Menning

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2015

Magnús Guðmundsson skrifar
Höfundarnir sem eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna 2015
Höfundarnir sem eru tilnefndar til Fjöruverðlaunanna 2015
Í gær var tilkynnt um tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2015 en verðlaunað er í þremur flokkum; fagurbókmenntum, barna- og unglingabókmenntum og flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Fjöruverðlaunin hafa verið veitt árlega síðan 2007 og eru ætluð til þess að hampa og vekja athygli á hlut kvenna í íslenskum bókmenntum sem og að hvetja konur til dáða við ritstörf. En gildi sérstakra bókmenntaverðlauna hefur sannað sig á síðustu árum bæði í Bretlandi sem og hér heima.

Í ár eru eftirtaldar bækur tilnefndar til Fjöruverðlaunanna:

Í flokki fagurbókmennta:

Humátt eftir Guðrúnu Hannesdóttur, Mörk eftir Þóru Karítas Árnadóttur og Tvöfalt gler eftir Halldóru K. Thoroddsen. Dómnefndina skipuðu: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir, Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir og Salka Guðmundsdóttir.

Í flokki barna- og unglingabókmennta:

Vetrarfrí eftir Hildi Knútsdóttur, Koparborgin eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur og Randalín, Mundi og afturgöngurnar eftir Þórdísi Gísladóttur. Dómnefndina skipuðu: Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir, Júlía Margrét Axelsdóttir og Þorbjörg Karlsdóttir.

Í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis:

Heiður og huggun –­ Erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld eftir Þórunni Sigurðardóttur, Ástin, drekinn og dauðinn eftir Vilborgu Davíðsdóttur og Rof –­ Frásagnir kvenna af fóstureyðingum eftir Silju Báru Ómarsdóttur og Steinunni Rögnvaldsdóttur. Dómnefndina skipuðu Erna Magnúsdóttir, Erla Elíasdóttir Völudóttir og Sigurrós Erlingsdóttir. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×