Söngelsk fjölskylda býður Borgnesingum á tónleika Magnús Guðmundsson skrifar 19. desember 2015 15:00 Söngelsk fjölskylda úr Borgarnesi mun halda jólatónleika í Borgarneskirkju, fjórða árið í röð, mánudagskvöldið 21. desember nk. kl. 21.00. Aðgangur er ókeypis að vanda og allir velkomnir. Þetta eru hjónin Theodóra Þorsteinsdóttir og Olgeir Helgi Ragnarsson ásamt dætrum sínum, Sigríði Ástu og Hönnu Ágústu. Undirleik annast Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Sérstakur gestur á tónleikunum að þessu sinni verður Þorsteinn Þorsteinsson, bróðir Ingibjargar. Theodóra er skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar, söngkennari og söngkona. Hún stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykjavík, Vínarborg og á Ítalíu og hefur víða komið fram sem söngkona. Olgeir Helgi stundar söngnám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Systurnar eru báðar í söngnámi hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur við Söngskólann í Reykjavík og eru orðnar eftirsóttar söngkonur. Theódóra segir að á tónleikunum verði að vanda ákveðin blanda af klassískari sönglögum og efni í léttari kantinum. „Það er ánægjulegt fyrir okkur að tónleikarnir eru alltaf vel sóttir og gaman að fólk er farið að spyrja strax á haustin hvort við verðum ekki örugglega með jólatónleika og þá hvenær. Húsfyllir hefur verið hingað til en margir telja það orðið ómissandi þátt í jólaundirbúningnum að mæta á tónleika fjölskyldunnar. Það er líka gaman að sjá að tónleikagestir koma víða að, bæði úr nærsveitum og frá Reykjavík, auk þess sem Borgnesingar eru að sjálfsögðu uppistaðan.“ Theódóra segir að fjölskyldan hafi tekið virkan þátt í menningar- og sönglífi í héraðinu og m.a. öll tekið þátt í óperunni Sígaunabaróninn sem sýnd var í Gamla mjólkursamlaginu við góðar undirtektir. Menning Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Söngelsk fjölskylda úr Borgarnesi mun halda jólatónleika í Borgarneskirkju, fjórða árið í röð, mánudagskvöldið 21. desember nk. kl. 21.00. Aðgangur er ókeypis að vanda og allir velkomnir. Þetta eru hjónin Theodóra Þorsteinsdóttir og Olgeir Helgi Ragnarsson ásamt dætrum sínum, Sigríði Ástu og Hönnu Ágústu. Undirleik annast Ingibjörg Þorsteinsdóttir. Sérstakur gestur á tónleikunum að þessu sinni verður Þorsteinn Þorsteinsson, bróðir Ingibjargar. Theodóra er skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar, söngkennari og söngkona. Hún stundaði söngnám í Söngskólanum í Reykjavík, Vínarborg og á Ítalíu og hefur víða komið fram sem söngkona. Olgeir Helgi stundar söngnám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Systurnar eru báðar í söngnámi hjá Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur við Söngskólann í Reykjavík og eru orðnar eftirsóttar söngkonur. Theódóra segir að á tónleikunum verði að vanda ákveðin blanda af klassískari sönglögum og efni í léttari kantinum. „Það er ánægjulegt fyrir okkur að tónleikarnir eru alltaf vel sóttir og gaman að fólk er farið að spyrja strax á haustin hvort við verðum ekki örugglega með jólatónleika og þá hvenær. Húsfyllir hefur verið hingað til en margir telja það orðið ómissandi þátt í jólaundirbúningnum að mæta á tónleika fjölskyldunnar. Það er líka gaman að sjá að tónleikagestir koma víða að, bæði úr nærsveitum og frá Reykjavík, auk þess sem Borgnesingar eru að sjálfsögðu uppistaðan.“ Theódóra segir að fjölskyldan hafi tekið virkan þátt í menningar- og sönglífi í héraðinu og m.a. öll tekið þátt í óperunni Sígaunabaróninn sem sýnd var í Gamla mjólkursamlaginu við góðar undirtektir.
Menning Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira