Erlent

Telja að Abdeslam hafi komist til Sýrlands

Atli Ísleifsson skrifar
Abdeslam er talinn hafa keyrt einn mannanna sem sprengdi sjálfan sig í loft upp við Stade de France að kvöldi 13. nóvember.
Abdeslam er talinn hafa keyrt einn mannanna sem sprengdi sjálfan sig í loft upp við Stade de France að kvöldi 13. nóvember. Vísir/EPA
Franska leyniþjónustan telur að grunaði hryðjuverkamaðurinn Salah Abdeslam hafi komist til Sýrlands. CNN greinir frá þessu.

Abdeslam er einn bræðranna sem talinn er hafa átt þátt í hryðjuverkaárásunum í París þar sem 130 féllu. Abdeslam er talinn hafa keyrt einn mannanna sem sprengdi sjálfan sig í loft upp við Stade de France að kvöldi 13. nóvember.

Franska lögreglan fann í síðustu viku sprengjuvesti í ruslatunnu í Montrouge, úthverfi suður af París, en Abdeslam er talinn hafa verið í Monrouge kvöldið eftir árásirnar. Óljóst er þó hvort vestið hafi tilheyrt honum.

Sjá einnig: Á flótta undan ISIS og yfirvöldum: Hver er Salah Abdeslam og hvað gerði hann?

Lögregla hefur áður greint frá því að Abdeslam hafi mögulega átt að sprengja sjálfan sig í loft upp, guggnað og horfið af vettvangi.

Yfirgefinn bílaleigubill, sem skráður var á Abdeslam, fannst í 18. hverfi Parísarborgar, nokkru eftir árásirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×