Alltaf gott að staldra við og lesa um einn heimspeking Magnús Guðmundsson skrifar 18. desember 2015 15:29 Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur er ein þeirra kvenna sem gefa út dagbók þar sem verk kvenkyns heimspekingar eru kynnt. Visir/Valli Þrátt fyrir að við lifum á öld snjalltækjanna með öllum sínum skipulagsforritum og smáforritum kjósa margir enn að hafa fallega dagbók við höndina. Dagbók þar sem halda má utan um vafstur hversdagsins, pára hjá sér hugrenningar sínar, láta pennann ráða för í myndum og formi eða jafnvel lesa dálítinn heimspekilegan fróðleik. Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur hefur sett saman bráðskemmtilega dagbók ásamt kollegum sínum, þeim Erlu Karlsdóttur, Eyju Margréti Brynjarsdóttur og Nönnu Hlín Halldórsdóttur. Hönnun er í höndum Hildigunnar Gunnarsdóttur og Snæfríðar Þorsteins sem eru margverðlaunaðar fyrir bókahönnun sína. Sigríður segir að þetta sé í annað sinn sem dagbókin líti dagsins ljós og þar sé að finna, auk þess sem vænta má í venjulegri dagbók, stutta texta þar sem kynntir eru heimspekingar á meðal kvenna í sögu og samtíð. „Ég gaf út svona dagbók fyrir tveimur árum en nú er komin alveg ný útgáfa og við vinnum hana fjórar í samstarfi og með hjálp nokkurra annarra. Upprunalegu hugmyndina má rekja til þess að ég er búin að vera að kenna heimspeki og það er búið að telja okkur lengi trú um að það séu ekki margar konur sem hafi ástundað heimspeki í gegnum aldirnar. En það er alrangt því konur hafa ævinlega stundað heimspeki. Þetta á efalítið við aðrar fræða- og vísindagreinar líka. Í dag er verið að rannsaka og grafa upp gleymda heimspekinga og mér lá á að koma þessum boðskap á framfæri. Það er orðið svo þreytandi að vera í heimspeki eins og það sé næstum hrein karlagrein að ég ákvað að kynna heimspekinga úr röðum kvenna í knöppu og aðgengilegu formi. Þetta eru heimspekingar frá öllum tímum, tímabil sem spannar tvö þúsund og fimm hundruð ár. Með þessari dagbók er búið að kynna yfir hundrað heimspekinga til sögunnar. Og við getum haldið áfram að gefa út svona dagbækur næstu árin.“ Sigríður hefur á orði að heimspekin sé búin að vera karlhverf grein lengst af. „Líkt og t.d. guðfræðin, þar hefur guðinn lengst af verið skilinn sem karl og eins og einn hugsuðurinn sem er kynntur í Dagbókinni sagði: „Ef guð er karl, þá er karlinn guð.“ Þess vegna erum við að hugsa hið guðlega á nýjan hátt og einnig „mann skynseminnar“ innan heimspekinnar. Hugmyndir hafa ævinlega þjónað einhverjum öflum. Þannig að ef þú hugsar um þekkingu þá verðurðu líka að hugsa um vald.“ Aðspurð hvort þetta sé að breytast þarf Sigríður aðeins að hugsa sig um. „Þekkingin er komin til að breyta heiminum. En öflin sem halda aftur af henni eru enn þá svo sterk. Hvort sem það eru hugmyndakerfi, tæknikerfi eða ríkjandi peningakerfi þá er enn við svo ramman reip að draga. Við vitum hvað við þurfum að gera til þess að bjarga lífi mannkyns á jörðunni, en það eru svo sterk hagsmunaöfl sem standa í vegi fyrir því. Það tekur langan tíma fyrir hugmyndir að síast inn og brjóta ranglát öfl á bak aftur.“ Sigríður segir að þrátt fyrir að hugmyndir þeirra kvenna sem komi fram í dagbókinni spanni langt tímabil eigi þær fullt erindi við samtímann. „Í fyrsta lagi þá erum við að hugsa um fróðleiks- og skemmtanagildi með svona bók. Það getur veitt innblástur að lesa sér til um hugmyndir sem skýra heiminn og geta breytt honum. Þetta er líka tilraun til að miðla fræðunum með aðgengilegum hætti. Á þessari stafrænu öld þarf allt að gerast hratt og við erum öll komin með vott af athyglisbresti og óþoli og þá er gott að staldra við í amstrinu og lesa eins og um einn heimspeking. Svo er líka smá írónía í þessu hjá okkur því flest uppsláttarrit um heimspeki og hugmyndasögu hafa yfirleitt verið um tóma karla. Oft er viðkvæðið hjá ritstjórum að það sé algjör tilviljun og algjörlega ómeðvitað, þannig að við segjum núna að það sé algjör tilviljun að þetta eru bara konur og algjörlega ómeðvitað líka. En vonandi eykur þetta vitund fólks um konur í heimspeki. Það er svo eðlilegt að vilja hugsa um heiminn og eilífðarspurningar og af hverju ættu konur ekki að hafa gert það líka? Heldurðu að þær hafi ekki búið til tónlist, leikrit og málað? Þetta er bara mannleg þörf.“ Menning Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Þrátt fyrir að við lifum á öld snjalltækjanna með öllum sínum skipulagsforritum og smáforritum kjósa margir enn að hafa fallega dagbók við höndina. Dagbók þar sem halda má utan um vafstur hversdagsins, pára hjá sér hugrenningar sínar, láta pennann ráða för í myndum og formi eða jafnvel lesa dálítinn heimspekilegan fróðleik. Sigríður Þorgeirsdóttir heimspekingur hefur sett saman bráðskemmtilega dagbók ásamt kollegum sínum, þeim Erlu Karlsdóttur, Eyju Margréti Brynjarsdóttur og Nönnu Hlín Halldórsdóttur. Hönnun er í höndum Hildigunnar Gunnarsdóttur og Snæfríðar Þorsteins sem eru margverðlaunaðar fyrir bókahönnun sína. Sigríður segir að þetta sé í annað sinn sem dagbókin líti dagsins ljós og þar sé að finna, auk þess sem vænta má í venjulegri dagbók, stutta texta þar sem kynntir eru heimspekingar á meðal kvenna í sögu og samtíð. „Ég gaf út svona dagbók fyrir tveimur árum en nú er komin alveg ný útgáfa og við vinnum hana fjórar í samstarfi og með hjálp nokkurra annarra. Upprunalegu hugmyndina má rekja til þess að ég er búin að vera að kenna heimspeki og það er búið að telja okkur lengi trú um að það séu ekki margar konur sem hafi ástundað heimspeki í gegnum aldirnar. En það er alrangt því konur hafa ævinlega stundað heimspeki. Þetta á efalítið við aðrar fræða- og vísindagreinar líka. Í dag er verið að rannsaka og grafa upp gleymda heimspekinga og mér lá á að koma þessum boðskap á framfæri. Það er orðið svo þreytandi að vera í heimspeki eins og það sé næstum hrein karlagrein að ég ákvað að kynna heimspekinga úr röðum kvenna í knöppu og aðgengilegu formi. Þetta eru heimspekingar frá öllum tímum, tímabil sem spannar tvö þúsund og fimm hundruð ár. Með þessari dagbók er búið að kynna yfir hundrað heimspekinga til sögunnar. Og við getum haldið áfram að gefa út svona dagbækur næstu árin.“ Sigríður hefur á orði að heimspekin sé búin að vera karlhverf grein lengst af. „Líkt og t.d. guðfræðin, þar hefur guðinn lengst af verið skilinn sem karl og eins og einn hugsuðurinn sem er kynntur í Dagbókinni sagði: „Ef guð er karl, þá er karlinn guð.“ Þess vegna erum við að hugsa hið guðlega á nýjan hátt og einnig „mann skynseminnar“ innan heimspekinnar. Hugmyndir hafa ævinlega þjónað einhverjum öflum. Þannig að ef þú hugsar um þekkingu þá verðurðu líka að hugsa um vald.“ Aðspurð hvort þetta sé að breytast þarf Sigríður aðeins að hugsa sig um. „Þekkingin er komin til að breyta heiminum. En öflin sem halda aftur af henni eru enn þá svo sterk. Hvort sem það eru hugmyndakerfi, tæknikerfi eða ríkjandi peningakerfi þá er enn við svo ramman reip að draga. Við vitum hvað við þurfum að gera til þess að bjarga lífi mannkyns á jörðunni, en það eru svo sterk hagsmunaöfl sem standa í vegi fyrir því. Það tekur langan tíma fyrir hugmyndir að síast inn og brjóta ranglát öfl á bak aftur.“ Sigríður segir að þrátt fyrir að hugmyndir þeirra kvenna sem komi fram í dagbókinni spanni langt tímabil eigi þær fullt erindi við samtímann. „Í fyrsta lagi þá erum við að hugsa um fróðleiks- og skemmtanagildi með svona bók. Það getur veitt innblástur að lesa sér til um hugmyndir sem skýra heiminn og geta breytt honum. Þetta er líka tilraun til að miðla fræðunum með aðgengilegum hætti. Á þessari stafrænu öld þarf allt að gerast hratt og við erum öll komin með vott af athyglisbresti og óþoli og þá er gott að staldra við í amstrinu og lesa eins og um einn heimspeking. Svo er líka smá írónía í þessu hjá okkur því flest uppsláttarrit um heimspeki og hugmyndasögu hafa yfirleitt verið um tóma karla. Oft er viðkvæðið hjá ritstjórum að það sé algjör tilviljun og algjörlega ómeðvitað, þannig að við segjum núna að það sé algjör tilviljun að þetta eru bara konur og algjörlega ómeðvitað líka. En vonandi eykur þetta vitund fólks um konur í heimspeki. Það er svo eðlilegt að vilja hugsa um heiminn og eilífðarspurningar og af hverju ættu konur ekki að hafa gert það líka? Heldurðu að þær hafi ekki búið til tónlist, leikrit og málað? Þetta er bara mannleg þörf.“
Menning Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira