1909, Múla og Hraðpeningum gert að greiða 250 þúsund króna dagsektir ingvar haraldsson skrifar 20. nóvember 2015 15:36 Úrskurðurinn sneri meðal annars að Hraðpeningum. vísir/valli Neytendastofa hefur lagt á 250 þúsund króna dagsektir á Neytendalán ehf. rekstaraðila 1909, Múla og Hraðpeninga.Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að kostnaður við lánshæfismat fyrirtækisins valdi því að lán fyrirtækisins fari umfram leyfilega hlutfallstölu kostnaðar, sem megi ekki nema meira en 50 prósent að viðbættum stýrivöxtum. Neytendastofa lagði 750 þúsund króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið vegna athæfisins í júní árið 2014. Neytendastofa taldi að skilmálar Neytendalána brytu gegn lögum um neytendalán með því undanskilja kostnað af framkvæmd lánshæfismats við útreikning árlegrar hlutfallstölu kostnað og með því að innheimta of háan kostnað af lánum, umfram 50 prósenta hámarkið. Ákvörðunin var kærð til áfrýjunarnefndar neytendamála. Nefndin staðfesti ákvörðun Neytendastofu þann 21. nóvember á síðasta ári. Með bréfi 21. október síðastliðin vildi stofnunin fá upplýsingar um það með hvaða hætti farið hafi verið að ákvörðun Neytendastofu og úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála. Í bréfinu kom fram að af skilmálum Múla, Hraðpeninga og 1909, sem og þeim ábendingum sem Neytendastofu hafi borist frá neytendum, virðist ekki hafa verið gerðar breytingar á þeim kostnaði sem félagið innheimti af þjónustu sinni eða hvernig útreikningi árlegrar hlutfallstölu kostaðar sé háttað. Ekkert svar barst og því hefur Neytendastofa ákveðið að leggja fyrrnefndar dagsektir á fyrirtækið. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira
Neytendastofa hefur lagt á 250 þúsund króna dagsektir á Neytendalán ehf. rekstaraðila 1909, Múla og Hraðpeninga.Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að kostnaður við lánshæfismat fyrirtækisins valdi því að lán fyrirtækisins fari umfram leyfilega hlutfallstölu kostnaðar, sem megi ekki nema meira en 50 prósent að viðbættum stýrivöxtum. Neytendastofa lagði 750 þúsund króna stjórnvaldssekt á fyrirtækið vegna athæfisins í júní árið 2014. Neytendastofa taldi að skilmálar Neytendalána brytu gegn lögum um neytendalán með því undanskilja kostnað af framkvæmd lánshæfismats við útreikning árlegrar hlutfallstölu kostnað og með því að innheimta of háan kostnað af lánum, umfram 50 prósenta hámarkið. Ákvörðunin var kærð til áfrýjunarnefndar neytendamála. Nefndin staðfesti ákvörðun Neytendastofu þann 21. nóvember á síðasta ári. Með bréfi 21. október síðastliðin vildi stofnunin fá upplýsingar um það með hvaða hætti farið hafi verið að ákvörðun Neytendastofu og úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála. Í bréfinu kom fram að af skilmálum Múla, Hraðpeninga og 1909, sem og þeim ábendingum sem Neytendastofu hafi borist frá neytendum, virðist ekki hafa verið gerðar breytingar á þeim kostnaði sem félagið innheimti af þjónustu sinni eða hvernig útreikningi árlegrar hlutfallstölu kostaðar sé háttað. Ekkert svar barst og því hefur Neytendastofa ákveðið að leggja fyrrnefndar dagsektir á fyrirtækið.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira