Menning

Er meira fyrir sól og hita en vetrarstemningu

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
"Ég mála umferð yfir umferð og læt myndirnar þorna á milli, tek þær svo kannski fram næsta dag og bæti í og hleð ofan á, þangað til allt er komið,“ segir Gunnella.
"Ég mála umferð yfir umferð og læt myndirnar þorna á milli, tek þær svo kannski fram næsta dag og bæti í og hleð ofan á, þangað til allt er komið,“ segir Gunnella. Vísir/GVA
„Ég er á vinnustofunni öllum stundum, eins mikið og ég get leyft mér. Ég bý hér stutt frá og það er heppilegt, ekki síst þegar færðin er eins og hún er,“ segir myndlistarkonan Gunnella þar sem hún situr við að mála á Garðatorgi í Garðabæ.

Þó hún sé stödd í miðju þéttbýli er það oftast sveitin sem birtist á striganum hjá henni. Græni liturinn er líka ríkjandi þar þótt snjórinn sé áberandi utan dyra. „Ég er meira fyrir sól og hita en vetrarveðrið,“ segir hún brosandi.

Skyldu myndirnar allar verða til í hennar hugskoti?

„Þær byrja oft á því að ég sé mynd af einhverju byggðarlagi, götu eða húsaþyrpingu. Það verður mér innblástur og svo bætist minn hugarheimur inn í umhverfið. Þar set ég lífið, fólkið og dýrin og jafnvel einhvern atburð. Þannig vinn ég.“

Hún kveðst vera lengi með hverja mynd enda sé hún með margar í takinu í einu. „Ég mála umferð yfir umferð og læt myndirnar þorna á milli, tek þær svo kannski fram næsta dag og bæti í og hleð ofan á, þangað til allt er komið.“

Sýning Gunnellu stendur til 13. desember frá klukkan 13 til 17 alla dagana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×