Menning

Kallinn í kassanum sagður vera sóði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Almar hefur verið þarna í töluverðan tíma núna.
Almar hefur verið þarna í töluverðan tíma núna. vísir
Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, ætlar næstu vikuna að dvelja inni í glerkassa í  Listaháskólanum en gríðarleg umræða hefur skapast um þennan gjörning á Twitter.

Þar vilja sumir meina að Almar sé aðeins of mikill sóði. Kassinn er allur að fyllast af allskonar dóti eins og mat, flöskum, bókum og öðru drasli.

Almar gerir einnig allar sínar þarfir inni í kassanum, en hann kúkar í poka og pissar í flöskur.

Hann er er á sínu fyrsta ári í Listaháskóla Íslands og er verkefnið hluti af lokaverkefni hans í námskeiðinu Leiðir og úrvinnsla. Umræðan er mikil á Twitter og eru notendur að styðjast við kassamerkið #nakinníkassa. Almar er aðeins búinn með einn sólahring og nú eru sex eftir.

Bein útsending





Fleiri fréttir

Sjá meira


×