Sex hljómsveitir og listamenn hljóta Kraumsverðlaunin Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. desember 2015 22:33 Verðlaunahafarnir saman komnir. Á myndina vantar að vísu Tonik Ensemble en Ragga Gísla tók við verðlaununum fyrir hans hönd. Sex listamenn hlutu í kvöld Kraumsverðlauninn vegna platna sem þau gáfu út á árinu. Að mati dómnefndar áttu þau plötur ársins á Íslandi. Listamennirnir sem þóttu skara fram úr í gæðum og frumleika þetta árið eru Dj flugvél og geimskip fyrir sína þriðju breiðskífu Nótt á hafsbotni, Mr. Silla fyrir samnefnda breiðskífu, Asdfhg fyrir fraumraun sína Steingervingur, Misþyrming fyrir sína fyrstu plötu Söngvar elds og óreiðu, Teitur Magnússon fyrir sína fyrstu sólóplötu 27 og Tonik Ensemble, sem til þessa hefur gefið út smáskífur og endurhljóðblandanir af verkum annarra, fyrir sína fyrstu breiðskífu; Snapshots. Sumir listamannanna hafa einnig hlotið lof fyrir utan landssteinanna en tónlistartímaritið Noisey valdi plötu Misþyrmingar, Söngva elds og óreiðu, níundu bestu plötu ársins þegar það tók saman 50 bestu plötur ársins. Kraumsverðlaunin fylgja engri ákveðinni tónlistarstefnu og ekki eru neinir undirflokkar í verðlaununum. Þau hafa verið veitt árlega frá árinu 2008 og hafa 34 hljómsveitir og listamenn fengið verðlaunin. Þar á meðal má nefna Ásgeir, Mammút, Retro Stefsson, FM Belfast, Gríasalappalísu, Ísafold kammersveit og Samaris. Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Sex listamenn hlutu í kvöld Kraumsverðlauninn vegna platna sem þau gáfu út á árinu. Að mati dómnefndar áttu þau plötur ársins á Íslandi. Listamennirnir sem þóttu skara fram úr í gæðum og frumleika þetta árið eru Dj flugvél og geimskip fyrir sína þriðju breiðskífu Nótt á hafsbotni, Mr. Silla fyrir samnefnda breiðskífu, Asdfhg fyrir fraumraun sína Steingervingur, Misþyrming fyrir sína fyrstu plötu Söngvar elds og óreiðu, Teitur Magnússon fyrir sína fyrstu sólóplötu 27 og Tonik Ensemble, sem til þessa hefur gefið út smáskífur og endurhljóðblandanir af verkum annarra, fyrir sína fyrstu breiðskífu; Snapshots. Sumir listamannanna hafa einnig hlotið lof fyrir utan landssteinanna en tónlistartímaritið Noisey valdi plötu Misþyrmingar, Söngva elds og óreiðu, níundu bestu plötu ársins þegar það tók saman 50 bestu plötur ársins. Kraumsverðlaunin fylgja engri ákveðinni tónlistarstefnu og ekki eru neinir undirflokkar í verðlaununum. Þau hafa verið veitt árlega frá árinu 2008 og hafa 34 hljómsveitir og listamenn fengið verðlaunin. Þar á meðal má nefna Ásgeir, Mammút, Retro Stefsson, FM Belfast, Gríasalappalísu, Ísafold kammersveit og Samaris.
Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira