Bergþóra hlaut Indriðaverðlaunin Stefán Árni Pálsson skrifar 23. nóvember 2015 17:30 Bergþóra Guðnadóttir má sjá hér til vinstri. vísir Fatahönnunarfélag Íslands veitti Indriðaverðlaunin í þriðja sinn á Uppskeruhátíð félagsins á laugardagskvöldið. Verðlaunin eru kennd við klæðskerann Indriða Guðmundsson, heitinn, sem þekktur var fyrst og fremst fyrir gæði og fagmennsku og eru veitt annað hvert ár þeim fatahönnuði sem þykir hafa skarað fram úr. Markmið verðlaunanna er að veita framúrskarandi fatahönnuði viðurkenningu fyrir starf sitt og framlag til íslenskrar fatahönnunar og beina ljósi að því besta sem er að gerast í íslenskri fatahönnun hverju sinni. Í ár valdi dómnefnd þann sem þótti skara fram úr á árunum 2013-2015. Dómnefndina skipuðu þau Erna Hreinsdóttir, ritstjóri Nýs Lífs, Eyjólfur Pálsson, stofnandi EPAL, Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar, Katrín Káradóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands og verðlaunahafi Indriðaverðlaunanna 2013 og Linda Björg Árnadóttir, lektor við fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Dómnefndin komst einróma að þeirri niðurstöðu að sú sem að verðlaunin skyldi hljóta árið 2015 væri Bergþóra Guðnadóttir fyrir hönnun sína á fatamerkinu Farmers Market.Við val á hönnuði er litið til gæða hönnunarinnar allt frá hugmyndafræði til frágangs. Þegar kemur að góðri fatahönnun þarf ákveðið jafnvægi að ríkja milli sköpunargleðinnar og hins verklega. Hönnunarvinnan sem fer í hverja fatalínu er mikil og ferlið margslungið. Fjölmörg atriði koma við sögu í hönnunarferlinu, bæði stór og smá, en öll eru þau mikilvæg til að skapa vel heppnaða heildarmynd. Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Fatahönnunarfélag Íslands veitti Indriðaverðlaunin í þriðja sinn á Uppskeruhátíð félagsins á laugardagskvöldið. Verðlaunin eru kennd við klæðskerann Indriða Guðmundsson, heitinn, sem þekktur var fyrst og fremst fyrir gæði og fagmennsku og eru veitt annað hvert ár þeim fatahönnuði sem þykir hafa skarað fram úr. Markmið verðlaunanna er að veita framúrskarandi fatahönnuði viðurkenningu fyrir starf sitt og framlag til íslenskrar fatahönnunar og beina ljósi að því besta sem er að gerast í íslenskri fatahönnun hverju sinni. Í ár valdi dómnefnd þann sem þótti skara fram úr á árunum 2013-2015. Dómnefndina skipuðu þau Erna Hreinsdóttir, ritstjóri Nýs Lífs, Eyjólfur Pálsson, stofnandi EPAL, Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar, Katrín Káradóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands og verðlaunahafi Indriðaverðlaunanna 2013 og Linda Björg Árnadóttir, lektor við fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Dómnefndin komst einróma að þeirri niðurstöðu að sú sem að verðlaunin skyldi hljóta árið 2015 væri Bergþóra Guðnadóttir fyrir hönnun sína á fatamerkinu Farmers Market.Við val á hönnuði er litið til gæða hönnunarinnar allt frá hugmyndafræði til frágangs. Þegar kemur að góðri fatahönnun þarf ákveðið jafnvægi að ríkja milli sköpunargleðinnar og hins verklega. Hönnunarvinnan sem fer í hverja fatalínu er mikil og ferlið margslungið. Fjölmörg atriði koma við sögu í hönnunarferlinu, bæði stór og smá, en öll eru þau mikilvæg til að skapa vel heppnaða heildarmynd.
Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira