Leika Mozart við kertaljós víða í kirkjum nú fyrir jólin Magnús Guðmundsson skrifar 16. desember 2015 13:00 Kammerhópurinn Camerarctica heldur víða tónleika á næstunni. Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin. Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart við kertaljós í tuttugu og þrjú ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari ásamt góðum gesti, Einari Jóhannessyni sem leikur á eitt af uppáhaldshljóðfærum Mozarts, bassetthornið. Á efnisskránni í ár eru Kvintettar fyrir klarinettu, bassetthorn og strengi, Allegro úr Divertimento fyrir strengi og Kvartett fyrir klarinettu og strengi. Einnig syngja tveir ungir söngvarar, þeir Björn Ari Örvarsson og Tryggvi Pétur Ármannsson, Ave Maria úr Cosi fan tutte. Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða, Í dag er glatt í döprum hjörtum, sem er úr Töfraflautunni eftir Mozart. Tónleikarnir verða í Hafnarfjarðarkirkju laugardagskvöldið 19. desember, í Kópavogskirkju, sunnudagskvöldið 20. desember, í Garðakirkju mánudagskvöldið 21. desember og loks í Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudagskvöldið 22. desember.Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast þeir allir klukkan 21.00. Aðgangseyrir er 2.500 krónur og 1.500 krónur fyrir nemendur og eldri borgara. Frítt er inn fyrir börn. Miðasala við innganginn. Menning Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin. Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart við kertaljós í tuttugu og þrjú ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari ásamt góðum gesti, Einari Jóhannessyni sem leikur á eitt af uppáhaldshljóðfærum Mozarts, bassetthornið. Á efnisskránni í ár eru Kvintettar fyrir klarinettu, bassetthorn og strengi, Allegro úr Divertimento fyrir strengi og Kvartett fyrir klarinettu og strengi. Einnig syngja tveir ungir söngvarar, þeir Björn Ari Örvarsson og Tryggvi Pétur Ármannsson, Ave Maria úr Cosi fan tutte. Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða, Í dag er glatt í döprum hjörtum, sem er úr Töfraflautunni eftir Mozart. Tónleikarnir verða í Hafnarfjarðarkirkju laugardagskvöldið 19. desember, í Kópavogskirkju, sunnudagskvöldið 20. desember, í Garðakirkju mánudagskvöldið 21. desember og loks í Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudagskvöldið 22. desember.Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast þeir allir klukkan 21.00. Aðgangseyrir er 2.500 krónur og 1.500 krónur fyrir nemendur og eldri borgara. Frítt er inn fyrir börn. Miðasala við innganginn.
Menning Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira