Tækniþróunarsjóður úthlutar sex hundruð milljónum í desember Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. desember 2015 07:00 Medilync sem þróar búnað fyrir sykursjúka fær líka styrk. NordicPhotos/Getty Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur valið þá aðila sem eiga kost á úthlutun úr sjóðnum núna í desember. Úthlutað er úr honum tvisvar sinnum á ári og í þetta skiptið er búist við því að 600 milljónir verði veittar í styrki. Verkefnisstjórum sem hafa sótt um úthlutun er boðið að ganga til viðræðna um úthlutun áður en fjármagnið er veitt. Heildarúthlutun í ár nemur þá um 1.400 milljónum en mun aukast um tæpan milljarð á næsta ári. Samkvæmt vefsíðu Rannís, sem rekur Tækniþróunarsjóð, er gengið til samningaviðræðna vegna 48 verkefna. Sigurður Björnsson, sviðstjóri á rannsóknar- og nýsköpunarsviði hjá Rannís, segir að þetta séu um 30 prósent af þeim sem sóttu um. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum, það er frumherjastyrkur, verkefnastyrkur og markaðsstyrkur og fer flokkunin eftir því hvar verkefnin eru stödd. Frumherjastyrkur er veittur aðilum sem eru komnir tiltölulega stutt á veg með verkefni sín. „Verkefnastyrkur, þá eru menn bara komnir í fullan kraft. Og í markaðsstyrk þá erum við að aðstoða við að koma vörunni á markað og undirbyggja fyrirtækið. Oft eru menn að styrkja undirstöðurnar þegar menn fara á markað með vöruna. Það er hlutverk þessa styrks,“ segir Sigurður. Á meðal þeirra sem eiga kost á styrk eru Mjólkursamsalan, sem þróar vín úr mysu, Medilync fyrir tæki og hugbúnað fyrir sykursjúka og Kerecis. Þá fær Trappa, félag í eigu Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, styrk vegna þjálfunar og meðferðar með heilbrigðistækni og Digon Games fyrir markaðssetningu tekjumódels í tölvuleikum. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Stjórn Tækniþróunarsjóðs hefur valið þá aðila sem eiga kost á úthlutun úr sjóðnum núna í desember. Úthlutað er úr honum tvisvar sinnum á ári og í þetta skiptið er búist við því að 600 milljónir verði veittar í styrki. Verkefnisstjórum sem hafa sótt um úthlutun er boðið að ganga til viðræðna um úthlutun áður en fjármagnið er veitt. Heildarúthlutun í ár nemur þá um 1.400 milljónum en mun aukast um tæpan milljarð á næsta ári. Samkvæmt vefsíðu Rannís, sem rekur Tækniþróunarsjóð, er gengið til samningaviðræðna vegna 48 verkefna. Sigurður Björnsson, sviðstjóri á rannsóknar- og nýsköpunarsviði hjá Rannís, segir að þetta séu um 30 prósent af þeim sem sóttu um. Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum, það er frumherjastyrkur, verkefnastyrkur og markaðsstyrkur og fer flokkunin eftir því hvar verkefnin eru stödd. Frumherjastyrkur er veittur aðilum sem eru komnir tiltölulega stutt á veg með verkefni sín. „Verkefnastyrkur, þá eru menn bara komnir í fullan kraft. Og í markaðsstyrk þá erum við að aðstoða við að koma vörunni á markað og undirbyggja fyrirtækið. Oft eru menn að styrkja undirstöðurnar þegar menn fara á markað með vöruna. Það er hlutverk þessa styrks,“ segir Sigurður. Á meðal þeirra sem eiga kost á styrk eru Mjólkursamsalan, sem þróar vín úr mysu, Medilync fyrir tæki og hugbúnað fyrir sykursjúka og Kerecis. Þá fær Trappa, félag í eigu Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, styrk vegna þjálfunar og meðferðar með heilbrigðistækni og Digon Games fyrir markaðssetningu tekjumódels í tölvuleikum.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira