Menning

Ljósverk Ólafs lýsir upp næturhimininn í Stokkhólmi í Nóbelsvikunni

Atli Ísleifsson skrifar
Kveikt verður á verkinu frá klukkan 22:30 til klukkan 6, allar nætur, næstu vikuna.
Kveikt verður á verkinu frá klukkan 22:30 til klukkan 6, allar nætur, næstu vikuna. Vísir/Stefán
Listaverk Ólafs Elíassonar mun lýsa upp næturhimininn fyrir ofan ráðhús Stokkhólms í Nóbelsvikunni. Nóbelsverðlaunin verða afhent í borginni á fimmtudaginn.

Verkið gengur undir nafninu „Your Star“ og mun LED-ljós lýsa upp himininn en ljósið er knúið endurnýjanlegri orku sem safnaðist saman um jónsmessuhelgina síðasta sumar.

Á heimasíðu Nóbelsnefndarinnar segir að kveikt verði á verkinu eftir að stormurinn Helga hefur gengið yfir landið.

Kveikt verður á verkinu frá klukkan 22:30 til klukkan 6, allar nætur, næstu vikuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×