Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða óbreyttan um ófyrirséða framtíð Heimir Már Pétursson skrifar 20. nóvember 2015 18:37 Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða í óbreyttri mynd um ófyrirsjáanlega framtíð eða þar til önnur lausn finnist á flugvallarmálum fyrir borgina. Það sé vont að djúpstæður ágreiningur ríki um málið milli borgarinnar og ríkisins og kannski best að skorið verði úr um málið fyrir dómstólum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra skrifaði borgarstjóra bréf í gær þar sem hún ítrekaði að ríkið ætti Reykjavíkurflugvöll og tilkynnti að ekki stæði til að loka minnstu flugbraut flugvallarins. Borgin hefur hins vegar gefið út framkvæmdaleyfi á Hlíðarenda samkvæmt deiliskipulagi þar sem Valsmenn hf. fyrirhuga um 600 íbúða byggð sem myndi skarast við aðflug að flugbrautinni. „Við erum ekki búin að taka neina stjórnvaldsákvörðun um að loka þessari flugbraut. Brautin er hluti af Reykjavíkurflugvelli. Þetta mál er eins og allir sjá hefur verið í miklum ágreiningi milli ríkis og borgar og það er auðvitað mjög vont fyrir alla. En ég held að það þýði heldur ekki að horfa framhjá því að svona er ekki hægt að halda áfram,“ segir Ólöf. Innanríkisráðuneytið beri ábyrgð á innanlandsfluginu og það verði að vera tryggt til einhverrar framtíðar. Þá verði að ríkja vissa um að ákvarðanir sem teknar séu hafi ekki áhrif á öryggi flugvallarins til lengri tíma. Það komi ekki til greina að innanríkisráðuneytið taki skref til að draga úr örygginu.Vísir/VilhelmRáðuneytið er ekki að brjóta samkomulag við borginaEn hvað með þetta samkomulag sem borgin vísar til frá árinu 2013, teljið þið að ekki sé verið að brjóta gegn því með þessari ákvörðun?„Nei, við teljum að það sé yfirlýsing í tengslum við annað samkomulag sem felur ekki í sér bein réttaráhrif. Heldur þurfi ýmislegt annað að koma til svo af því hefði getað orðið og sú staða er ekki komin upp ennþá,“ segir innanríkisráðherra. Lengi var beðið eftir niðurstöðu Rögnunefndarinnar svo kölluðu sem komst að þeirri niðurstöðu að besti kosturinn í stöðunni væri að byggja flugvöll í Hvassahrauni. Ólöf segir alla gera sér grein fyrir að flugvöllur rísi ekki þar á næstunni miðað við aðstæður. En skipulag Reykjavíkurflugvallar gildir aðeins til 2022, eða næstu sjö árin. „Ég sé bara fyrir mér að það skiptir auðvitað mjög miklu máli að einhverntíma sé hægt að ná einhverri niðurstöðu sem er raunhæf. Það er náttúrlega alveg óraunhæft að ætla að innanlandsflugið gufi einhvern veginn bara upp á einhverjum tilteknum degi.,“ segir Ólöf.Og á meðan enginn annar flugvölur er kominn er það þín skoðun að flugvöllurinn verði óbreyttur þar sem hann er?„Já það er mín skoðun,“ ítrekar innanríkisráðherra. Hún segir ráðuneyti sitt hafa varað borgina við að gefa út bygginga- og framkvæmdaleyfi áður en niðurstaða fengist í málið, sem borgin ætlar nú með fyrir dómstóla. „Það er ekki gott að til þessa sé komið. En á móti má segja að það blasir við öllum íbúum á Íslandi að þarna ríkir djúpur ágreiningur. Þegar svo er komið er kannski ágætt að lögsagan taki við,“ segir Ólöf Nordal. Tengdar fréttir Segja útgáfu á byggingarleyfum „á ábyrgð og áhættu Reykjavíkurborgar“ Í bréfi Innanríkisráðuneytisins segir að óraunhæft sé að ætla annað en að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni í næstu framtíð. 19. nóvember 2015 16:56 Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30 Segir innanríkisráðherra tefja uppbyggingu nýrra íbúða Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sakaði innanríkisráðherra á Alþingi í dag um að draga lappirnar varðandi málefni Reykjavíkurflugvallar. 16. nóvember 2015 20:00 Kúvending í afstöðu ríkisins Ólöf Nordal neitar að loka flugbraut 06/24 eins og Reykjavíkurborg fer fram á. Borgin hefur því ákveðið að stefna ríki vegna vanefnda á gerðum samningum. Framkvæmdir Valsmanna tefjast. 20. nóvember 2015 07:00 Borgin í mál við ríkið út af flugvellinum Borgarstjóri segist ekki sjá aðra leið en að fara með málið fyrir dómstóla. 19. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Sjá meira
Innanríkisráðherra segir Reykjavíkurflugvöll verða í óbreyttri mynd um ófyrirsjáanlega framtíð eða þar til önnur lausn finnist á flugvallarmálum fyrir borgina. Það sé vont að djúpstæður ágreiningur ríki um málið milli borgarinnar og ríkisins og kannski best að skorið verði úr um málið fyrir dómstólum. Ólöf Nordal innanríkisráðherra skrifaði borgarstjóra bréf í gær þar sem hún ítrekaði að ríkið ætti Reykjavíkurflugvöll og tilkynnti að ekki stæði til að loka minnstu flugbraut flugvallarins. Borgin hefur hins vegar gefið út framkvæmdaleyfi á Hlíðarenda samkvæmt deiliskipulagi þar sem Valsmenn hf. fyrirhuga um 600 íbúða byggð sem myndi skarast við aðflug að flugbrautinni. „Við erum ekki búin að taka neina stjórnvaldsákvörðun um að loka þessari flugbraut. Brautin er hluti af Reykjavíkurflugvelli. Þetta mál er eins og allir sjá hefur verið í miklum ágreiningi milli ríkis og borgar og það er auðvitað mjög vont fyrir alla. En ég held að það þýði heldur ekki að horfa framhjá því að svona er ekki hægt að halda áfram,“ segir Ólöf. Innanríkisráðuneytið beri ábyrgð á innanlandsfluginu og það verði að vera tryggt til einhverrar framtíðar. Þá verði að ríkja vissa um að ákvarðanir sem teknar séu hafi ekki áhrif á öryggi flugvallarins til lengri tíma. Það komi ekki til greina að innanríkisráðuneytið taki skref til að draga úr örygginu.Vísir/VilhelmRáðuneytið er ekki að brjóta samkomulag við borginaEn hvað með þetta samkomulag sem borgin vísar til frá árinu 2013, teljið þið að ekki sé verið að brjóta gegn því með þessari ákvörðun?„Nei, við teljum að það sé yfirlýsing í tengslum við annað samkomulag sem felur ekki í sér bein réttaráhrif. Heldur þurfi ýmislegt annað að koma til svo af því hefði getað orðið og sú staða er ekki komin upp ennþá,“ segir innanríkisráðherra. Lengi var beðið eftir niðurstöðu Rögnunefndarinnar svo kölluðu sem komst að þeirri niðurstöðu að besti kosturinn í stöðunni væri að byggja flugvöll í Hvassahrauni. Ólöf segir alla gera sér grein fyrir að flugvöllur rísi ekki þar á næstunni miðað við aðstæður. En skipulag Reykjavíkurflugvallar gildir aðeins til 2022, eða næstu sjö árin. „Ég sé bara fyrir mér að það skiptir auðvitað mjög miklu máli að einhverntíma sé hægt að ná einhverri niðurstöðu sem er raunhæf. Það er náttúrlega alveg óraunhæft að ætla að innanlandsflugið gufi einhvern veginn bara upp á einhverjum tilteknum degi.,“ segir Ólöf.Og á meðan enginn annar flugvölur er kominn er það þín skoðun að flugvöllurinn verði óbreyttur þar sem hann er?„Já það er mín skoðun,“ ítrekar innanríkisráðherra. Hún segir ráðuneyti sitt hafa varað borgina við að gefa út bygginga- og framkvæmdaleyfi áður en niðurstaða fengist í málið, sem borgin ætlar nú með fyrir dómstóla. „Það er ekki gott að til þessa sé komið. En á móti má segja að það blasir við öllum íbúum á Íslandi að þarna ríkir djúpur ágreiningur. Þegar svo er komið er kannski ágætt að lögsagan taki við,“ segir Ólöf Nordal.
Tengdar fréttir Segja útgáfu á byggingarleyfum „á ábyrgð og áhættu Reykjavíkurborgar“ Í bréfi Innanríkisráðuneytisins segir að óraunhæft sé að ætla annað en að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni í næstu framtíð. 19. nóvember 2015 16:56 Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30 Segir innanríkisráðherra tefja uppbyggingu nýrra íbúða Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sakaði innanríkisráðherra á Alþingi í dag um að draga lappirnar varðandi málefni Reykjavíkurflugvallar. 16. nóvember 2015 20:00 Kúvending í afstöðu ríkisins Ólöf Nordal neitar að loka flugbraut 06/24 eins og Reykjavíkurborg fer fram á. Borgin hefur því ákveðið að stefna ríki vegna vanefnda á gerðum samningum. Framkvæmdir Valsmanna tefjast. 20. nóvember 2015 07:00 Borgin í mál við ríkið út af flugvellinum Borgarstjóri segist ekki sjá aðra leið en að fara með málið fyrir dómstóla. 19. nóvember 2015 13:47 Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Sjá meira
Segja útgáfu á byggingarleyfum „á ábyrgð og áhættu Reykjavíkurborgar“ Í bréfi Innanríkisráðuneytisins segir að óraunhæft sé að ætla annað en að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni í næstu framtíð. 19. nóvember 2015 16:56
Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30
Segir innanríkisráðherra tefja uppbyggingu nýrra íbúða Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sakaði innanríkisráðherra á Alþingi í dag um að draga lappirnar varðandi málefni Reykjavíkurflugvallar. 16. nóvember 2015 20:00
Kúvending í afstöðu ríkisins Ólöf Nordal neitar að loka flugbraut 06/24 eins og Reykjavíkurborg fer fram á. Borgin hefur því ákveðið að stefna ríki vegna vanefnda á gerðum samningum. Framkvæmdir Valsmanna tefjast. 20. nóvember 2015 07:00
Borgin í mál við ríkið út af flugvellinum Borgarstjóri segist ekki sjá aðra leið en að fara með málið fyrir dómstóla. 19. nóvember 2015 13:47