Stjörnum prýtt mót Tiger Woods hefst í kvöld 3. desember 2015 13:30 Spieth hefur verið í ótrúlegu formi á árinu. Getty Það er fámennt en góðmennt á Hero World Challenge sem hefst í dag en allir af þeim 18 kylfingum sem eru skráðir til leiks eru í topp 50 á heimslistanum. Tiger Woods heldur mótið en í ár fer það fram á Bahamaeyjum og keppendur munu skipta með sér rúmlega 500 milljónum í verðlaunafé. Þetta er í fyrsta sinn sem mótið er haldið í Albany á Bahamaeyjum en Tiger Woods og Ernie Els eiga þennan glæsilega völl, sem Els hannaði sjálfur. Tiger er þó ekki meðal þátttakenda í ár þar sem hann er enn að jafna sig eftir tvær bakaðgerðir sem hann fór í fyrr á árinu. Jordan Spieth á titil að verja eftir að hafa sigrað á mótinu í fyrra með 10 högga mun en hann leikur í holli með Indverjanum Anibarn Lahiri á fyrsta hring. Þá verða augu margra eflaust á tveimur af vinsælustu kylfingum PGA-mótaraðarinnar, Bubba Watson og Rickie Fowler, en þeir leika einnig saman. Hero World Challenge verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 18:00 í kvöld. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það er fámennt en góðmennt á Hero World Challenge sem hefst í dag en allir af þeim 18 kylfingum sem eru skráðir til leiks eru í topp 50 á heimslistanum. Tiger Woods heldur mótið en í ár fer það fram á Bahamaeyjum og keppendur munu skipta með sér rúmlega 500 milljónum í verðlaunafé. Þetta er í fyrsta sinn sem mótið er haldið í Albany á Bahamaeyjum en Tiger Woods og Ernie Els eiga þennan glæsilega völl, sem Els hannaði sjálfur. Tiger er þó ekki meðal þátttakenda í ár þar sem hann er enn að jafna sig eftir tvær bakaðgerðir sem hann fór í fyrr á árinu. Jordan Spieth á titil að verja eftir að hafa sigrað á mótinu í fyrra með 10 högga mun en hann leikur í holli með Indverjanum Anibarn Lahiri á fyrsta hring. Þá verða augu margra eflaust á tveimur af vinsælustu kylfingum PGA-mótaraðarinnar, Bubba Watson og Rickie Fowler, en þeir leika einnig saman. Hero World Challenge verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 18:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira