Bryan Ferry á leið í Hörpu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. desember 2015 08:00 Bryan Ferry í þrumustuði. Vísir/Getty Stórsöngvarinn Bryan Ferry er á leiðinni til landsins og heldur tónleika í Eldborg í Hörpu í maí á næsta ári. Ferry tróð síðast upp hér á landi á tvennum tónleikum, fyrir þremur árum. Þá var honum mjög vel tekið og fékk hann meðal annars fimm stjörnur fyrir frammistöðuna frá gagnrýnanda Fréttablaðsins. Ferry á að baki um fjögurra áratuga feril í tónlist, en hann sló fyrst í gegn með sveitinni Roxy Music í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar. Ferry hefur alls tekið þátt í gerð 31 breiðskífu á ferlinum og hefur hann hannað umslögin utan um margar þeirra. Hann hefur einnig starfað á sviði tísku, meðal annars starfað með verslanakeðjunni H&M. Tónleikarnir, sem fara fram þann 16. maí, eru liður í Evróputúr Ferry. Mikill fjöldi tónlistarmanna og sviðsmanna ferðast með söngvaranum og mun hann spanna allan feril sinn í Hörpu. Í fyrra sendi hann frá sér plötuna Avonmore, sem fékk góða dóma. Platan fékk meðal annars fjórar stjörnur frá gagnrýnanda The Guardian.Ferill Ferry í nokkrum punktum Bryan Ferry hefur sent frá sér 13 breiðskífur á sólóferli sínum. 41 ár er á milli fyrstu og síðustu breiðskífu Ferry. Ferry hefur komið að 31 breiðskífu á ferlinum. Hljómsveitin Roxy Music tók sér hlé í 28 ár, en sveitin starfaði ekki saman frá 1983 til 2001. Sveitin hefur komið nokkrum sinnum saman síðasta áratuginn. Hlustað hefur verið 9 milljón sinnum á vinsælasta Ferry á Spotify en það er lagið Slave to Love. Tónlist Tengdar fréttir Firnagóður Ferry Bryan Ferry heillaði troðfullan Eldborgarsal á sunnudagskvöldið. Ferry lék á alls oddi og sýndi að hann á nóg eftir. Á heildina litið firnagóðir tónleikar sem stóðust allar væntingar – og þær voru miklar! 29. maí 2012 18:00 Ferry sleikti sólina á Kaffi París Breski tónlistarmaðurinn Bryan Ferry fékk góðar móttökur er hann lagði undir sig sviðið í Eldborgarsal Hörpu á sunnudagskvöldið. Fyrir tónleikana sleikti Ferry sólina í Reykjavíkurborg þar sem hann settist meðal annars út á Kaffi París og lét sig ekki muna um að skrifa nokkrar eiginhandaráritanir til aðdáenda. 29. maí 2012 20:00 Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira
Stórsöngvarinn Bryan Ferry er á leiðinni til landsins og heldur tónleika í Eldborg í Hörpu í maí á næsta ári. Ferry tróð síðast upp hér á landi á tvennum tónleikum, fyrir þremur árum. Þá var honum mjög vel tekið og fékk hann meðal annars fimm stjörnur fyrir frammistöðuna frá gagnrýnanda Fréttablaðsins. Ferry á að baki um fjögurra áratuga feril í tónlist, en hann sló fyrst í gegn með sveitinni Roxy Music í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar. Ferry hefur alls tekið þátt í gerð 31 breiðskífu á ferlinum og hefur hann hannað umslögin utan um margar þeirra. Hann hefur einnig starfað á sviði tísku, meðal annars starfað með verslanakeðjunni H&M. Tónleikarnir, sem fara fram þann 16. maí, eru liður í Evróputúr Ferry. Mikill fjöldi tónlistarmanna og sviðsmanna ferðast með söngvaranum og mun hann spanna allan feril sinn í Hörpu. Í fyrra sendi hann frá sér plötuna Avonmore, sem fékk góða dóma. Platan fékk meðal annars fjórar stjörnur frá gagnrýnanda The Guardian.Ferill Ferry í nokkrum punktum Bryan Ferry hefur sent frá sér 13 breiðskífur á sólóferli sínum. 41 ár er á milli fyrstu og síðustu breiðskífu Ferry. Ferry hefur komið að 31 breiðskífu á ferlinum. Hljómsveitin Roxy Music tók sér hlé í 28 ár, en sveitin starfaði ekki saman frá 1983 til 2001. Sveitin hefur komið nokkrum sinnum saman síðasta áratuginn. Hlustað hefur verið 9 milljón sinnum á vinsælasta Ferry á Spotify en það er lagið Slave to Love.
Tónlist Tengdar fréttir Firnagóður Ferry Bryan Ferry heillaði troðfullan Eldborgarsal á sunnudagskvöldið. Ferry lék á alls oddi og sýndi að hann á nóg eftir. Á heildina litið firnagóðir tónleikar sem stóðust allar væntingar – og þær voru miklar! 29. maí 2012 18:00 Ferry sleikti sólina á Kaffi París Breski tónlistarmaðurinn Bryan Ferry fékk góðar móttökur er hann lagði undir sig sviðið í Eldborgarsal Hörpu á sunnudagskvöldið. Fyrir tónleikana sleikti Ferry sólina í Reykjavíkurborg þar sem hann settist meðal annars út á Kaffi París og lét sig ekki muna um að skrifa nokkrar eiginhandaráritanir til aðdáenda. 29. maí 2012 20:00 Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira
Firnagóður Ferry Bryan Ferry heillaði troðfullan Eldborgarsal á sunnudagskvöldið. Ferry lék á alls oddi og sýndi að hann á nóg eftir. Á heildina litið firnagóðir tónleikar sem stóðust allar væntingar – og þær voru miklar! 29. maí 2012 18:00
Ferry sleikti sólina á Kaffi París Breski tónlistarmaðurinn Bryan Ferry fékk góðar móttökur er hann lagði undir sig sviðið í Eldborgarsal Hörpu á sunnudagskvöldið. Fyrir tónleikana sleikti Ferry sólina í Reykjavíkurborg þar sem hann settist meðal annars út á Kaffi París og lét sig ekki muna um að skrifa nokkrar eiginhandaráritanir til aðdáenda. 29. maí 2012 20:00