Flóttamenn stíga á svið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2015 07:00 Tvær fjölskyldur frá Sýrlandi, ein frá Kenýa og ein frá Írak munu segja sögu sína í Borgarleikhúsinu. fréttablaðið/Jón Guðmundsson Á laugardag munu fjórar fjölskyldur flóttamanna segja sögu sína í Borgarleikhúsinu. Sumar fjölskyldurnar eru komnar með landvistarleyfi, aðrar bíða eftir svari. Fjölskyldurnar eru misstórar, sumir eru einir í fjölskyldu og aðrir með mörg börn. Fjölskyldurnar munu standa á stóra sviðinu og segja frá sínu lífi, frá hverju þær eru að flýja og að hverju þær eru að leita. „Hugmyndin með þessu er fyrst og fremst að opna fyrir samtal og rými þar sem við getum talað saman. Yfirskriftin er „Opnum okkur“ og er þetta unnið í samstarfi við Rauða krossinn. Fyrst og fremst á þetta að vera einlæg samverustund,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, borgarleikhússtjóri. Halldóra Geirharðsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson leikarar munu halda utan um samtalið. Einnig verða fluttir stuttir fyrirlestrar, meðal annars hjálparstarfsmenn sem hafa verið á Lesbos. Að lokum verða umræður. „Við erum alltaf að skoða í leikhúsinu hvernig við getum brugðist við því sem er að gerast í samfélaginu. Við viljum gjarnan rækta samfélagslegt hlutverk leikhússins. Mörg leikhús erlendis hafa brugðist við flóttamannavandanum með því að opna dyrnar og bjóða gistingu og tungumálakennslu. Þetta er okkar skerfur, að gefa flóttamönnum rödd,“ segir Kristín en allir sem koma að viðburðinum gefa vinnu sína og verður aðgangur ókeypis. Kristín segist finna fyrir að leikhúsgestir séu að þroskast og þetta sé eitthvað sem fólk vilji taka þátt í. „Kortasala okkar hefur aldrei verið meiri en í ár þrátt fyrir að margar af sýningum okkar séu framsæknari en áður. Leikhús er í blóma núna og á að taka á svona málum.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar um viðburðinn á facebook Flóttamenn Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Á laugardag munu fjórar fjölskyldur flóttamanna segja sögu sína í Borgarleikhúsinu. Sumar fjölskyldurnar eru komnar með landvistarleyfi, aðrar bíða eftir svari. Fjölskyldurnar eru misstórar, sumir eru einir í fjölskyldu og aðrir með mörg börn. Fjölskyldurnar munu standa á stóra sviðinu og segja frá sínu lífi, frá hverju þær eru að flýja og að hverju þær eru að leita. „Hugmyndin með þessu er fyrst og fremst að opna fyrir samtal og rými þar sem við getum talað saman. Yfirskriftin er „Opnum okkur“ og er þetta unnið í samstarfi við Rauða krossinn. Fyrst og fremst á þetta að vera einlæg samverustund,“ segir Kristín Eysteinsdóttir, borgarleikhússtjóri. Halldóra Geirharðsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson leikarar munu halda utan um samtalið. Einnig verða fluttir stuttir fyrirlestrar, meðal annars hjálparstarfsmenn sem hafa verið á Lesbos. Að lokum verða umræður. „Við erum alltaf að skoða í leikhúsinu hvernig við getum brugðist við því sem er að gerast í samfélaginu. Við viljum gjarnan rækta samfélagslegt hlutverk leikhússins. Mörg leikhús erlendis hafa brugðist við flóttamannavandanum með því að opna dyrnar og bjóða gistingu og tungumálakennslu. Þetta er okkar skerfur, að gefa flóttamönnum rödd,“ segir Kristín en allir sem koma að viðburðinum gefa vinnu sína og verður aðgangur ókeypis. Kristín segist finna fyrir að leikhúsgestir séu að þroskast og þetta sé eitthvað sem fólk vilji taka þátt í. „Kortasala okkar hefur aldrei verið meiri en í ár þrátt fyrir að margar af sýningum okkar séu framsæknari en áður. Leikhús er í blóma núna og á að taka á svona málum.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar um viðburðinn á facebook
Flóttamenn Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira