Erlent

Tveggja manna leitað í Belgíu og Frakklandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögregluyfirvöld leita tveggja manna sem taldir eru hafa aðstoðað þá sem frömdu hryðjuverkin í París
Lögregluyfirvöld leita tveggja manna sem taldir eru hafa aðstoðað þá sem frömdu hryðjuverkin í París Vísir/Getty
Lögregluyfirvöld í Belgíu og Frakklandi leita nú tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa aðstoðað Salah Abdeslam sem er á flótta á undan lögreglu vegna aðildar sinnar að hryðjuverkunum í París.

Lögregluyfirvöld segja að mennirnir séu bæði vopnaðir og hættulegir en talið er að þeir hafi aðstoðað Abdeslam í að ferðast til Ungverjalands í september.

Abdeslam var stöðvaður á landamærum Ungverjalands og Austurríkis í september ásamt mönnunum tveimur sem voru með fölsk skilríki undir nöfnunum Soufiane Kayal og Samir Bouzid.

Saksóknari í Belgíu segir að mennirnir hafi komið fjármagni til frænda Abdelhamid Abaaoud sem talinn er vera höfuðpaur hryðjuverkanna í París.

Salah Abdeslam er enn á flótta undan lögregluyfirvöldum. Ekki liggur ljóst fyrir hvert hlutverk hans í hryðjuverkunum í París hafi nákvæmlega verið. Mögulegt þykir að hann hafi átt að vera áttundi árásarmaðurinn en guggnað á síðustu stundu og flúið til Belgíu.


Tengdar fréttir

Bataclan opnar aftur á næsta ári

Einn eigenda staðarins segir að Bataclan eigi ekki að verða staður til að minnast hinna látnu eða staður fyrir pílagríma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×