Stím-málið: „Jón Ásgeir er á djöflamergnum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. nóvember 2015 12:42 Jón Ásgeir Jóhannesson vísir/valli Einstaka símtal hefur verið spilað fyrir dómi við aðalmeðferð Stím-málsins seinustu daga. Slíkt var gert í dag þegar Guðný Sigurðardóttir, sem var lánastjóri hjá Glitni fyrir hrun, gaf skýrslu. Guðný útbjó lánaskjöl vegna 20 milljarða króna láns Glitnis til Stím í nóvember 2007 en Lárus Welding er ákærður í málinu fyrir umboðssvik vegna lánveitingarinnar. Fram kom við skýrslutökuna að Guðný hefði unnið mikið með Elmari Svavarssyni vegna Stím-viðskiptanna. Hann var verðbréfamiðlari hjá Glitni en lánið sem var veitt til Stím var notað til að kaupa hlutabréf af Glitni í bankanum sjálfum og FL Group. Sagði Jón Ásgeir vera að vinna í málinuElmar var kallaður fyrir dóminn sem vitni en neitaði alfarið að tjá sig samkvæmt ráðleggingum lögfræðings síns en Elmar hefur réttarstöðu sakbornings í öðrum málum sem eru til rannsóknar. Hann var því ekki spurður út í orð sín í símtali við Guðnýju þann 13. nóvember 2007, þremur dögum áður en áhættunefnd Glitnis samþykkti lánið til Stím. Elmar: „Jón Ásgeir er á djöflamergnum.“ Guðný: „Hvað segirðu, Jón Ásgeir?“ Elmar: „Á djöflamergnum, on the motherfucker.“ Skömmu síðar í samtalinu segir Elmar að Jón Ásgeir sé að vinna í málinu og segir Guðnýju að á meðan séu þau á „hold.“Man ekki hver fól henni að vinna að lánamálum StímSaksóknari spurði Guðnýju hvort hún gæti útskýrt orðalagið „á djöflamergnum“ en hún gat ekki gert það. Þá var hún spurð hvort að Jón Ásgeir hafi verið að vinna í Stím-málinu á þessum tímapunkti. Svaraði Guðný því til að miðað við símtalið hafi Elmar verið í einhverjum samskiptum við Jón Ásgeir en hún kvaðst ekki muna nákvæmlega eftir þessu. Á þessum tíma var Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður FL Group sem var stærsti eigandi Glitnis banka. Hann bar vitni í Stím-málinu á miðvikudaginn en kvaðst ekki hafa komið að viðskiptunum á neinn hátt. Þá mundi hann ekki eftir því að hafa verið stjórnarformaður FL Group í nóvember 2007. Símtal Elmars og Guðnýjar var ekki spilað fyrir Jón Ásgeir en hann gaf skýrslu í gegnum síma. Við skýrslutökuna kvaðst Guðný ekki muna hver það hafi verið innan Glitnis sem fól henni að vinna að lánamálum Stím. Þá mundi hún hvorki sérstaklega eftir því að hafa unnið með Lárusi Welding vegna málsins né gat hún staðfest að hann hafi stýrt því innan bankans. Stím málið Tengdar fréttir Lárus Welding í héraðsdómi: „Hér á neikvæð umræða gegn mér í fjölmiðlum ekki að hafa nein áhrif“ Fyrrverandi forstjóri Glitnis gagnrýndi bæði fjölmiðla og embætti sérstaks saksóknara í ræðu sem hann hélt við upphaf aðalmeðferðar í STÍM-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. nóvember 2015 15:06 Stím-málið: Forstjórinn vissi ekki að 20 milljarða króna lán var utan heimilda Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur telja að hugmyndin að STÍM-viðskiptunum hafi kviknað hjá markaðsviðskiptum bankans þar sem þar hafi verið viðskiptavinir sem vildu fjárfesta í bankanum. 16. nóvember 2015 20:52 Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00 Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55 Segja 20 milljarða króna lán til Stím mistök eða yfirsjón Nefndarmenn í áhættunefnd Glitnis fyrir hrun hafa komið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og gefið skýrslu í Stím-málinu bæði í gær og í dag. 20. nóvember 2015 10:30 Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Sjá meira
Einstaka símtal hefur verið spilað fyrir dómi við aðalmeðferð Stím-málsins seinustu daga. Slíkt var gert í dag þegar Guðný Sigurðardóttir, sem var lánastjóri hjá Glitni fyrir hrun, gaf skýrslu. Guðný útbjó lánaskjöl vegna 20 milljarða króna láns Glitnis til Stím í nóvember 2007 en Lárus Welding er ákærður í málinu fyrir umboðssvik vegna lánveitingarinnar. Fram kom við skýrslutökuna að Guðný hefði unnið mikið með Elmari Svavarssyni vegna Stím-viðskiptanna. Hann var verðbréfamiðlari hjá Glitni en lánið sem var veitt til Stím var notað til að kaupa hlutabréf af Glitni í bankanum sjálfum og FL Group. Sagði Jón Ásgeir vera að vinna í málinuElmar var kallaður fyrir dóminn sem vitni en neitaði alfarið að tjá sig samkvæmt ráðleggingum lögfræðings síns en Elmar hefur réttarstöðu sakbornings í öðrum málum sem eru til rannsóknar. Hann var því ekki spurður út í orð sín í símtali við Guðnýju þann 13. nóvember 2007, þremur dögum áður en áhættunefnd Glitnis samþykkti lánið til Stím. Elmar: „Jón Ásgeir er á djöflamergnum.“ Guðný: „Hvað segirðu, Jón Ásgeir?“ Elmar: „Á djöflamergnum, on the motherfucker.“ Skömmu síðar í samtalinu segir Elmar að Jón Ásgeir sé að vinna í málinu og segir Guðnýju að á meðan séu þau á „hold.“Man ekki hver fól henni að vinna að lánamálum StímSaksóknari spurði Guðnýju hvort hún gæti útskýrt orðalagið „á djöflamergnum“ en hún gat ekki gert það. Þá var hún spurð hvort að Jón Ásgeir hafi verið að vinna í Stím-málinu á þessum tímapunkti. Svaraði Guðný því til að miðað við símtalið hafi Elmar verið í einhverjum samskiptum við Jón Ásgeir en hún kvaðst ekki muna nákvæmlega eftir þessu. Á þessum tíma var Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður FL Group sem var stærsti eigandi Glitnis banka. Hann bar vitni í Stím-málinu á miðvikudaginn en kvaðst ekki hafa komið að viðskiptunum á neinn hátt. Þá mundi hann ekki eftir því að hafa verið stjórnarformaður FL Group í nóvember 2007. Símtal Elmars og Guðnýjar var ekki spilað fyrir Jón Ásgeir en hann gaf skýrslu í gegnum síma. Við skýrslutökuna kvaðst Guðný ekki muna hver það hafi verið innan Glitnis sem fól henni að vinna að lánamálum Stím. Þá mundi hún hvorki sérstaklega eftir því að hafa unnið með Lárusi Welding vegna málsins né gat hún staðfest að hann hafi stýrt því innan bankans.
Stím málið Tengdar fréttir Lárus Welding í héraðsdómi: „Hér á neikvæð umræða gegn mér í fjölmiðlum ekki að hafa nein áhrif“ Fyrrverandi forstjóri Glitnis gagnrýndi bæði fjölmiðla og embætti sérstaks saksóknara í ræðu sem hann hélt við upphaf aðalmeðferðar í STÍM-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. nóvember 2015 15:06 Stím-málið: Forstjórinn vissi ekki að 20 milljarða króna lán var utan heimilda Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur telja að hugmyndin að STÍM-viðskiptunum hafi kviknað hjá markaðsviðskiptum bankans þar sem þar hafi verið viðskiptavinir sem vildu fjárfesta í bankanum. 16. nóvember 2015 20:52 Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00 Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55 Segja 20 milljarða króna lán til Stím mistök eða yfirsjón Nefndarmenn í áhættunefnd Glitnis fyrir hrun hafa komið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og gefið skýrslu í Stím-málinu bæði í gær og í dag. 20. nóvember 2015 10:30 Mest lesið Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Viðskipti innlent Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Sjá meira
Lárus Welding í héraðsdómi: „Hér á neikvæð umræða gegn mér í fjölmiðlum ekki að hafa nein áhrif“ Fyrrverandi forstjóri Glitnis gagnrýndi bæði fjölmiðla og embætti sérstaks saksóknara í ræðu sem hann hélt við upphaf aðalmeðferðar í STÍM-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. nóvember 2015 15:06
Stím-málið: Forstjórinn vissi ekki að 20 milljarða króna lán var utan heimilda Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, sagði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur telja að hugmyndin að STÍM-viðskiptunum hafi kviknað hjá markaðsviðskiptum bankans þar sem þar hafi verið viðskiptavinir sem vildu fjárfesta í bankanum. 16. nóvember 2015 20:52
Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00
Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55
Segja 20 milljarða króna lán til Stím mistök eða yfirsjón Nefndarmenn í áhættunefnd Glitnis fyrir hrun hafa komið fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur og gefið skýrslu í Stím-málinu bæði í gær og í dag. 20. nóvember 2015 10:30