Sjávarútvegurinn sá eini sem getur greitt auðlindagjald Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. nóvember 2015 07:00 Daði Már Kristófersson, auðlindahagfræðingur og forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands vísir/gva Sjávarútvegurinn er eina atvinnugreinin sem getur greitt auðlindagjald, segir Daði Már Kristófersson. Hann flutti erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni i gær. Daði benti á að auðlindastjórnun í sjávarútvegi væri virk og skynsamleg og rekstrarhvatarnir skýrir og sterkir. „Þetta tel ég að menn ættu að hafa til hliðsjónar við mótun á nýtingarstefnu annarra auðlinda. Horfi til sjávarútvegarins og skilji hversu miklu máli skiptir að þessir hvatar séu skýrir,“ sagði Daði Már. Daði vísaði í McKinsey-skýrsluna þar sem fram kemur að einungis ein grein hafi viðunandi virðisauka fjármagns og vinnuafls. Það séu fiskveiðar. Orkugeirinn hafi alltaf búið við frumframleiðslu í höndum opinberra þjónustufyrirtækja. „Opinberum þjónustufyrirtækjum er ekki ætlað að skapa arð,“ segir hann. Þess vegna sé skiljanlegt að þessi fyrirtæki hafi haft takmarkaða arðsemi. „Það skal þó viðurkennt að núverandi stjórnendur t.d. Landsvirkjunar hafa lyft miklu grettistaki í að bæta þessa stöðu og vonandi verður framhald á því,“ sagði Daði, en á síðasta ársfundi Landsvirkjunar boðaði forstjórinn stórauknar arðgreiðslur í ríkissjóð á næstu árum. „Ferðaþjónustan býr kannski miklu frekar við vanda sem tengist aðgengi og takmörkun að aðgengi að auðlindinni. Í dag er sá aðgangur fullkomlega opinn, samkeppnin er hörð, og þar af leiðandi ólíklegt að einstakir aðilar geti náð að skapa þá rentu sem forsendur eru til,“ sagði Daði. Þar skorti skýra og virka nýtingarstefnu stjórnvalda til þess að takmarka svæði í því skyni að hámarka arðsemi af auðlindinni. „Menn geta til dæmis velt því fyrir sér hvernig nýtingin og hvernig staðan væri með Bláa lónið ef Bláa lónið væri með opnum aðgangi og væri í þjóðlendu,“ sagði Daði og bætti við að þá væri ferðaþjónustan þar líklegast ekki með sama móti og hún er í dag. „Þá væri þjóðgarðsvörður að banna fólki að fara út í lónið eða nokkrir skúrar þar sem fólk gæti skipt um föt og stokkið út í,“ sagði Daði. Ferðaþjónustan í Bláa lóninu væri algjörlega byggð upp á þeirri forsendu að einn aðili hafi einhvers konar nýtingarrétt. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira
Sjávarútvegurinn er eina atvinnugreinin sem getur greitt auðlindagjald, segir Daði Már Kristófersson. Hann flutti erindi á Sjávarútvegsráðstefnunni i gær. Daði benti á að auðlindastjórnun í sjávarútvegi væri virk og skynsamleg og rekstrarhvatarnir skýrir og sterkir. „Þetta tel ég að menn ættu að hafa til hliðsjónar við mótun á nýtingarstefnu annarra auðlinda. Horfi til sjávarútvegarins og skilji hversu miklu máli skiptir að þessir hvatar séu skýrir,“ sagði Daði Már. Daði vísaði í McKinsey-skýrsluna þar sem fram kemur að einungis ein grein hafi viðunandi virðisauka fjármagns og vinnuafls. Það séu fiskveiðar. Orkugeirinn hafi alltaf búið við frumframleiðslu í höndum opinberra þjónustufyrirtækja. „Opinberum þjónustufyrirtækjum er ekki ætlað að skapa arð,“ segir hann. Þess vegna sé skiljanlegt að þessi fyrirtæki hafi haft takmarkaða arðsemi. „Það skal þó viðurkennt að núverandi stjórnendur t.d. Landsvirkjunar hafa lyft miklu grettistaki í að bæta þessa stöðu og vonandi verður framhald á því,“ sagði Daði, en á síðasta ársfundi Landsvirkjunar boðaði forstjórinn stórauknar arðgreiðslur í ríkissjóð á næstu árum. „Ferðaþjónustan býr kannski miklu frekar við vanda sem tengist aðgengi og takmörkun að aðgengi að auðlindinni. Í dag er sá aðgangur fullkomlega opinn, samkeppnin er hörð, og þar af leiðandi ólíklegt að einstakir aðilar geti náð að skapa þá rentu sem forsendur eru til,“ sagði Daði. Þar skorti skýra og virka nýtingarstefnu stjórnvalda til þess að takmarka svæði í því skyni að hámarka arðsemi af auðlindinni. „Menn geta til dæmis velt því fyrir sér hvernig nýtingin og hvernig staðan væri með Bláa lónið ef Bláa lónið væri með opnum aðgangi og væri í þjóðlendu,“ sagði Daði og bætti við að þá væri ferðaþjónustan þar líklegast ekki með sama móti og hún er í dag. „Þá væri þjóðgarðsvörður að banna fólki að fara út í lónið eða nokkrir skúrar þar sem fólk gæti skipt um föt og stokkið út í,“ sagði Daði. Ferðaþjónustan í Bláa lóninu væri algjörlega byggð upp á þeirri forsendu að einn aðili hafi einhvers konar nýtingarrétt.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira