Víkingaför Gunnars Nelson um heiminn Tómas Þór Þórðarson og Óskar Ófeigur Jónsson skrifa 9. desember 2015 07:00 Gunnar Nelson er á leið í sinn sjöunda UFC-bardaga. Vísir/Getty Gunnar Nelson kom sterkur til baka í síðasta bardaga sínum þegar hann hengdi Bandaríkjamanninn Brandon Thatch í júlí á þessu ári. Það var mikilvægur endurkomusigur eftir vægast sagt óvænt tap gegn Rick Story, í Stokkhólmi í október í fyrra. Tapið gegn Story er það eina á ferli á Gunnars og Stokkhólmur eini staðurinn sem víkingaför hans um heiminn hefur ekki verið sigursæl. Hann sigldi þess í stað vestur um haf síðast og barðist í fyrsta sinn í Las Vegas, á sjálfu MGM Grand-hótelinu og vann sigur. Sigurför Gunnars hefur verið góð og mikil; jafnt á öllum ferlinum og einnig ef aðeins eru til teknir bardagarnir í UFC. Gunnar Nelson barðist fyrsta sinni í UFC í Nottingham í september 2012 og fór þá létt með Bandaríkjamanninn DaMarques Johnson.Vísir/GettyMikil spenna var á meðal UFC-áhugamanna að sjá íslenska undrabarnið sem kom 9-0-1 inn í UFC og gerði þriggja bardaga samning. Því miður gekk illa að finna fyrsta mótherja Gunnars, en það hefur reyndar því miður gengið stundum erfiðlega. Johnson var alltof þungur fyrir bardagann en það skipti engu máli.Sjá einnig:Gunnar kýlir miklu fastar en Conor Gunnar hélt sig á Englandi en barðist í höfuðborginni í sínum öðrum og þriðja UFC-bardaga. Brasilíumaðurinn Jorge Santiago var felldur fyrst í febrúar 2013, en hann er enn í dag eini maðurinn sem staðið hefur með Gunnari allar loturnar og tapað. Rússinn Omari Akhmedov, strákur sem átti að vera mikil hetja í rússnesku bardagalistinni sambó, átti ekki möguleika í Gunna í næsta bardaga í London. Hann dansaði einhverja skáútgáfu af sambó við okkar mann í tæpa eina lotu og var svo svæfður. Þá var komið að víkingaskipi Gunnars að sigla stutt yfir til Írlands þar sem hann er elskaður og dáður eins og fóstursonur þjóðarinnar. Bandaríkjamaðurinn Zak Cummings, stór og sterkur strákur sem vann svo næsta bardaga sinn eftir tap gegn Gunnari, lá þar í valnum.Vísir/GettyGunnar hafði ekki barist á Norðurlöndum síðan hann var áhugamaður í september 2008 þegar honum bauðst að vera aðalatriðið í Stokkhólmi í október í fyrra. Því miður kom þar fyrsta tap Gunnars en þar var okkar maður ólíkur sjálfum sér og tapaði. Eftir frægðarför Gunnars til Las Vegas í júlí fær hann nú aftur tækifæri til að berjast á MGM Grand-hótelinu þar sem allir bestu bardagamenn sögunnar hafa sýnt listir sínar. Að þessu sinni mætir hann Brasilíumanninum Demian Maia, besta glímumanni sem Gunnar hefur mætt á ferlinum.Sjá einnig:Minn stærsti bardagi á ferlinum Gunnar sýndi gegn Brandon Thatch að hann er ekki lengur bara gólfglímumaður heldur firnasterkur standandi með mikinn höggþunga. Það þarf ekkert að vera að Maia fá tækifæri til að fara með Gunnari í gólfið. Vonandi liggur hann bara eftir og horfir upp á íslenska víkinginn vinna sjöunda sigurinn í UFC.Vísir/Getty MMA Tengdar fréttir Conor óskar Mjölni til hamingju með afmælið og lofar að koma með beltið til Íslands Conor McGregor, UFC-bardagakappinn, hefur lofað því að koma með UFC-beltið í Mjölnishúsið á næsta ári, en Mjölnir tilkynnti á afmælishátíð sinni í dag að þeir myndu flytja í nýtt húsnæði á næstunni. 28. nóvember 2015 19:17 Svona slökkva Gunnar og Conor á kertum | Myndband Strákarnir sýna snerpu sína með því að slökkva á kertum á óvenjulegan hátt. 6. desember 2015 23:00 Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson mætir Demian Maia í Las Vegas Eftir aðeins fimm daga mun Gunnar Nelson stíga í búrið á UFC 194 og mæta Demian Maia. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann vann Brandon Thatch í Las Vegas í júlí. 7. desember 2015 17:23 Gunnar kýlir miklu fastar en Conor | Sjáðu fyrstu dagbókina Gunnar Nelson og Conor McGregor æfðu mjúkar hreyfingar og mældu höggþunga með appi sem undirbúning fyrir bardagakvöldið á laugardaginn. 8. desember 2015 10:00 Minn stærsti bardagi á ferlinum Gunnar Nelson sat fyrir svörum á veitingastað í Los Angeles í nótt. 3. desember 2015 10:45 Gunnar og Conor æfa saman á ströndinni | Myndband Gunnar Nelson og Conor McGregor eru komnir til Bandaríkjanna þar sem þeir æfa nú af kappi fyrir UFC 194 sem fer fram þann 12. desember næstkomandi. 25. nóvember 2015 12:30 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira
Gunnar Nelson kom sterkur til baka í síðasta bardaga sínum þegar hann hengdi Bandaríkjamanninn Brandon Thatch í júlí á þessu ári. Það var mikilvægur endurkomusigur eftir vægast sagt óvænt tap gegn Rick Story, í Stokkhólmi í október í fyrra. Tapið gegn Story er það eina á ferli á Gunnars og Stokkhólmur eini staðurinn sem víkingaför hans um heiminn hefur ekki verið sigursæl. Hann sigldi þess í stað vestur um haf síðast og barðist í fyrsta sinn í Las Vegas, á sjálfu MGM Grand-hótelinu og vann sigur. Sigurför Gunnars hefur verið góð og mikil; jafnt á öllum ferlinum og einnig ef aðeins eru til teknir bardagarnir í UFC. Gunnar Nelson barðist fyrsta sinni í UFC í Nottingham í september 2012 og fór þá létt með Bandaríkjamanninn DaMarques Johnson.Vísir/GettyMikil spenna var á meðal UFC-áhugamanna að sjá íslenska undrabarnið sem kom 9-0-1 inn í UFC og gerði þriggja bardaga samning. Því miður gekk illa að finna fyrsta mótherja Gunnars, en það hefur reyndar því miður gengið stundum erfiðlega. Johnson var alltof þungur fyrir bardagann en það skipti engu máli.Sjá einnig:Gunnar kýlir miklu fastar en Conor Gunnar hélt sig á Englandi en barðist í höfuðborginni í sínum öðrum og þriðja UFC-bardaga. Brasilíumaðurinn Jorge Santiago var felldur fyrst í febrúar 2013, en hann er enn í dag eini maðurinn sem staðið hefur með Gunnari allar loturnar og tapað. Rússinn Omari Akhmedov, strákur sem átti að vera mikil hetja í rússnesku bardagalistinni sambó, átti ekki möguleika í Gunna í næsta bardaga í London. Hann dansaði einhverja skáútgáfu af sambó við okkar mann í tæpa eina lotu og var svo svæfður. Þá var komið að víkingaskipi Gunnars að sigla stutt yfir til Írlands þar sem hann er elskaður og dáður eins og fóstursonur þjóðarinnar. Bandaríkjamaðurinn Zak Cummings, stór og sterkur strákur sem vann svo næsta bardaga sinn eftir tap gegn Gunnari, lá þar í valnum.Vísir/GettyGunnar hafði ekki barist á Norðurlöndum síðan hann var áhugamaður í september 2008 þegar honum bauðst að vera aðalatriðið í Stokkhólmi í október í fyrra. Því miður kom þar fyrsta tap Gunnars en þar var okkar maður ólíkur sjálfum sér og tapaði. Eftir frægðarför Gunnars til Las Vegas í júlí fær hann nú aftur tækifæri til að berjast á MGM Grand-hótelinu þar sem allir bestu bardagamenn sögunnar hafa sýnt listir sínar. Að þessu sinni mætir hann Brasilíumanninum Demian Maia, besta glímumanni sem Gunnar hefur mætt á ferlinum.Sjá einnig:Minn stærsti bardagi á ferlinum Gunnar sýndi gegn Brandon Thatch að hann er ekki lengur bara gólfglímumaður heldur firnasterkur standandi með mikinn höggþunga. Það þarf ekkert að vera að Maia fá tækifæri til að fara með Gunnari í gólfið. Vonandi liggur hann bara eftir og horfir upp á íslenska víkinginn vinna sjöunda sigurinn í UFC.Vísir/Getty
MMA Tengdar fréttir Conor óskar Mjölni til hamingju með afmælið og lofar að koma með beltið til Íslands Conor McGregor, UFC-bardagakappinn, hefur lofað því að koma með UFC-beltið í Mjölnishúsið á næsta ári, en Mjölnir tilkynnti á afmælishátíð sinni í dag að þeir myndu flytja í nýtt húsnæði á næstunni. 28. nóvember 2015 19:17 Svona slökkva Gunnar og Conor á kertum | Myndband Strákarnir sýna snerpu sína með því að slökkva á kertum á óvenjulegan hátt. 6. desember 2015 23:00 Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson mætir Demian Maia í Las Vegas Eftir aðeins fimm daga mun Gunnar Nelson stíga í búrið á UFC 194 og mæta Demian Maia. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann vann Brandon Thatch í Las Vegas í júlí. 7. desember 2015 17:23 Gunnar kýlir miklu fastar en Conor | Sjáðu fyrstu dagbókina Gunnar Nelson og Conor McGregor æfðu mjúkar hreyfingar og mældu höggþunga með appi sem undirbúning fyrir bardagakvöldið á laugardaginn. 8. desember 2015 10:00 Minn stærsti bardagi á ferlinum Gunnar Nelson sat fyrir svörum á veitingastað í Los Angeles í nótt. 3. desember 2015 10:45 Gunnar og Conor æfa saman á ströndinni | Myndband Gunnar Nelson og Conor McGregor eru komnir til Bandaríkjanna þar sem þeir æfa nú af kappi fyrir UFC 194 sem fer fram þann 12. desember næstkomandi. 25. nóvember 2015 12:30 Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mancini og Dyche á óskalista Forest Þorleifur lokið keppni á HM Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira
Conor óskar Mjölni til hamingju með afmælið og lofar að koma með beltið til Íslands Conor McGregor, UFC-bardagakappinn, hefur lofað því að koma með UFC-beltið í Mjölnishúsið á næsta ári, en Mjölnir tilkynnti á afmælishátíð sinni í dag að þeir myndu flytja í nýtt húsnæði á næstunni. 28. nóvember 2015 19:17
Svona slökkva Gunnar og Conor á kertum | Myndband Strákarnir sýna snerpu sína með því að slökkva á kertum á óvenjulegan hátt. 6. desember 2015 23:00
Leiðin að búrinu: Gunnar Nelson mætir Demian Maia í Las Vegas Eftir aðeins fimm daga mun Gunnar Nelson stíga í búrið á UFC 194 og mæta Demian Maia. Þetta verður fyrsti bardagi Gunnars síðan hann vann Brandon Thatch í Las Vegas í júlí. 7. desember 2015 17:23
Gunnar kýlir miklu fastar en Conor | Sjáðu fyrstu dagbókina Gunnar Nelson og Conor McGregor æfðu mjúkar hreyfingar og mældu höggþunga með appi sem undirbúning fyrir bardagakvöldið á laugardaginn. 8. desember 2015 10:00
Minn stærsti bardagi á ferlinum Gunnar Nelson sat fyrir svörum á veitingastað í Los Angeles í nótt. 3. desember 2015 10:45
Gunnar og Conor æfa saman á ströndinni | Myndband Gunnar Nelson og Conor McGregor eru komnir til Bandaríkjanna þar sem þeir æfa nú af kappi fyrir UFC 194 sem fer fram þann 12. desember næstkomandi. 25. nóvember 2015 12:30
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn