Stýrivextir óbreyttir en líkur á frekari hækkunum ingvar haraldsson skrifar 9. desember 2015 09:00 Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans og Már Guðmundsson seðlabankastjóri sitja báðir í peningastefnunefnd vísir/gva Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum, þeir verði því áfram 5,75 prósent.Í tilkynningu frá Peningastefnunefnd kemur fram að samkvæmt nýbirtum bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands var hagvöxtur 4,5% á fyrstu þremur fjórðungum ársins sem hafi í meginatriðum verið í samræmi við nóvemberspá Seðlabankans. Kröftugur bati haldi einnig áfram á vinnumarkaði. Þá hafi verðbólguhorfur til skamms tíma hafa batnað frá nóvemberspá bankans. „Verðbólga mældist 2% í nóvember. Hún hefur aukist minna undanfarið en spáð var vegna þess að lækkun alþjóðlegs hrávöru- og olíuverðs og hækkun á gengi krónunnar hafa vegið á móti innlendum verðhækkunum.“ Peningastefnunefndin boðar hins vegar frekari stýrivaxtahækkanir á næstunni. „Sterkari króna og hagstæðari alþjóðleg verðlagsþróun hafa veitt svigrúm til að hækka vexti hægar en áður var talið nauðsynlegt. Það breytir hins vegar ekki því að miðað við spá Seðlabankans frá því í nóvember er líklegt að auka þurfi aðhald peningastefnunnar frekar á næstu misserum í ljósi vaxandi innlends verðbólguþrýstings. Hve mikið og hve hratt það gerist ræðst af framvindunni.“Bindiskylda lækkuð á nýNefndin hefur ákveðið að lækka bindiskyldu um 1,5 prósentustig. Peningastefnunefndin hækkaði bindiskylduna úr 2 prósentum í 4 prósent í september í því skyni að auðvelda Seðlabankanum stýringu á lausu fé bankakerfisins í tengslum við gjaldeyriskaup Seðlabankans og losun fjármagnshafta. „Peningastefnunefnd hefur nú ákveðið að lækka bindiskyldu á ný úr 4% í 2,5% frá og með næsta bindiskyldutímabili sem hefst 21. desember nk. til þess að milda lausafjáráhrif afhendingar slitabúa gömlu bankanna á stöðugleikaframlögum. Áformað er að bindiskylda lækki að öðru óbreyttu á ný í 2% í tengslum við fyrirhugað útboð vegna svokallaðra aflandskróna.“ Tengdar fréttir Hækkun stýrivaxta skellur fyrir fólk með óverðtryggð húsnæðislán Verðbólga er ekki að hækka jafn hratt og spár Seðlabanka Íslands gerðu ráð fyrir. Hagfræðingar telja ekki óeðlilegt að hækka stýrivexti þótt verðbólga sé undir verðbólgumarkmiðum. Segja ákveðin teikn á lofti. 24. ágúst 2015 07:00 Segir Seðlabankann lafandi hræddan kynda undir verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson fór ófögrum orðum um stýrivaxtahækkun Seðlabankans á Alþingi í dag. 4. nóvember 2015 16:00 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum, þeir verði því áfram 5,75 prósent.Í tilkynningu frá Peningastefnunefnd kemur fram að samkvæmt nýbirtum bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands var hagvöxtur 4,5% á fyrstu þremur fjórðungum ársins sem hafi í meginatriðum verið í samræmi við nóvemberspá Seðlabankans. Kröftugur bati haldi einnig áfram á vinnumarkaði. Þá hafi verðbólguhorfur til skamms tíma hafa batnað frá nóvemberspá bankans. „Verðbólga mældist 2% í nóvember. Hún hefur aukist minna undanfarið en spáð var vegna þess að lækkun alþjóðlegs hrávöru- og olíuverðs og hækkun á gengi krónunnar hafa vegið á móti innlendum verðhækkunum.“ Peningastefnunefndin boðar hins vegar frekari stýrivaxtahækkanir á næstunni. „Sterkari króna og hagstæðari alþjóðleg verðlagsþróun hafa veitt svigrúm til að hækka vexti hægar en áður var talið nauðsynlegt. Það breytir hins vegar ekki því að miðað við spá Seðlabankans frá því í nóvember er líklegt að auka þurfi aðhald peningastefnunnar frekar á næstu misserum í ljósi vaxandi innlends verðbólguþrýstings. Hve mikið og hve hratt það gerist ræðst af framvindunni.“Bindiskylda lækkuð á nýNefndin hefur ákveðið að lækka bindiskyldu um 1,5 prósentustig. Peningastefnunefndin hækkaði bindiskylduna úr 2 prósentum í 4 prósent í september í því skyni að auðvelda Seðlabankanum stýringu á lausu fé bankakerfisins í tengslum við gjaldeyriskaup Seðlabankans og losun fjármagnshafta. „Peningastefnunefnd hefur nú ákveðið að lækka bindiskyldu á ný úr 4% í 2,5% frá og með næsta bindiskyldutímabili sem hefst 21. desember nk. til þess að milda lausafjáráhrif afhendingar slitabúa gömlu bankanna á stöðugleikaframlögum. Áformað er að bindiskylda lækki að öðru óbreyttu á ný í 2% í tengslum við fyrirhugað útboð vegna svokallaðra aflandskróna.“
Tengdar fréttir Hækkun stýrivaxta skellur fyrir fólk með óverðtryggð húsnæðislán Verðbólga er ekki að hækka jafn hratt og spár Seðlabanka Íslands gerðu ráð fyrir. Hagfræðingar telja ekki óeðlilegt að hækka stýrivexti þótt verðbólga sé undir verðbólgumarkmiðum. Segja ákveðin teikn á lofti. 24. ágúst 2015 07:00 Segir Seðlabankann lafandi hræddan kynda undir verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson fór ófögrum orðum um stýrivaxtahækkun Seðlabankans á Alþingi í dag. 4. nóvember 2015 16:00 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Hækkun stýrivaxta skellur fyrir fólk með óverðtryggð húsnæðislán Verðbólga er ekki að hækka jafn hratt og spár Seðlabanka Íslands gerðu ráð fyrir. Hagfræðingar telja ekki óeðlilegt að hækka stýrivexti þótt verðbólga sé undir verðbólgumarkmiðum. Segja ákveðin teikn á lofti. 24. ágúst 2015 07:00
Segir Seðlabankann lafandi hræddan kynda undir verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson fór ófögrum orðum um stýrivaxtahækkun Seðlabankans á Alþingi í dag. 4. nóvember 2015 16:00