Sullivan og McIlroy mynda lokahollið í Dubai 21. nóvember 2015 13:56 Andy Sullivan þakkar áhorfendum eftir þriðja hring í morgun. Getty. Andy Sullivan er enn í efsta sæti á Dubai World Tour meistaramótinu en þegar að 18 holur eru óleiknar er hann á 16 höggum undir pari. Rory McIlroy andar þó ofan í hálsmálið á honum en Norður-Írinn ungi kemur í öðru sæti á 15 höggum undir pari eftir frábæran þriðja hring upp á sjö högg undir pari. Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed er einn í þriðja sæti á tólf höggum undir pari en hann hefur verið að spila mjög vel að undanförnu og gæti hæglega blandað sér í baráttuna um sigurinn á morgun. Dubai World Tour meistaramótið er leikið á hinu glæslega Jumeirah golfsvæði í Dubai en það er jafnframt lokamót Evrópumótaraðarinnar þetta tímabilið. Því eru háar fjárhæðir í verðlaun en þeir 60 kylfingar sem eru meðal þátttakenda skipta með sér yfir milljarði íslenskra króna í verðlaunafé. Lokahringurinn ætti því að verða spennandi en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 07:30 í fyrramálið. Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Andy Sullivan er enn í efsta sæti á Dubai World Tour meistaramótinu en þegar að 18 holur eru óleiknar er hann á 16 höggum undir pari. Rory McIlroy andar þó ofan í hálsmálið á honum en Norður-Írinn ungi kemur í öðru sæti á 15 höggum undir pari eftir frábæran þriðja hring upp á sjö högg undir pari. Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed er einn í þriðja sæti á tólf höggum undir pari en hann hefur verið að spila mjög vel að undanförnu og gæti hæglega blandað sér í baráttuna um sigurinn á morgun. Dubai World Tour meistaramótið er leikið á hinu glæslega Jumeirah golfsvæði í Dubai en það er jafnframt lokamót Evrópumótaraðarinnar þetta tímabilið. Því eru háar fjárhæðir í verðlaun en þeir 60 kylfingar sem eru meðal þátttakenda skipta með sér yfir milljarði íslenskra króna í verðlaunafé. Lokahringurinn ætti því að verða spennandi en hann verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 07:30 í fyrramálið.
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira