Menning

Eivør bætist í hóp einsöngvara

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Hinir fjölmörgu aðdáendur Eivarar gleðjast örugglega við að heyra hana taka lagið.
Hinir fjölmörgu aðdáendur Eivarar gleðjast örugglega við að heyra hana taka lagið. Fréttablaðið/Hörður
Jólasöngvum Kórs Langholtskirkju hefur borist óvæntur liðsstyrkur því Eivør Pálsdóttir verður gestur kórsins á tvennum tónleikum af þrennum, annað kvöld, föstudaginn 18. desember klukkan 23, og á laugardaginn, 19. desem­ber, klukkan 20.

Aðrir einsöngvarar í ár verða Benedikt Kristjánsson, Andri Björn Róbertsson og Ólöf Kolbrún Harðar­dóttir. Einsöngvari á táknmáli er Kolbrún Völkudóttir og einnig koma fram einsöngvarar úr Kór Langholtskirkju og Gradualekór Langholtskirkju.

Í ár verða tónleikarnir þrennir, þeir síðustu verða á sunnudag klukkan 20. Að þessu sinni er það Árni Harðarson sem stjórnar, hann hleypur í skarðið fyrir Jón Stefánsson vegna veikinda þess síðarnefnda.

Mikill jólaandi ríkir jafnan á Jólasöngvunum við kertaljós í Langholtskirkju. Að vanda verður boðið upp á rjúkandi jólasúkkulaði og piparkökur í hléi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.