærkvöldi voru 16 handteknir af belgísku lögreglunni í umfangsmiklum aðgerðum sem stóðu yfir í Brussel, nágrenni belgísku höfuðborgarinnar og víðar í Belgíu. Sala Abdeslam, sem talinn er lykilmaður í hryðjuverkunum í París fyrir rúmri viku, gengur enn laus og er mögulega talið að hann hafi flúið til Þýskalands.

Hæsta viðbúnaðarstig er í gildi í Brussel en tekin verður ákvörðun seinna í dag hvort að það verði áfram í gildi.

Hermenn vakta götur Brussel og víðar í Belgíu, skólar og neðanjarðarlestarkerfi Brussel eru lokuð í dag en búðir eru opnar og strætisvagnar ganga. Búið er að hefta aðgang að höfuðstöðvum NATO sem eru í Brussel og hafa sumir starfsmenn verið hvattir til að vinna heiman frá.

Fámennt er á helstu ferðamannastöðum Brussel eins og sjá má meðfylgjandi mynd af Grande Place, einu þekktasta kennimerki Brussel.


Tengdar fréttir

Brussel enn í herkví

Forsætisráðherra Belgíu sagði í gær að hættustig héldi áfram í dag. Öllum skólum í Brussel var lokað í morgun. Grunaðra hryðjuverkamanna er enn leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×