Útsending Vísis úr Listaháskólanum í heild sinni: „Það þarf að útskrifa hann strax“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. desember 2015 10:24 Útsending sem fer sennilega í sögubækurnar. vísir Eftir vikudvöl nakinn í glerkassa er Almar Atlason kominn út. Myndlistaneminn fór inn í kassann að morgni mánudagsins fyrir viku og var hann þar fastur í eina viku og það í beinni útsendingu á Youtube. Vísir fylgdist með atburðarrásinni í beinni sjónvarpsútsendingu í morgun og fékk Kjartan Atli Kjartansson þau Berglindi Pétursdóttur og Mikael Torfason í settið til að ræða síðustu viku og þennan gjörning. „Ég held að Fríða Björk ætti að drífa sig núna, taka leigubíl niður í Listaháskóla, og útskrifa hann,“ sagði Mikael Torfason í morgun. „Þetta er bara búið, hvað á þessi maður að gera þarna í tvö og hálft ár í viðbót. Ég held að Guðmundur Oddur, með fullri virðingu, geti ekki kennt honum neitt eftir þetta.“ Berglind var sammála Mikka. „Hann er búinn að vera í skólanum í tvo mánuði, þetta er bara sturlun.“ Sjá einnig: Sjáðu lýsingu Gumma Ben í heild sinni: „Hann er orðinn kassavanur“Útsendingin í heild sinni „Það er ekki hægt að læra að vera myndlistamaður, þú getur kannski lært ýmsa tækni, en annars ertu bara að safna reynslu. Það er ekkert hægt að kenna að vera myndlistamaður. Það skiptir engu máli hvað þú klínir mörgum gráðum á Almar, hann er núna orðinn myndlistamaður.“ „Hann er bara okkar Kim Kardashian, hann er búinn að brjóta internetið,“ sagði Berglind. Knattspyrnulýsandinn Gummi Ben lýsti því síðan þegar Almar fór út úr kassanum og gerði það eins og honum einum er lagið. Ríkarð Óskar Guðnason, var síðan staddur í Listaháskólanum og reyndi að fá viðtal við Almar þegar hann kom út úr kassanum. Almar var ekki á því að koma í viðtal og bauð Rikka G bara malt og appelsín. Rikki skellti sér inn í kassann sjálfan í lok útsendingarinnar. Hér að neðan má sjá lýsingu Gumma Ben í heild sinni en í miðri fréttinni er útsendingin í heild sinni. Menning Tengdar fréttir Konan hans Almars: „Ég er ógeðslega stolt af honum“ Segir Almar vera algjöra hetju að endast viku í kassanum. 7. desember 2015 09:56 Sjáðu lýsingu Gumma Ben í heild sinni: „Hann er orðinn kassavanur“ Eftir vikudvöl nakinn í glerkassa er Almar Atlason kominn út. 7. desember 2015 09:45 Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Eftir vikudvöl nakinn í glerkassa er Almar Atlason kominn út. Myndlistaneminn fór inn í kassann að morgni mánudagsins fyrir viku og var hann þar fastur í eina viku og það í beinni útsendingu á Youtube. Vísir fylgdist með atburðarrásinni í beinni sjónvarpsútsendingu í morgun og fékk Kjartan Atli Kjartansson þau Berglindi Pétursdóttur og Mikael Torfason í settið til að ræða síðustu viku og þennan gjörning. „Ég held að Fríða Björk ætti að drífa sig núna, taka leigubíl niður í Listaháskóla, og útskrifa hann,“ sagði Mikael Torfason í morgun. „Þetta er bara búið, hvað á þessi maður að gera þarna í tvö og hálft ár í viðbót. Ég held að Guðmundur Oddur, með fullri virðingu, geti ekki kennt honum neitt eftir þetta.“ Berglind var sammála Mikka. „Hann er búinn að vera í skólanum í tvo mánuði, þetta er bara sturlun.“ Sjá einnig: Sjáðu lýsingu Gumma Ben í heild sinni: „Hann er orðinn kassavanur“Útsendingin í heild sinni „Það er ekki hægt að læra að vera myndlistamaður, þú getur kannski lært ýmsa tækni, en annars ertu bara að safna reynslu. Það er ekkert hægt að kenna að vera myndlistamaður. Það skiptir engu máli hvað þú klínir mörgum gráðum á Almar, hann er núna orðinn myndlistamaður.“ „Hann er bara okkar Kim Kardashian, hann er búinn að brjóta internetið,“ sagði Berglind. Knattspyrnulýsandinn Gummi Ben lýsti því síðan þegar Almar fór út úr kassanum og gerði það eins og honum einum er lagið. Ríkarð Óskar Guðnason, var síðan staddur í Listaháskólanum og reyndi að fá viðtal við Almar þegar hann kom út úr kassanum. Almar var ekki á því að koma í viðtal og bauð Rikka G bara malt og appelsín. Rikki skellti sér inn í kassann sjálfan í lok útsendingarinnar. Hér að neðan má sjá lýsingu Gumma Ben í heild sinni en í miðri fréttinni er útsendingin í heild sinni.
Menning Tengdar fréttir Konan hans Almars: „Ég er ógeðslega stolt af honum“ Segir Almar vera algjöra hetju að endast viku í kassanum. 7. desember 2015 09:56 Sjáðu lýsingu Gumma Ben í heild sinni: „Hann er orðinn kassavanur“ Eftir vikudvöl nakinn í glerkassa er Almar Atlason kominn út. 7. desember 2015 09:45 Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Konan hans Almars: „Ég er ógeðslega stolt af honum“ Segir Almar vera algjöra hetju að endast viku í kassanum. 7. desember 2015 09:56
Sjáðu lýsingu Gumma Ben í heild sinni: „Hann er orðinn kassavanur“ Eftir vikudvöl nakinn í glerkassa er Almar Atlason kominn út. 7. desember 2015 09:45