Bjarki Þór var gráti næst er hann fékk gullverðlaunin Pétur Marinó Jónsson skrifar 1. desember 2015 22:30 Bjarki Þór Pálsson. Kjartan Páll Sæmundsson. Bjarki Þór Pálsson keppti á dögunum á Evrópumótinu í MMA í Birmingham. Bjarki gerði sér lítið fyrir og sigraði stærsta flokkinn og tryggði sér Evrópumeistaratitilinn eftir fimm bardaga á fjórum dögum. Mótið fór fram dagana 19. til 22. nóvember en þetta var í fyrsta sinn sem Evrópumótið var haldið. Mjölnir sendi átta keppendur á mótið og kom heim með tvenn gullverðlaun og eitt brons en Sunna Rannveig Davíðsdóttir varð einnig Evrópumeistari á mótinu. Bjarki Þór átti frábæra frammistöðu á mótinu en hver var erfiðasti bardaginn og af hverju? „Mér fannst annar bardaginn, gegn Ítalanum mjög erfiður. Hann var sterkur og sveiflaði höndunum eins og hann væri að taka skriðsund og ég fann mig ekki alveg í þeim bardaga. Ég var með fókusinn mikið á að ég þyrfti að taka tvo bardaga þann dag þannig að ég átti erfitt með að finna mig. Einnig var ég með áhyggjur af því að mæta einum Íra frá John Kavanagh í næsta bardaga. Hann var svo lítill og væskislegur og ungur og mig langaði bara ekki að lenda á móti honum. Mig langaði ekki að meiða hann. Það var eitthvað í hausnum á mér að flækjast fyrir,“ segir Bjarki Þór en hann þurfti að keppa tvo bardaga á öðrum degi mótsins. „Í fimmta bardaganum var ég auðvitað orðinn mjög þreyttur. Líkaminn var hættur að hlýða öllum skipunum, var svolítið mikið eftir á í upphitun. Líkaminn var tregur til og sprengikrafturinn var farinn og ég fann hvað ég var svakalega þreyttur.“ Bjarki hefur áður talað um hve mikið hann hefur langað að keppa fyrir hönd Íslands og hafði það hvetjandi áhrif á hann þegar hann var orðinn þreyttur. „Þjóðarstoltið hjálpaði mér gríðarlega. Ég elska Ísland og stuðningurinn sem ég fékk var geðveikur. Eftir hvern bardaga kíkti ég á Facebook og þar voru allir að hvetja mig áfram og ég bara klökknaði í hvert einasta skipti sem ég sá þetta. Síðan var ég með möntru í hausnum á mér, pain is temporary, glory is forever! Það var það sem ég mantraði, án djóks! Þetta var farið að verða erfitt þegar komið var að þriðja bardaganum. Þá er hætt við að maður geti orðið neikvæður og vildi ég passa mig á því. Ég sagði því bara við sjálfan mig ‘þetta er fyrsti bardaginn’ fyrir hvern bardaga.“ Þegar Bjarki fékk gullverðlaunin afhend var íslenski fáninn á skjánum og þjóðsöngurinn spilaður. Það hlítur að hafa kitlað þjóðarstoltið hjá Bjarka? „Jú algjörlega, það munaði litlu að ég hefði bara farið að hágráta. Ég var svo þakklátur og að heyra þjóðsönginn og með fánann, þetta var eitt besta augnablik lífs míns.“ Ítarlegra viðtal við Bjarka má lesa á vef MMA Frétta hér en þar talar hann m.a. um ruglið í fortíðinni og andlega erfiðleika. MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig Evrópumeistari Sunna Rannveig Davíðsdóttir bar sigur úr býtum á Evrópumeistaramóti áhugamanna í MMA. 22. nóvember 2015 12:55 Sunna Rannveig með tárin í augunum: „Ótrúlegt að fá stelpuna mína í fangið“ Nýkrýndur Evrópumeistari í blönduðum bardagalistum beygði af í viðtali í Leifsstöð. 23. nóvember 2015 20:30 Evrópumeistararnir fengu hetjulegar móttökur í Leifsstöð Sunna Rannveg Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson komu með gullverðlaunin til landsins í dag. 23. nóvember 2015 17:30 Verð að heyra í dóttur minni áður en ég fer í búrið Ísland eignaðist tvo Evrópumeistara í blandaðri bardagalist, MMA, í gær. Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson unnu bæði sína úrslitabardaga. 23. nóvember 2015 06:00 Átta Íslendingar keppa á Evrópumótinu í MMA Evrópumeistaramót áhugamanna í MMA fer fram þessa dagana í Birmingham. Átta Íslendingar keppa á mótinu sem hefst í dag. 19. nóvember 2015 07:45 Bjarki Þór Evrópumeistari Bjarki Þór Pálsson var rétt í þessu að verða Evrópumeistari í MMA. Bjarki sigraði Búlgara eftir einróma dómaraákvörðun. 22. nóvember 2015 15:12 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Sjá meira
Bjarki Þór Pálsson keppti á dögunum á Evrópumótinu í MMA í Birmingham. Bjarki gerði sér lítið fyrir og sigraði stærsta flokkinn og tryggði sér Evrópumeistaratitilinn eftir fimm bardaga á fjórum dögum. Mótið fór fram dagana 19. til 22. nóvember en þetta var í fyrsta sinn sem Evrópumótið var haldið. Mjölnir sendi átta keppendur á mótið og kom heim með tvenn gullverðlaun og eitt brons en Sunna Rannveig Davíðsdóttir varð einnig Evrópumeistari á mótinu. Bjarki Þór átti frábæra frammistöðu á mótinu en hver var erfiðasti bardaginn og af hverju? „Mér fannst annar bardaginn, gegn Ítalanum mjög erfiður. Hann var sterkur og sveiflaði höndunum eins og hann væri að taka skriðsund og ég fann mig ekki alveg í þeim bardaga. Ég var með fókusinn mikið á að ég þyrfti að taka tvo bardaga þann dag þannig að ég átti erfitt með að finna mig. Einnig var ég með áhyggjur af því að mæta einum Íra frá John Kavanagh í næsta bardaga. Hann var svo lítill og væskislegur og ungur og mig langaði bara ekki að lenda á móti honum. Mig langaði ekki að meiða hann. Það var eitthvað í hausnum á mér að flækjast fyrir,“ segir Bjarki Þór en hann þurfti að keppa tvo bardaga á öðrum degi mótsins. „Í fimmta bardaganum var ég auðvitað orðinn mjög þreyttur. Líkaminn var hættur að hlýða öllum skipunum, var svolítið mikið eftir á í upphitun. Líkaminn var tregur til og sprengikrafturinn var farinn og ég fann hvað ég var svakalega þreyttur.“ Bjarki hefur áður talað um hve mikið hann hefur langað að keppa fyrir hönd Íslands og hafði það hvetjandi áhrif á hann þegar hann var orðinn þreyttur. „Þjóðarstoltið hjálpaði mér gríðarlega. Ég elska Ísland og stuðningurinn sem ég fékk var geðveikur. Eftir hvern bardaga kíkti ég á Facebook og þar voru allir að hvetja mig áfram og ég bara klökknaði í hvert einasta skipti sem ég sá þetta. Síðan var ég með möntru í hausnum á mér, pain is temporary, glory is forever! Það var það sem ég mantraði, án djóks! Þetta var farið að verða erfitt þegar komið var að þriðja bardaganum. Þá er hætt við að maður geti orðið neikvæður og vildi ég passa mig á því. Ég sagði því bara við sjálfan mig ‘þetta er fyrsti bardaginn’ fyrir hvern bardaga.“ Þegar Bjarki fékk gullverðlaunin afhend var íslenski fáninn á skjánum og þjóðsöngurinn spilaður. Það hlítur að hafa kitlað þjóðarstoltið hjá Bjarka? „Jú algjörlega, það munaði litlu að ég hefði bara farið að hágráta. Ég var svo þakklátur og að heyra þjóðsönginn og með fánann, þetta var eitt besta augnablik lífs míns.“ Ítarlegra viðtal við Bjarka má lesa á vef MMA Frétta hér en þar talar hann m.a. um ruglið í fortíðinni og andlega erfiðleika.
MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig Evrópumeistari Sunna Rannveig Davíðsdóttir bar sigur úr býtum á Evrópumeistaramóti áhugamanna í MMA. 22. nóvember 2015 12:55 Sunna Rannveig með tárin í augunum: „Ótrúlegt að fá stelpuna mína í fangið“ Nýkrýndur Evrópumeistari í blönduðum bardagalistum beygði af í viðtali í Leifsstöð. 23. nóvember 2015 20:30 Evrópumeistararnir fengu hetjulegar móttökur í Leifsstöð Sunna Rannveg Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson komu með gullverðlaunin til landsins í dag. 23. nóvember 2015 17:30 Verð að heyra í dóttur minni áður en ég fer í búrið Ísland eignaðist tvo Evrópumeistara í blandaðri bardagalist, MMA, í gær. Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson unnu bæði sína úrslitabardaga. 23. nóvember 2015 06:00 Átta Íslendingar keppa á Evrópumótinu í MMA Evrópumeistaramót áhugamanna í MMA fer fram þessa dagana í Birmingham. Átta Íslendingar keppa á mótinu sem hefst í dag. 19. nóvember 2015 07:45 Bjarki Þór Evrópumeistari Bjarki Þór Pálsson var rétt í þessu að verða Evrópumeistari í MMA. Bjarki sigraði Búlgara eftir einróma dómaraákvörðun. 22. nóvember 2015 15:12 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Dagskráin: Úrslitaleikur um sæti í Bónus deild karla Sjá meira
Sunna Rannveig Evrópumeistari Sunna Rannveig Davíðsdóttir bar sigur úr býtum á Evrópumeistaramóti áhugamanna í MMA. 22. nóvember 2015 12:55
Sunna Rannveig með tárin í augunum: „Ótrúlegt að fá stelpuna mína í fangið“ Nýkrýndur Evrópumeistari í blönduðum bardagalistum beygði af í viðtali í Leifsstöð. 23. nóvember 2015 20:30
Evrópumeistararnir fengu hetjulegar móttökur í Leifsstöð Sunna Rannveg Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson komu með gullverðlaunin til landsins í dag. 23. nóvember 2015 17:30
Verð að heyra í dóttur minni áður en ég fer í búrið Ísland eignaðist tvo Evrópumeistara í blandaðri bardagalist, MMA, í gær. Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson unnu bæði sína úrslitabardaga. 23. nóvember 2015 06:00
Átta Íslendingar keppa á Evrópumótinu í MMA Evrópumeistaramót áhugamanna í MMA fer fram þessa dagana í Birmingham. Átta Íslendingar keppa á mótinu sem hefst í dag. 19. nóvember 2015 07:45
Bjarki Þór Evrópumeistari Bjarki Þór Pálsson var rétt í þessu að verða Evrópumeistari í MMA. Bjarki sigraði Búlgara eftir einróma dómaraákvörðun. 22. nóvember 2015 15:12
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð