Allt að smella fyrir komu flóttafólksins Una Sighvatsdóttir skrifar 6. desember 2015 20:00 Sex sýrlenskra flóttafjölskyldur sem koma hingað í desember munu búa í Hafnarfirði og Kópavogi. Rauði krossinn er með opið hús í dag og á morgun fyrir almenning á höfuðborgarsvæðinu sem vill gefa flóttafólkinu eigulega muni til daglegs lífs. „Sveitarfélögin sjá um að útvega íbúðir fyrir fólkið og hlutverk Rauða krossins er meðal annars að safna húsbúnaði og húsgögnum og útbúa íbúðina fyrir fólkið þannig að þegar það labbar inn sé það bara komið inn á nýja heimilið sitt, nokkrum dögum fyrir jól," segir Ragnar Þorvarðarson varaformaður Rauða krossins í Reykjavík.Mikill velvilji í samfélaginu Nú þegar er búið að bjóða fram flest þau húsgögn sem vantaði og er nú unnið að því að sækja þau og raða saman í myndarlegar búslóðir fyrir sex fullbúin heimili. Ekki er því óskað eftir fleiri húsgögnum í bili en Rauði krossinn hefur óskað eftir vel með förnum húsbúnaði, svo sem lömpum og speglum, auk þess sem leikföngum er tekið fagnandi því í fjölskyldunum eru mörg börn á ýmsum aldri. Og almenningur lét ekki á sér standa í dag. „Það er virkilega gaman að sjá hvað það er mikill velvilji í samfélaginu gagnvart komu þessa fólks. Við sjáum það hér að fólk er að koma með mjög fallega hluti, af því það vill taka þátt í því að búa til heimili fyrir þetta fólk sem kemur hingað allslaust," segir Ragnar. Það er mikil vinna að útbúa sex fjölskyldum heimili og nú eru rétt tæpar þrjár vikur til stefnu ef áætlanir um komu flóttafólksins ganga eftir. „Það er heilmikið að gera til að undirbúa komu fólksins en eins og einhver sagði þá vinna margar hendur létt verk," segir Ragnar. „Við í raun og veru erum það heppin að það er bara nánast allt að smella saman." Flóttamenn Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Sex sýrlenskra flóttafjölskyldur sem koma hingað í desember munu búa í Hafnarfirði og Kópavogi. Rauði krossinn er með opið hús í dag og á morgun fyrir almenning á höfuðborgarsvæðinu sem vill gefa flóttafólkinu eigulega muni til daglegs lífs. „Sveitarfélögin sjá um að útvega íbúðir fyrir fólkið og hlutverk Rauða krossins er meðal annars að safna húsbúnaði og húsgögnum og útbúa íbúðina fyrir fólkið þannig að þegar það labbar inn sé það bara komið inn á nýja heimilið sitt, nokkrum dögum fyrir jól," segir Ragnar Þorvarðarson varaformaður Rauða krossins í Reykjavík.Mikill velvilji í samfélaginu Nú þegar er búið að bjóða fram flest þau húsgögn sem vantaði og er nú unnið að því að sækja þau og raða saman í myndarlegar búslóðir fyrir sex fullbúin heimili. Ekki er því óskað eftir fleiri húsgögnum í bili en Rauði krossinn hefur óskað eftir vel með förnum húsbúnaði, svo sem lömpum og speglum, auk þess sem leikföngum er tekið fagnandi því í fjölskyldunum eru mörg börn á ýmsum aldri. Og almenningur lét ekki á sér standa í dag. „Það er virkilega gaman að sjá hvað það er mikill velvilji í samfélaginu gagnvart komu þessa fólks. Við sjáum það hér að fólk er að koma með mjög fallega hluti, af því það vill taka þátt í því að búa til heimili fyrir þetta fólk sem kemur hingað allslaust," segir Ragnar. Það er mikil vinna að útbúa sex fjölskyldum heimili og nú eru rétt tæpar þrjár vikur til stefnu ef áætlanir um komu flóttafólksins ganga eftir. „Það er heilmikið að gera til að undirbúa komu fólksins en eins og einhver sagði þá vinna margar hendur létt verk," segir Ragnar. „Við í raun og veru erum það heppin að það er bara nánast allt að smella saman."
Flóttamenn Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira