Trúir þú á álfasögur? Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 17. desember 2015 07:00 Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis dró í gær til baka þá tillögu að fella niður 59 prósenta toll á innfluttu kartöflusnakki. Í yfirlýsingu frá Félagi atvinnurekenda segir að ástæðan sé þrýstingur frá innlendum snakkframleiðendum. Í yfirlýsingunni segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félagsins, að ofurtollurinn hafi verið réttlættur með því að hann sé hluti af tollvernd fyrir landbúnaðinn. „Staðreyndin er hins vegar sú að engar íslenskar kartöflur eru notaðar í framleiðslu tveggja iðnfyrirtækja, sem framleiða snakk. Þau framleiða úr innfluttu hráefni, sem ber litla sem enga tolla. Snakktollurinn er þannig verndartollur fyrir iðnað, dulbúinn sem tollvernd fyrir landbúnað,“ segir Ólafur. Ríkisstjórnin hefur lyft grettistaki í þessum efnum. Um síðustu áramót voru vörugjöld afnumin og bil á milli virðisaukaskattþrepa minnkað. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur auk þess kynnt áform um að afnema einhliða tolla af fötum og skóm um áramót og tolla af öðrum vörum, að matvöru undanskilinni, fyrir árið 2017. Ráðherra skipaði starfshóp til að fjalla um endurskoðun tollskrárinnar. Þar kom meðal annars fram að viðskipti milli þjóða hafa almennt áhrif á heildarábata þeirra. Við aukinn innflutning eykst neytendaábati þar sem innlent vöruúrval verður meira og verðlag lækkar í ljósi aukinnar samkeppni. „Tollar hafa hamlandi áhrif á viðskipti og draga úr alþjóðaviðskiptum þegar á heildina er litið. Þegar tollur er lagður á innflutta vöru hækkar verðið sem innlendir neytendur þurfa að greiða fyrir vöruna sem aftur minnkar eftirspurn eftir henni,“ segir í skýrslu starfshópsins. Í athugun Félags atvinnurekenda kemur fram að niðurfelling ofurtollsins á kartöflusnakk myndi spara neytendum 162 milljónir króna á ári, miðað við innflutningstölur frá nóvember 2014 til október 2015. Í viðtali á Bylgjunni fyrir skömmu upplýsti þingmaður Framsóknar, Willum Þór Þórsson, sem á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd, að nefndin hefði fengið mikil viðbrögð frá innlendum snakkframleiðendum, sem flyttu inn hráefni í framleiðslu sína sem bæru tolla. Nefndin þyrfti því að skoða „víðtækari hagsmuni“. Alls starfa 20 manns við snakkframleiðslu á Íslandi. Fallast má á að hægt sé að rökstyðja þörf á því að halda verndarhendi yfir ákveðnum hluta íslenskrar landbúnaðarframleiðslu, þó það sé sannarlega ekki óumdeilt. Hins vegar er erfitt að koma auga á að nokkur rök séu fyrir því að leggja háa verndartolla á afurðir sem ekki eru framleiddar hér nema í litlu magni. Miðað við orð þingmannsins verður ekki annað séð en þeir víðtæku hagsmunir sem taka á tillit til með því að leggja áfram tæplega 60 prósenta toll á kartöflusnakk séu hagsmunir örfárra og geti seint talist víðtækir. Burtséð frá því hversu lítið mál í stóra samhenginu tollar á kartöflusnakk er, þá verður að spyrja hvort framkvæmdin sé fagleg. Þetta hljómar mun frekar sem einhver álfasaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis dró í gær til baka þá tillögu að fella niður 59 prósenta toll á innfluttu kartöflusnakki. Í yfirlýsingu frá Félagi atvinnurekenda segir að ástæðan sé þrýstingur frá innlendum snakkframleiðendum. Í yfirlýsingunni segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félagsins, að ofurtollurinn hafi verið réttlættur með því að hann sé hluti af tollvernd fyrir landbúnaðinn. „Staðreyndin er hins vegar sú að engar íslenskar kartöflur eru notaðar í framleiðslu tveggja iðnfyrirtækja, sem framleiða snakk. Þau framleiða úr innfluttu hráefni, sem ber litla sem enga tolla. Snakktollurinn er þannig verndartollur fyrir iðnað, dulbúinn sem tollvernd fyrir landbúnað,“ segir Ólafur. Ríkisstjórnin hefur lyft grettistaki í þessum efnum. Um síðustu áramót voru vörugjöld afnumin og bil á milli virðisaukaskattþrepa minnkað. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur auk þess kynnt áform um að afnema einhliða tolla af fötum og skóm um áramót og tolla af öðrum vörum, að matvöru undanskilinni, fyrir árið 2017. Ráðherra skipaði starfshóp til að fjalla um endurskoðun tollskrárinnar. Þar kom meðal annars fram að viðskipti milli þjóða hafa almennt áhrif á heildarábata þeirra. Við aukinn innflutning eykst neytendaábati þar sem innlent vöruúrval verður meira og verðlag lækkar í ljósi aukinnar samkeppni. „Tollar hafa hamlandi áhrif á viðskipti og draga úr alþjóðaviðskiptum þegar á heildina er litið. Þegar tollur er lagður á innflutta vöru hækkar verðið sem innlendir neytendur þurfa að greiða fyrir vöruna sem aftur minnkar eftirspurn eftir henni,“ segir í skýrslu starfshópsins. Í athugun Félags atvinnurekenda kemur fram að niðurfelling ofurtollsins á kartöflusnakk myndi spara neytendum 162 milljónir króna á ári, miðað við innflutningstölur frá nóvember 2014 til október 2015. Í viðtali á Bylgjunni fyrir skömmu upplýsti þingmaður Framsóknar, Willum Þór Þórsson, sem á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd, að nefndin hefði fengið mikil viðbrögð frá innlendum snakkframleiðendum, sem flyttu inn hráefni í framleiðslu sína sem bæru tolla. Nefndin þyrfti því að skoða „víðtækari hagsmuni“. Alls starfa 20 manns við snakkframleiðslu á Íslandi. Fallast má á að hægt sé að rökstyðja þörf á því að halda verndarhendi yfir ákveðnum hluta íslenskrar landbúnaðarframleiðslu, þó það sé sannarlega ekki óumdeilt. Hins vegar er erfitt að koma auga á að nokkur rök séu fyrir því að leggja háa verndartolla á afurðir sem ekki eru framleiddar hér nema í litlu magni. Miðað við orð þingmannsins verður ekki annað séð en þeir víðtæku hagsmunir sem taka á tillit til með því að leggja áfram tæplega 60 prósenta toll á kartöflusnakk séu hagsmunir örfárra og geti seint talist víðtækir. Burtséð frá því hversu lítið mál í stóra samhenginu tollar á kartöflusnakk er, þá verður að spyrja hvort framkvæmdin sé fagleg. Þetta hljómar mun frekar sem einhver álfasaga.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun