Hreinsum loftið í París Magnús Guðmundsson skrifar 30. nóvember 2015 07:00 Loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í París í dag. Að öllum líkindum er hér á ferðinni mikilvægasta samkoma þjóðanna frá lokum síðari heimsstyrjaldar; svo brýnt er það erindi sem hvílir á fundinum, svo stór sú vá sem liggur yfir veröldinni. Engin vestræn velmegunarþjóð getur látið sitt eftir liggja og þá síst af öllu þjóð sem býr á jafn gjöfulu grænorkulandi og Íslandi. Það var því ánægjulegt að sjá að í gær gengu hundruð Íslendinga í loftlagsgöngunni í Reykjavík þrátt fyrir frost og þunga færð. Þessi ganga var ein af um tvö þúsund sambærilegum göngum víða um heim undir merkjum Global Climate March sem voru farnar til þess að þrýsta á ríki sem sækja heim loftslagsráðstefnuna í París um að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti og að iðnríkin styðji fátækari ríki heims til þess að takast á við breyttar aðstæður og nýta endurnýtanlega orkugjafa. Gangan í Reykjavík lagði að sjálfsögðu ríka áherslu á hvað íslensk stjórnvöld, og þar með við sem þjóð sem býr við einstakt aðgengi að endurnýtanlegri orku og hátt þekkingarstig, getur lagt af mörkum til þess að viðunandi markmið náist í tíma. Og þá skiptir öllu máli að sú orka sem við beislum sé nýtt með skynsamlegum og sjálfbærum hætti en ekki í þágu mengandi stóriðju með stórskaðlegum áhrifum á umhverfið sem og framtíð heimsins. Gangan setti því fram þá sjálfsögðu kröfu að Ísland skuldbindi sig til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent, að tafarlaust verði hætt við áformaða olíuleit og -vinnslu á Drekasvæðinu og loks að stefnt verði að kolefnishlutleysi fyrir árið 2015. Þetta eru skynsamlegar og réttmætar kröfur og sjálfsagt að þakka þeim sem lögðu leið sína í gönguna fyrir sitt framlag. Hvert skref skiptir máli. Augu þjóðarinnar verða því vonandi á íslenskum ráðamönnum sem og valdamönnum heimsins á næstu dögum. Og að þessu sinni duga engar smáríkisafsakanir, barlómur og væntingar um undanþágur. Slíkt er okkur ekki sæmandi því við einfaldlega búum of vel af aðstæðum til þess að geta skorast undan því að ganga með þeim sem lengst ganga og til mestra endurbóta. Það er ekki hægt að stæra sig af efnahagslegum árangri og vaxandi velsæld, sem virðist þó ná illa til allrar þjóðarinnar, að morgni og taka sér svo stöðu aftast í umhverfismálunum að kvöldi. Hugo Chavez, hinn umdeildi forseti Venesúela á sínum tíma, sagði eitt sinn: „Ef umhverfið væri banki, væru Bandaríkjamenn búnir að bjarga því.“ Stór orð og óneitanlega kaldhæðin en við Íslendingar getum að sönnu tekið þau til okkar eins og aðrar vestrænar þjóðir. Þjóð sem hefur með sönnu sýnt að hún getur verið í forystu í að bjarga bönkum og endurreisa þá úr öskustónni ætti nú aldeilis að geta látið ljós sitt skína á loftslagsráðstefnunni í París í næstu viku. Það verður vonandi gaman að fylgjast með þeirri göngu íslenskra ráðamanna þjóð sinni til sóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun
Loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í París í dag. Að öllum líkindum er hér á ferðinni mikilvægasta samkoma þjóðanna frá lokum síðari heimsstyrjaldar; svo brýnt er það erindi sem hvílir á fundinum, svo stór sú vá sem liggur yfir veröldinni. Engin vestræn velmegunarþjóð getur látið sitt eftir liggja og þá síst af öllu þjóð sem býr á jafn gjöfulu grænorkulandi og Íslandi. Það var því ánægjulegt að sjá að í gær gengu hundruð Íslendinga í loftlagsgöngunni í Reykjavík þrátt fyrir frost og þunga færð. Þessi ganga var ein af um tvö þúsund sambærilegum göngum víða um heim undir merkjum Global Climate March sem voru farnar til þess að þrýsta á ríki sem sækja heim loftslagsráðstefnuna í París um að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti og að iðnríkin styðji fátækari ríki heims til þess að takast á við breyttar aðstæður og nýta endurnýtanlega orkugjafa. Gangan í Reykjavík lagði að sjálfsögðu ríka áherslu á hvað íslensk stjórnvöld, og þar með við sem þjóð sem býr við einstakt aðgengi að endurnýtanlegri orku og hátt þekkingarstig, getur lagt af mörkum til þess að viðunandi markmið náist í tíma. Og þá skiptir öllu máli að sú orka sem við beislum sé nýtt með skynsamlegum og sjálfbærum hætti en ekki í þágu mengandi stóriðju með stórskaðlegum áhrifum á umhverfið sem og framtíð heimsins. Gangan setti því fram þá sjálfsögðu kröfu að Ísland skuldbindi sig til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent, að tafarlaust verði hætt við áformaða olíuleit og -vinnslu á Drekasvæðinu og loks að stefnt verði að kolefnishlutleysi fyrir árið 2015. Þetta eru skynsamlegar og réttmætar kröfur og sjálfsagt að þakka þeim sem lögðu leið sína í gönguna fyrir sitt framlag. Hvert skref skiptir máli. Augu þjóðarinnar verða því vonandi á íslenskum ráðamönnum sem og valdamönnum heimsins á næstu dögum. Og að þessu sinni duga engar smáríkisafsakanir, barlómur og væntingar um undanþágur. Slíkt er okkur ekki sæmandi því við einfaldlega búum of vel af aðstæðum til þess að geta skorast undan því að ganga með þeim sem lengst ganga og til mestra endurbóta. Það er ekki hægt að stæra sig af efnahagslegum árangri og vaxandi velsæld, sem virðist þó ná illa til allrar þjóðarinnar, að morgni og taka sér svo stöðu aftast í umhverfismálunum að kvöldi. Hugo Chavez, hinn umdeildi forseti Venesúela á sínum tíma, sagði eitt sinn: „Ef umhverfið væri banki, væru Bandaríkjamenn búnir að bjarga því.“ Stór orð og óneitanlega kaldhæðin en við Íslendingar getum að sönnu tekið þau til okkar eins og aðrar vestrænar þjóðir. Þjóð sem hefur með sönnu sýnt að hún getur verið í forystu í að bjarga bönkum og endurreisa þá úr öskustónni ætti nú aldeilis að geta látið ljós sitt skína á loftslagsráðstefnunni í París í næstu viku. Það verður vonandi gaman að fylgjast með þeirri göngu íslenskra ráðamanna þjóð sinni til sóma.