Stjörnum prýtt mót Tiger Woods hefst í kvöld 3. desember 2015 13:30 Spieth hefur verið í ótrúlegu formi á árinu. Getty Það er fámennt en góðmennt á Hero World Challenge sem hefst í dag en allir af þeim 18 kylfingum sem eru skráðir til leiks eru í topp 50 á heimslistanum. Tiger Woods heldur mótið en í ár fer það fram á Bahamaeyjum og keppendur munu skipta með sér rúmlega 500 milljónum í verðlaunafé. Þetta er í fyrsta sinn sem mótið er haldið í Albany á Bahamaeyjum en Tiger Woods og Ernie Els eiga þennan glæsilega völl, sem Els hannaði sjálfur. Tiger er þó ekki meðal þátttakenda í ár þar sem hann er enn að jafna sig eftir tvær bakaðgerðir sem hann fór í fyrr á árinu. Jordan Spieth á titil að verja eftir að hafa sigrað á mótinu í fyrra með 10 högga mun en hann leikur í holli með Indverjanum Anibarn Lahiri á fyrsta hring. Þá verða augu margra eflaust á tveimur af vinsælustu kylfingum PGA-mótaraðarinnar, Bubba Watson og Rickie Fowler, en þeir leika einnig saman. Hero World Challenge verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 18:00 í kvöld. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Það er fámennt en góðmennt á Hero World Challenge sem hefst í dag en allir af þeim 18 kylfingum sem eru skráðir til leiks eru í topp 50 á heimslistanum. Tiger Woods heldur mótið en í ár fer það fram á Bahamaeyjum og keppendur munu skipta með sér rúmlega 500 milljónum í verðlaunafé. Þetta er í fyrsta sinn sem mótið er haldið í Albany á Bahamaeyjum en Tiger Woods og Ernie Els eiga þennan glæsilega völl, sem Els hannaði sjálfur. Tiger er þó ekki meðal þátttakenda í ár þar sem hann er enn að jafna sig eftir tvær bakaðgerðir sem hann fór í fyrr á árinu. Jordan Spieth á titil að verja eftir að hafa sigrað á mótinu í fyrra með 10 högga mun en hann leikur í holli með Indverjanum Anibarn Lahiri á fyrsta hring. Þá verða augu margra eflaust á tveimur af vinsælustu kylfingum PGA-mótaraðarinnar, Bubba Watson og Rickie Fowler, en þeir leika einnig saman. Hero World Challenge verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst útsending frá fyrsta hring klukkan 18:00 í kvöld.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira