Hæstiréttur mildaði því dóma fjórmenninganna frá því í héraði sumarið 2014. Þá hlutu Birkir, Elmar og Jóhannes fimm ára fangelsi og Magnús Arnar fjögurra ára fangelsi. Þá þurfa þeir að greiða rúmar fjórar milljónir króna á mann í málskostnað til verjenda sinna.
Hæstaréttadómarinn Ólafur Börkur Þorvaldsson skilaði sératkvæði í málinu. Taldi hann að vísa ætti máli Birkis frá en var að öðru leyti sammála dómnum.

Birkir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta, gegndi stöðu viðskiptastjóra hjá einkabankaþjónustu Glitnis. Jóhannes var framkvæmdastjóri markaðsviðskipta, Elmar var verðbréfamiðlari, og Magnús Arnar var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs.
Fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir umboðssvik, markaðsmisnotkun og brot á lögum um ársreikninga í tengslum við 3,8 milljarða lánveitingu Glitnis til félagsins BK-44 í nóvember 2007. Félagið var í eigu Birkis.
Að neðan má sjá umfjöllun Vísis frá meðferð málsins í Hæstarétti. Dóminn í heild sinni má lesa hér.