Hvítar lygar Frosti Logason skrifar 3. desember 2015 07:00 Hvers vegna grípur fólk til hvítra lyga? Fyrir því eru auðvitað margvíslegar ástæður. Ég á einn félaga sem virðist hreinlega ekki geta sagt satt. Það er bara eitthvað sem heimilar honum það ekki. Þegar hann er á leiðinni í heimsókn segist hann ætla að mæta eftir hálftíma en kemur eftir tvo. Ef þú hringir í hann og spyrð hvar hann sé þá segist hann alltaf vera nær en hann er í raun. „Ég er bara hérna hjá Kringlunni, það eru fimm mínútur í mig,“ segir hann hjá álverinu í Straumsvík og verður aldrei kominn fyrr en eftir 20 mínútur í fyrsta lagi. Hugsanlega telur hann sig vera að gera fólki til geðs með því að segja alltaf eitthvað sem hann heldur að fólk vilji heyra fremur en það sem er satt og rétt. En niðurstaða þessara æfinga verður aldrei til þess að auka traust milli vina, síður en svo. Þessi árátta félagans gerir engum gott og allra síst honum sjálfum. Hann er til að mynda að verða nauðasköllóttur fyrir aldur fram sem ég tel að megi rekja beint til þess stanslausa kvíða sem fylgir því að þurfa stöðugt að segja ósatt. Heiðarlegt fólk sem hefur að leiðarljósi í sínu lífi að segja alltaf satt og rétt frá er því miður ekki á hverju strái. Slíkar manneskjur eru eins og vin í eyðimörk. Þú veist að það segir það sem það meinar og meinar það sem það segir. Það segir ekki eitt fyrir framan þig og annað í baktali. Það segir þér heiðarlega frá þegar það telur þig vera að breyta rangt og hrós frá slíkum manneskjum verður aldrei misskilið sem falskur sleikjuskapur. Þó að öll gerumst við einhvern tíma sek um hvítar lygar borgar sig alltaf frekar að sleppa þeim. Eigðu góðan dag á morgun með því að segja sannleikann í dag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun
Hvers vegna grípur fólk til hvítra lyga? Fyrir því eru auðvitað margvíslegar ástæður. Ég á einn félaga sem virðist hreinlega ekki geta sagt satt. Það er bara eitthvað sem heimilar honum það ekki. Þegar hann er á leiðinni í heimsókn segist hann ætla að mæta eftir hálftíma en kemur eftir tvo. Ef þú hringir í hann og spyrð hvar hann sé þá segist hann alltaf vera nær en hann er í raun. „Ég er bara hérna hjá Kringlunni, það eru fimm mínútur í mig,“ segir hann hjá álverinu í Straumsvík og verður aldrei kominn fyrr en eftir 20 mínútur í fyrsta lagi. Hugsanlega telur hann sig vera að gera fólki til geðs með því að segja alltaf eitthvað sem hann heldur að fólk vilji heyra fremur en það sem er satt og rétt. En niðurstaða þessara æfinga verður aldrei til þess að auka traust milli vina, síður en svo. Þessi árátta félagans gerir engum gott og allra síst honum sjálfum. Hann er til að mynda að verða nauðasköllóttur fyrir aldur fram sem ég tel að megi rekja beint til þess stanslausa kvíða sem fylgir því að þurfa stöðugt að segja ósatt. Heiðarlegt fólk sem hefur að leiðarljósi í sínu lífi að segja alltaf satt og rétt frá er því miður ekki á hverju strái. Slíkar manneskjur eru eins og vin í eyðimörk. Þú veist að það segir það sem það meinar og meinar það sem það segir. Það segir ekki eitt fyrir framan þig og annað í baktali. Það segir þér heiðarlega frá þegar það telur þig vera að breyta rangt og hrós frá slíkum manneskjum verður aldrei misskilið sem falskur sleikjuskapur. Þó að öll gerumst við einhvern tíma sek um hvítar lygar borgar sig alltaf frekar að sleppa þeim. Eigðu góðan dag á morgun með því að segja sannleikann í dag.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun